Matur

Jólaboð Evu: Allar uppskriftirnar úr þriðja þætti

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Eva Laufey er með þættina Jólaboð Evu, alla sunnudaga fram að jólum.
Eva Laufey er með þættina Jólaboð Evu, alla sunnudaga fram að jólum. Samsett mynd

Í nýjasta þættinum af Jólaboð Evu eldaði Eva Laufey Kjaran hátíðarmat. Þar á meðal var Humar Risotto,  Beef Wellington, jólaís og fleira. Eva Laufey er með þættina Jólaboð Evu, alla sunnudaga fram að jólum. Hér má finna allar uppskriftirnar úr þriðja þætti af Jólaboð Evu.

Humar Risotto að hætti Evu Laufeyjar

*Forréttur fyrir fjóra

 • 1 msk ólífu­olía + klípa smjör
 • 1 lauk­ur
 • 2 hvít­lauksrif
 • 4 dl ar­borio hrís­grjón
 • 8 dl humarsoð (humar­kraft­ur + soðið vatn)
 • 2 dl hvít­vín
 • Salt og pip­ar
 • 60-80 g par­mes­an ost­ur
 • 2 msk smjör

Sósan og humarinn:

 • 16 humarhalar, notum skeljarnar líka
 • 1 msk ólífuolía + smjörklípa
 • Salt og pipar
 • 1 laukur
 • 2 hvítlauksrif
 • 1 msk smátt söxuð steinselja
 • 1 anísstjarna
 • 1.5 dl hvítvín
 • 300 ml rjómi

Aðferð:

 1. Náið humrinum upp úr skelinni, hreinsið og þerrið mjög vel.
 2. Hitið olíu á pönnu og bætið einnig smjöri út á pönnuna. Setjið skeljarnar, laukinn, hvítlaukinn, anísstjörnu og steinselju út á pönnuna og steikið, kryddið til með salti og pipar. Að sjálfsögðu má byrja á sósunni áður en þið gerið risotto.
 3. Hellið hvítvíninu út á pönnuna og leyfið því að sjóða niður, hellið síðan rjómanum saman við og leyfið sósunni að malla í smá stund við vægan hita.
 4. Sigtið sósuna frá og steikið humarinn.
 5. Hitið olíu á pönnu, hreinsið, skolið og þerrið humarinn og steikið í smá stund upp úr olíu og smjöri. Kryddið til með salti og pipar og rífið niður eitt hvítlauksrif. Hellið sósunni út pönnuna og smakkið ykkur gjarnan til, kannski vantar meiri salt eða pipar.

Aðferð:

 1. Hitið ólífu­olíu í potti og steikið lauk­inn og hvít­lauk í 2-3 mín­út­ur. Bætið ar­borio grjón­um út í og hrærið stöðugt.
 2. Hellið hvít­vín­inu sam­an við og leyfið því að sjóða niður, hellið næst humarsoðinu smám sam­an við og hrærið mjög vel á milli.
 3. Bætið par­mes­an ost­in­um og smjör­inu sam­an við í lok­in og kryddið til með salti og pip­ar. Blandið öllu vel saman.
 4. Raðið humrinum yfir réttinn og hellið smávegis af ljúffengu sósunni yfir. Berið strax fram og njótið.
Humar RisottoEva Laufey

Beef Wellington

Jólamaturinn minn í öllu sinni veldi. Dúnmjúk og safarík nautalund með sveppafyllingu, vafin í hráskinku og pökkuð inn í gómsætt smjördeig. Steikin stendur algjörlega ein og sér en hún er æðisleg með góðri sósu og ferskum aspas. Algjörlega fullkomin máltíð!

Sveppamauk

 • 400 g sveppir
 • 2 stilkar sellerí
 • 1 msk smátt söxuð steinselja
 • ½ laukur
 • 1 dl brauðrasp
 • 1 msk smjör

Nautalund

 • 800 g nautalund (fullhreinsuð)
 • 1 plata smjördeig
 • 10 sneiðar af hráskinku
 • Salt og pipar
 • Góð ólífuolía
 • 2 eggjarauður

Aðferð:

 1. Setjið öll hráefnin sem eiga að fara í sveppamaukið fyrir utan brauðrasp í matvinnsluvél og maukið fínt.
 2. Hitið smjör á pönnu og steikið í smá stund, þerrið sveppablönduna svolítið með eldhúspappír og því næst fer brauðraspið saman við.
 3. Setjið fyllinguna í skál og inn í kæli í lágmark hálftíma.
 4. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið nautalundina á öllum hliðum og brúnið, kryddið til með salti og pipar.
 5. Leggið plastfilmu á borðið sem er um það bil 40x40cm, athugið þið þurfið nokkrar filmur til þess að móta þessa stærð.
 6. Raðið hráskinkunni á plastfilmuna, smyrjið sveppafyllinguna ofan á skinkuna og því næst fer nautalundin yfir og þið hjúpið lundina með því að leggja plastfilmuna varlega yfir nautalundina og rúlla svo plastinu mjög fast utan um hana.
 7. Setjið rúlluna í ísskáp í lágmark klukkustund (ég er oft með hana í 4 – 5klst)
 8. Fletjið smjördeigið út með kefli þannig að smjördeigið passi utan um lundina, sækið lundina í ísskápnum og náið henni úr plastfilmunni. Setjið nautalundina fyrir miðju á smjördeiginu og hjúpið lundina með smjördeiginu. (athugið að samskeytin séu undir rúllunni)
 9. Lokið smjördeiginu í báða enda og setjið á pappírsklædda ofnplötu.
 10. Penslið rúlluna með eggjarauðu og skerið endilega rendur í deigið eða útbúið annað mynstur að vild.
 11. Saltið deigið og setjið inn í ofn við 200°C í 30 – 35 mínútur.
 12. Leyfið kjötinu að hvíla í lágmark tíu mínútur áður en þið berið það fram.

Hasselback kartöflur

Beef WellingtonEva Laufey
 • 6 – 8 stórar bökunarkartöflur
 • 2 msk ólífuolía
 • 5 msk smjör
 • Salt og pipar
 • 1 msk. Smátt saxað rósmarín

Aðferð:

 1. Stillið ofninn í 200°C.
 2. Afhýðið kartöflurnar, skerið raufar í kartöfuna með nokkra millimetra millibili.
 3. Hellið olíunni í eldfast mót og raðið kartöflunum í formið. Hellið olíu yfir kartöflurnar og setjið nokkrar matskeiðar af smjöri með.
 4. Kryddið til með salti, pipar og rósmarín.
 5. Setjið inn í ofn og bakið í 50 – 60 mínútur. Það er gott að snúa þeim við einu sinni til tvisvar og svo má alltaf bæta við meira smjöri – þið vitið af því.

Rauðvíns-og sveppasósa

 • 250 sveppir
 • 2 msk smjör
 • Salt og pipar
 • 1 msk rósmarín
 • 200 ml rauðvín
 • 400 ml rjómi
 • 1 nautakjötsteningur

Aðferð:

 1. Skerið sveppina smátt og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti, pipar og fersku smátt söxuðu rósmarín.
 2. Hellið rauðvíni út í pottinn og leyfa því að sjóða aðeins niður. Hellið rjómanum því næst út í pottinn ásamt einum nautakjötsteningi.
Beef WellingtonEva Laufey

Jólaísinn hennar Evu Laufeyjar

Fyrir 6 – 8

 • 20 Lindor súkkulaðikúlur (ég notaði rauðu kúlurnar)
 • 1 msk rjómi
 • 10 eggjarauður
 • 10 msk sykur
 • 500 ml rjómi
 • 2 tsk vanilludropar

Aðferð:

 1. Bræðið 10 súkkulaðikúlur yfir vatnsbaði.
 2. Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós.
 3. Saxið niður 10 súkkulaðikúlur mjög smátt.
 4. Þeytið rjóma og blandið honum saman við eggja-og sykurblönduna með sleikju. Því næst fer súkkulaðið saman við og hrærið öllu varlega saman og hellið ísnum í form.
 5. Frystið þar til ísinn er frosinn í gegn.
 6. Berið ísinn gjarnan fram með heitri súkkulaðisósu og ferskum berjum.

Lindor súkkulaðisósa

 • 150 g Lindor kúlur (rauðu kúlurnar)
 • 2 dl rjómi

Aðferð:

 1. Setjið hráefnin saman í pott og leyfið kúlunum að bráðna í rjómanum við vægan hita.
 2. Hrærið í á meðan og berið sósuna strax fram með ísnum.
JólaísinnEva Laufey

Ísbomba með After Eight súkkulaði

Botnar

 • 4 eggjahvítur
 • 4 dl púðursykur
 • 1 tsk edik

Aðferð:

 1. Stillið ofn á 110°C.
 2. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur 22 cm lausbotna formum og smyrjið hliðarnar með smjöri.
 3. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við í smáum skömmtum.
 4. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft.
 5. Skiptið marengsblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 1 ½ klst við 110°C.

Ís fyllingin

 • 500 ml rjómi
 • 2 eggjarauður
 • 2 msk flórsykur
 • 1 tsk vanilludropar
 • 200 g after eight súkkulaði

Ofan á:

 • Súkkulaðisósa
 • Fersk ber

Aðferð:

 1. Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til eggjablandan verður ljós og létt.
 2. Þeytið rjóma og bætið eggjablöndunni varlega saman við rjómann með sleikju ásamt vanillu. Í lokin fer súkkulaðið út í rjómablönduna. Setjið kremið á milli botnanna og ofan á. *Best er að setja plastfilmu í formið en þannig er betra að ná kökunni upp úr forminu og sömuleiðis er gott að nota smelluform.
 3. Kakan fer inn í frysti í nokkrar klukkustundir og þegar þið berið hana fram er gott að búa til súkkulaðisósu dreifa yfir kökuna. Skreytið hana svo með ferskum berjum og saxið niður meira súkkulaði og skreytið – það er aldrei nóg af súkkulaði!

Súkkulaðisósa

 • 70 g suðusúkkulaði
 • 70 g After Eight súkkulaði
 • 1 dl rjómi

Aðferð:

 1. Bræðið súkkulaði í rjómanum við vægan hita, ef ykkur finnst sósan of þunn þá bætið þið meira súkkulaði saman við.
 2. Kælið sósuna alveg áður en þið hellið henni yfir kökuna.
ÍsbombaEva Laufey

Einfalt jólakonfekt

 • 150 g dökkt súkkulaði
 • 150 g hvítt súkkulaði
 • Bismark brjóstykur

Aðferð:

 1. Byrjum á dökka súkkulaðinu, bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði dreifið því á bökunarpappír og kælið.
 2. Því næst bræðum við hvíta súkkulaðið ofan á dökka súkkulaðið og saxið niður bismark brjóstsykur og dreifið yfir. Kælið mjög vel og brjótið síðan niður í litla bita.
 3. Tilvalið í jólapakkann!
Einfalt jólakonfektEva Laufey

Tengdar fréttir

Jólaboð Evu: Allar uppskriftirnar úr öðrum þætti

Í Jólaboð Evu í síðustu viku ldaði Eva Laufey Kjaran kalkúnabringur með öllu. Einnig útbjó hún ristaðar möndlur, Créme Brulée og Pavlovur. Allar uppskriftirnar birtast hér á Vísi en næsti þáttur er sýndur annaðkvöld á Stöð 2.

Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi

Í Jólaboð Evu um helgina eldaði Eva Laufey Kjaran kalkúnabringur með öllu. Einnig útbjó hún ristaðar möndlur, Créme Brulée og Pavlovur. Allar uppskriftirnar munu birtast hér á Vísi en þættirnir eru á dagskrá á Stöð 2 alla sunnudaga fram að jólum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.