Einmanaleiki er vandamál Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 9. desember 2020 18:59 Einmanaleiki er skilgreindur sem hin óþægilega tilfinning sem fylgir því að upplifa að félagsþörf manns er ekki mætt. Rannsóknir hafa sýnt að eldra fólk er oftar einmana en einmanaleiki hefur aukist í öllum aldurshópum. Rannsóknir sýna að vaxandi einmanaleiki er hjá ungu fólki á aldrinum 16-24 ára. Kostnaður samfélagsins og einstaklinga er hár vegna einmanaleika og af margvíslegum hætti. Í nýútkominni skýrslu Rannsóknar og Greiningar um ungt fólk frá október síðastliðnum kemur í ljós að meðal nemenda í 8, 9, 10 bekk hefðu að 39% þeirra upplifað meiri eða aðeins meiri einmanaleika á þessu ári sem nú er að kveðja. Áhrifin eru margvísleg Heilsufarsleg áhrif einmanaleika eru mikil en vaxandi fjöldi rannsókna bendir til að einmanaleiki auki líkur á alvarlegum sjúkdómum. Einmanaleiki flýtir fyrir öldrun, tengsl eru við hjarta- og æðasjúkdóma en einnig við vissar tegundir geðsjúkdóma, sjálfsvíga og minni vitsmunalegri getu. Einmanleiki eykur líkur á elliglöpum og Alzheimer. Í einverunni geta ýmsir draugar verið á kreiki. Þeir sem eru einmanna eru líklegri til að verða reiðari, bregðast við erfiðleikum með neikvæðni og kvíða og jafnvel í verstu tilfellum verða jaðarsett í samfélaginu. Því eru þessir einstaklingar líklegri til að styðja íhaldssamari eða öfgakenndar skoðanir í samfélaginu. Þeir sem eru einmanna upplifa samfélagið sem ógnandi og eru því mun stressaðri en aðrir og eiga erfiðara með svefn. Á heildina geta því einstaklingar sem eru einmana upplifað samfélagið sem hættulegt og ógnandi í einangrun sinni. Tækninýjungar og samfélagsmiðlanotkun eykur tilfinningu fólks fyrir því að það sé eitt og ýtir undir að líf þeirra sé ekki eins gott eins og annarra. Félagslegur samanburður og samkeppni hafa aukist sem heftir og kemur í veg fyrir samkennd fólks Hvað er til ráða? Hvernig getum við brugðist við þessu vandamáli, nú á aðventunni er auðvelt fyrir þá sem upplifa sig einmana að finnast jólaljósin hjá nágrannanum vera heldur skærari en hann upplifir í eigin ranni, jafnvel svo skær að þau særa. Við sem samfélag getum gert betur með að efla félagslega hæfni fólks með stuðningi og gefa þessu vandamáli athygli. Árið 2018 var sett á laggirnar í Bretlandi sérstakt ráðuneyti einmanaleika. Þar er félagsleg einangrun umtalsvert vandamál. Talið er að einn af hverju sjö íbúum landsins telja sig vera einmana. Það þýðir að tæplega 10 milljónir manna í Bretlandi upplifi sig einmana. Það er líklega of stuttur tími liðin til að meta áhrif þessar aðgerðar en það er öruggt að slík viðurkenning á vandamálinu skipti miklu máli. Árið og faraldur hverfur í aldanna skaut Senn líður þessi erfiði tími undir lok ,en verkefnin eru ærin sem eftir standa við að rétta úr kútnum. Kannski er ekki best að komast á sama stað og áður, heldur á betri stað. Ef okkur tekst að nálgast þetta vandamál þá erum við á betri stað. Við eigum von um aukin samskipti en þeir sem upplifa einmanaleika ganga lengri og þrengri stíg að ná því. Það er þjóðhagslegur ávinningur að ná til þeirra sem upplifa sig einmana því við erum saman en ein í sitt hvoru horninu. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Geðheilbrigði Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einmanaleiki er skilgreindur sem hin óþægilega tilfinning sem fylgir því að upplifa að félagsþörf manns er ekki mætt. Rannsóknir hafa sýnt að eldra fólk er oftar einmana en einmanaleiki hefur aukist í öllum aldurshópum. Rannsóknir sýna að vaxandi einmanaleiki er hjá ungu fólki á aldrinum 16-24 ára. Kostnaður samfélagsins og einstaklinga er hár vegna einmanaleika og af margvíslegum hætti. Í nýútkominni skýrslu Rannsóknar og Greiningar um ungt fólk frá október síðastliðnum kemur í ljós að meðal nemenda í 8, 9, 10 bekk hefðu að 39% þeirra upplifað meiri eða aðeins meiri einmanaleika á þessu ári sem nú er að kveðja. Áhrifin eru margvísleg Heilsufarsleg áhrif einmanaleika eru mikil en vaxandi fjöldi rannsókna bendir til að einmanaleiki auki líkur á alvarlegum sjúkdómum. Einmanaleiki flýtir fyrir öldrun, tengsl eru við hjarta- og æðasjúkdóma en einnig við vissar tegundir geðsjúkdóma, sjálfsvíga og minni vitsmunalegri getu. Einmanleiki eykur líkur á elliglöpum og Alzheimer. Í einverunni geta ýmsir draugar verið á kreiki. Þeir sem eru einmanna eru líklegri til að verða reiðari, bregðast við erfiðleikum með neikvæðni og kvíða og jafnvel í verstu tilfellum verða jaðarsett í samfélaginu. Því eru þessir einstaklingar líklegri til að styðja íhaldssamari eða öfgakenndar skoðanir í samfélaginu. Þeir sem eru einmanna upplifa samfélagið sem ógnandi og eru því mun stressaðri en aðrir og eiga erfiðara með svefn. Á heildina geta því einstaklingar sem eru einmana upplifað samfélagið sem hættulegt og ógnandi í einangrun sinni. Tækninýjungar og samfélagsmiðlanotkun eykur tilfinningu fólks fyrir því að það sé eitt og ýtir undir að líf þeirra sé ekki eins gott eins og annarra. Félagslegur samanburður og samkeppni hafa aukist sem heftir og kemur í veg fyrir samkennd fólks Hvað er til ráða? Hvernig getum við brugðist við þessu vandamáli, nú á aðventunni er auðvelt fyrir þá sem upplifa sig einmana að finnast jólaljósin hjá nágrannanum vera heldur skærari en hann upplifir í eigin ranni, jafnvel svo skær að þau særa. Við sem samfélag getum gert betur með að efla félagslega hæfni fólks með stuðningi og gefa þessu vandamáli athygli. Árið 2018 var sett á laggirnar í Bretlandi sérstakt ráðuneyti einmanaleika. Þar er félagsleg einangrun umtalsvert vandamál. Talið er að einn af hverju sjö íbúum landsins telja sig vera einmana. Það þýðir að tæplega 10 milljónir manna í Bretlandi upplifi sig einmana. Það er líklega of stuttur tími liðin til að meta áhrif þessar aðgerðar en það er öruggt að slík viðurkenning á vandamálinu skipti miklu máli. Árið og faraldur hverfur í aldanna skaut Senn líður þessi erfiði tími undir lok ,en verkefnin eru ærin sem eftir standa við að rétta úr kútnum. Kannski er ekki best að komast á sama stað og áður, heldur á betri stað. Ef okkur tekst að nálgast þetta vandamál þá erum við á betri stað. Við eigum von um aukin samskipti en þeir sem upplifa einmanaleika ganga lengri og þrengri stíg að ná því. Það er þjóðhagslegur ávinningur að ná til þeirra sem upplifa sig einmana því við erum saman en ein í sitt hvoru horninu. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar