Afar fáir tóku yfirtökutilboði Samherja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2020 09:05 Hlutur Samherja Holding í Eimskip eykst lítillega. Vísir/Vilhelm Hlutur Samherja Holding í Eimskip mun aukast lítillega eftir yfirtökutilboð þess fyrrnefnda. Afar lítill hluti hluthafa tók tilboðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip þar sem segir að hluthafar sem hafi átt samtals 20.175 hluti í félaginu hafi tekið yfirtökutilboði Samherja, eða sem nemur 0,011 prósent hlutafjár í félaginu. Samherji mun því fara með 30,29 prósenta hlut í Eimskip eftir viðskiptin eða 31,32 prósent þegar leiðrétt hafi verið fyrir eigin hlutum líkt og það er orðað í tilkynningu til kauphallar. Í október eignaðist Samherji Holding meira en 30 prósenta hlut í Eimskip. Var félaginu þá skylt samkvæmt lögum að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Yfirtökutilboðið hljóðaði upp á 175 krónur á hvern hlut, jafnhátt hæsta verði sem Samherji Holding hafði greitt fyrir hluti í Eimskip á síðustu sex mánuðum áður en tilboðsskyldan myndaðist. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja Holding.Vísir/Vilhelm Gengi hlutabréfa í Eimskip hefur farið hækkandi undanfarnar vikur og stendur það nú í 229 krónur á hlut. Í takt við væntingar eigenda Samherja Holding Móttökur yfirtökutilboðsins virðast vera í takt við væntingar eigenda Samherja Holding. Þannig sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri félagsins, í samtali við Viðskiptablaðið í október að hann byggist við því að flestir hluthafar myndu ekki taka tilboðinu, líkt og varð raunin. „Það var og verður áfram afstaða Samherja Holding að Eimskip sé vel til þess fallið að vera áfram skráð á almennan hlutabréfamarkað og við bindum vonir við að eiga áfram gott samstarf við aðra hluthafa félagsins,“ er haft eftir Þorsteini Má í tilkynningunni til kauphallar. Markaðir Sjávarútvegur Skipaflutningar Tengdar fréttir Samherji bætir aftur við sig í Eimskip og gerir yfirtökutilboð Samherji Holding ehf., annar helmingur Samherjasamstæðunnar, hefur á ný eignast meira en 30 prósenta hlut í Eimskipafélagi Íslands og mun félagið gera yfirtökutilboð til allra hluthafa Eimskipafélagsins. Ekki er stefnt að afskráningu félagsins úr kauphöllinni. 21. október 2020 12:11 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip þar sem segir að hluthafar sem hafi átt samtals 20.175 hluti í félaginu hafi tekið yfirtökutilboði Samherja, eða sem nemur 0,011 prósent hlutafjár í félaginu. Samherji mun því fara með 30,29 prósenta hlut í Eimskip eftir viðskiptin eða 31,32 prósent þegar leiðrétt hafi verið fyrir eigin hlutum líkt og það er orðað í tilkynningu til kauphallar. Í október eignaðist Samherji Holding meira en 30 prósenta hlut í Eimskip. Var félaginu þá skylt samkvæmt lögum að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Yfirtökutilboðið hljóðaði upp á 175 krónur á hvern hlut, jafnhátt hæsta verði sem Samherji Holding hafði greitt fyrir hluti í Eimskip á síðustu sex mánuðum áður en tilboðsskyldan myndaðist. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja Holding.Vísir/Vilhelm Gengi hlutabréfa í Eimskip hefur farið hækkandi undanfarnar vikur og stendur það nú í 229 krónur á hlut. Í takt við væntingar eigenda Samherja Holding Móttökur yfirtökutilboðsins virðast vera í takt við væntingar eigenda Samherja Holding. Þannig sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri félagsins, í samtali við Viðskiptablaðið í október að hann byggist við því að flestir hluthafar myndu ekki taka tilboðinu, líkt og varð raunin. „Það var og verður áfram afstaða Samherja Holding að Eimskip sé vel til þess fallið að vera áfram skráð á almennan hlutabréfamarkað og við bindum vonir við að eiga áfram gott samstarf við aðra hluthafa félagsins,“ er haft eftir Þorsteini Má í tilkynningunni til kauphallar.
Markaðir Sjávarútvegur Skipaflutningar Tengdar fréttir Samherji bætir aftur við sig í Eimskip og gerir yfirtökutilboð Samherji Holding ehf., annar helmingur Samherjasamstæðunnar, hefur á ný eignast meira en 30 prósenta hlut í Eimskipafélagi Íslands og mun félagið gera yfirtökutilboð til allra hluthafa Eimskipafélagsins. Ekki er stefnt að afskráningu félagsins úr kauphöllinni. 21. október 2020 12:11 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Samherji bætir aftur við sig í Eimskip og gerir yfirtökutilboð Samherji Holding ehf., annar helmingur Samherjasamstæðunnar, hefur á ný eignast meira en 30 prósenta hlut í Eimskipafélagi Íslands og mun félagið gera yfirtökutilboð til allra hluthafa Eimskipafélagsins. Ekki er stefnt að afskráningu félagsins úr kauphöllinni. 21. október 2020 12:11