Færeyingar gefa ekki frá sér olíudrauminn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2020 23:36 Borpallurinn West Hercules á Skálafirði í Færeyjum árið 2014. Hann var tekinn í klössun í Rúnavík eftir borun við eyjarnar. Atlantic Supply Base Mikill áhugi fyrir olíuleit í Færeyjum, segir í fyrirsögn Kringvarpsins, þar sem umhverfis- og atvinnumálaráðherra Færeyja, Helgi Abrahamsen, segir engin áform þar um að hætta olíuleit. Tilefnið er ákvörðun danska þingsins í síðustu viku um að veita engin ný leyfi til olíuleitar og að allri olíuvinnslu verði hætt árið 2050. Í viðtalinu segir færeyski ráðherrann að olíunotkun muni halda áfram að aukast í heiminum og það þurfi ekki að vera neikvætt. Olía sem leysi af kolaorku sé liður í grænum orkuskiptum. Þá hafi olíu- og gasfundir Hjaltlandsmegin miðlínunnar við Færeyjar aukið áhuga á færeyska landgrunninu. „Dyrnar standa opnar,“ segir Helgi Abrahamsen og vísar til þess að Jarðfeingi, Orkustofnun þeirra Færeyinga, bjóði upp á „open door“-fyrirkomulag. Það þýðir að olíufélögum er frjálst að sækja um leitarleyfi við Færeyjar hvenær sem er. Í fréttaþætti Kringvarpsins, Dagur og vika, er olíuleitarsaga Færeyinga rakin. Rætt er við Jan Müller, talsmann olíuiðnaðarins í Færeyjum, þar sem hann setur möguleika Færeyinga í samhengi við olíufundi við Hjaltlandseyjar. Þá eru þau Elsa Berg, fulltrúi umhverfissamtakanna Ringrás, og Ben Arabo, stjórnarformaður Atlantic Petroleum, leidd saman í kappræðu um skynsemi þess að halda áfram olíuleit og olíuvinnslu. Færeyingar buðu síðast út olíuleit í fyrra og þá barst engin umsókn, eins og lesa má um í þessari frétt: Síðasta olíuborun í lögsögu Færeyja fór fram árið 2014 sem fjallað var um í þessari frétt á Stöð 2: Færeyjar Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Danmörk Tengdar fréttir Veita engin ný leyfi til olíuleitar Danska þingið samþykkti í gær að veita engin ný leyfi til olíuleitar í Norðursjó. Loftslagsmálaráðherra landsins sagði ákvörðunina sögulega. 4. desember 2020 11:34 Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. 11. september 2020 22:35 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Sjá meira
Tilefnið er ákvörðun danska þingsins í síðustu viku um að veita engin ný leyfi til olíuleitar og að allri olíuvinnslu verði hætt árið 2050. Í viðtalinu segir færeyski ráðherrann að olíunotkun muni halda áfram að aukast í heiminum og það þurfi ekki að vera neikvætt. Olía sem leysi af kolaorku sé liður í grænum orkuskiptum. Þá hafi olíu- og gasfundir Hjaltlandsmegin miðlínunnar við Færeyjar aukið áhuga á færeyska landgrunninu. „Dyrnar standa opnar,“ segir Helgi Abrahamsen og vísar til þess að Jarðfeingi, Orkustofnun þeirra Færeyinga, bjóði upp á „open door“-fyrirkomulag. Það þýðir að olíufélögum er frjálst að sækja um leitarleyfi við Færeyjar hvenær sem er. Í fréttaþætti Kringvarpsins, Dagur og vika, er olíuleitarsaga Færeyinga rakin. Rætt er við Jan Müller, talsmann olíuiðnaðarins í Færeyjum, þar sem hann setur möguleika Færeyinga í samhengi við olíufundi við Hjaltlandseyjar. Þá eru þau Elsa Berg, fulltrúi umhverfissamtakanna Ringrás, og Ben Arabo, stjórnarformaður Atlantic Petroleum, leidd saman í kappræðu um skynsemi þess að halda áfram olíuleit og olíuvinnslu. Færeyingar buðu síðast út olíuleit í fyrra og þá barst engin umsókn, eins og lesa má um í þessari frétt: Síðasta olíuborun í lögsögu Færeyja fór fram árið 2014 sem fjallað var um í þessari frétt á Stöð 2:
Færeyjar Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Danmörk Tengdar fréttir Veita engin ný leyfi til olíuleitar Danska þingið samþykkti í gær að veita engin ný leyfi til olíuleitar í Norðursjó. Loftslagsmálaráðherra landsins sagði ákvörðunina sögulega. 4. desember 2020 11:34 Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. 11. september 2020 22:35 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Sjá meira
Veita engin ný leyfi til olíuleitar Danska þingið samþykkti í gær að veita engin ný leyfi til olíuleitar í Norðursjó. Loftslagsmálaráðherra landsins sagði ákvörðunina sögulega. 4. desember 2020 11:34
Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. 11. september 2020 22:35