Viðskipti erlent

App­le kynnir 93 þúsund króna heyrna­tól

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Nýju heyrnatólin kosta 549 pund, eða um 93 þúsund krónur.
Nýju heyrnatólin kosta 549 pund, eða um 93 þúsund krónur. Apple

Apple kynnti í dag fyrstu heyrnatólin frá fyrirtækinu sem ekki fara inn í eyrun heldur yfir þau. Heyrnatólin verða hljóðeinangruð og þráðlaus og bera heitið AirPods Max. Verð heyrnatólanna hefur vakið nokkra athygli en þau munu kosta 549 pund, eða um 93 þúsund íslenskar krónur.

Samkvæmt kynningunni á heyrnatólunum munu allir bestu eiginleikar AirPods Pro heyrnatólanna verða hluti af þeim nýju en hægt verður að tengja heyrnatólin við önnur tæki með Bluetooth tengingu. Þetta kemur fram hjá The Guardian.

Að sögn Greg Joswiak, markaðsstjóra Apple, munu hljóðgæði heyrnatólanna verða mjög góð og einstök hönnun þeirra gera upplifun notenda þeirra frábæra. Þá verður hægt að nota heyrnatólin í 20 klukkustundir áður en þau þarf að hlaða.

Til þess að hægt sé að nota heyrnatólin þurfa eigendur þeirra að eiga Apple tæki af gerðinni iOS 14.3, iPadOS 14.3 eða MacOS 11 Big Sur eða nýrri tæki. Hægt er að kynna sér þau nánar á heimasíðu Apple.

Netverjar hafa margir gagnrýnt verð nýju heyrnatólanna og einhverjir bent á hve undarlega þau líta út þegar heyrnatólin eru í hulstrinu sem þeim fylgja.


Tengdar fréttir

iPhone 12 boðar nýja upplifun

Tæknilegasta og sterkasta kynslóð farsíma frá Apple er komin á markað, iPhone12. Hún boðar nýja tíma í allri notkun og upplifun notenda með tækni sem hefur ekki áður sést





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
2,68
8
141.079
SKEL
1,55
4
7.123
SVN
0,87
22
159.565
ICESEA
0,58
13
244.896
REITIR
0
5
6.090

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-2,46
5
96.536
VIS
-1,63
7
79.121
LEQ
-1,3
1
113
ICEAIR
-1,03
47
154.630
EIK
-0,88
1
5.600
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.