Hvað eru sérfræðingar í málefnum barna að sýsla? Þorleifur Kr. Níelsson skrifar 8. desember 2020 11:30 Undirritaður hefur starfað að því að sinna fólki í vanda með einum eða öðrum hætti í 20 ár og byggir á sex ára háskólanámi í félagsráðgjöf, fjölskyldumeðferð, handleiðslu auk sáttamiðlunar. Undirritaður starfar sem, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur, sáttamaður og sérfræðingur í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, auk þess að vinnu á viðtalsstofu utan dagvinnu. Undirritaður býr á Akureyri en sinnir þessari þjónustu Sýslumanns, ásamt samstarfsfólki um allt land. Oft er ferðast um langan veg í mismunandi færð og veðri, enda trú á að unnið sé til gagns þar sem að allt landið þarf sömu gæði í þjónustu í þessum málaflokki en skortur er á fagfólki. Undirritaður er oftast einn á ferð í krefjandi aðstæðum enda er það bara í draumheimum að tveir sérfræðingar fari saman um landið og aðstoði hvorn annan við að veita þessa vandasömu þjónustu í flóknum málum. Þó tíðkast þau vinnubrögð í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Undirritaður er einn þeirra sex sáttamanna og sérfræðinga í málefnum barna sem starfa á landsvísu og standa í þeim sporum að miðla málum milli foreldra sem eru ósáttir við hvort annað, sjálfan sig og oft á tíðum kerfið. Þá hefur undirritaður ekki tölu á þeim börnum sem hann hefur rætt við í störfum sínum á vegum Sýslumanns, til að fá fram afstöðu þeirra og sjónarmið af nærgætni og skilningi þegar þau eru aðþrengd í tilfinningaklemmu í þessum erfiðu málum. Undirritaður er einnig í því hlutverki að meta hvort og þá hvaða umgengni eigi að fara fram en þá er um að ræða allra viðkvæmustu, flóknustu og erfiðustu málin, þar sem foreldri óskar eftir ákvörðun annarra um umgengni við barn sitt. Undirritaður sinnir eftirliti með umgengni. Í þeim aðstæðum þarf að fylgjast með hvernig barn umgengst foreldri sitt og grípa inn í þegar þörf krefur og oft á tíðum að hafa hemil á fullorðna fólkinu sem í hlut á. Undirritaður undrast framkomna tillögu til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum. Tillagan var sett var fram á Alþingi af nokkrum þingmönnum þann 6.október sl. Þar virðist eins og flutningsmenn tillögunnar hafi ekki kynnt sér málaflokkinn nema að takmörkuðu leyti, auk þess sem farið er með ýmsar rangfærslur sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum og eru jafnvel fallnar til þess að skaða þá þjónustu sem í boði er. Undirrituðum fallast hendur þegar þingmenn halda því fram að við sem störfum í fjölskyldumálum hjá Sýslumanni höfum ekki tilskilda menntun eða reynslu né kunnum til verka. Fátítt er að slíku sé haldið fram um fagfólk opinberrar þjónustu. Kröftum þessarra þingmanna væri betur varið í að setja fram uppbyggilegar framfarahugmyndir og beita sér fyrir úrbótum í fjársveltri þjónustu, meðal annars með fjölgun stöðugilda og þróun úrræða. Undirritaður hefði viljað sjá dómsmálaráðherra standa við hlið félags-og barnamálaráðherra þegar hann lagði fram frumvarp til laga þann 30. nóvember sl. um tímamótabreytingar um samþættingu þjónustu í þágu barna. Undirritaður tekur þátt í átaksvinnu hjá Sýslumanni sem nú stendur yfir til að stytta biðlista eftir framgangi mála í fjölskyldumálum. Undirritaður telur það ekki eftir sér enda alinn upp við að neita aldrei vinnu og og axla ábyrgð jafnvel í óviðunandi aðstæðum. Undirritaður telur að sjaldan sé tekið á grunnvanda þessa málaflokks. Sem fyrr segir, þarf aukið fjarmagn bæði til að fá fleira fagfólk til að sinna þjónustunni og til að vinna að þróunarverkefnum til fjölbreyttari úrræða. Eins og málum er nú háttað er vaxandi hætta á atgervisflótta frá starfseminni eða kulnun meðal fagfólksins. Undirritaður er sammála því að alltof löng bið sé eftir sáttameðferð og annarri þjónustu í fjölskyldumálum hjá sýslumanni. Við sem stöndum í auga stormsins erum sífellt að leita leiða til að gera betur og ná athygli ráðamanna og þeirra sem stjórna flæði fjármagns til opinberrar þjónustu. Það ætlunarverk gengur illa og oftast er svarað um hæl: „getið þið ekki hlaupið hraðar fyrir sama pening?“ Undirritaður vill hvetja til hugarfarsbreytingar gagnvart fjölskyldumálum hjá Sýslumanni. Stjórnvöld þurfa að gera þessum málaflokki jafn hátt undir höfði og öðrum málaflokkum sem tengjast börnum. Fjölmiðlar þurfa í auknum mæli að fjalla á jákvæðan hátt um þessa þjónustu í stað þess að segja sögur einstaklinga sem telja sig hlunnfarna í kerfinu. Bak við þessa einstaklinga eru börn sem þjást og þurfa vernd. Þau eiga betra skilið en niðurlægjandi umfjöllun í opinberri umræðu. Undirritaður er þeirrar skoðunar að fagfólk sem starfar við fjölskyldumál hjá Sýslumanni geti bætt starfshætti sína líkt og á við um önnur fagleg störf. Til þess að svo megi verða er síst þörf á neikvæðri og órökstuddri gagnrýni frá þingmönnum, heldur öllu frekar stuðningi ábyrgra yfirvalda til að endurskoða starfsrammann og miðla fagfólki þannig aukna hvatningu og meðbyr, til að mæta áskorunum í krefjandi verkefnum í fjölskyldumálum hjá Sýslumanni. Höfundur er sérfræðingur í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Réttindi barna Stjórnsýsla Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur starfað að því að sinna fólki í vanda með einum eða öðrum hætti í 20 ár og byggir á sex ára háskólanámi í félagsráðgjöf, fjölskyldumeðferð, handleiðslu auk sáttamiðlunar. Undirritaður starfar sem, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur, sáttamaður og sérfræðingur í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, auk þess að vinnu á viðtalsstofu utan dagvinnu. Undirritaður býr á Akureyri en sinnir þessari þjónustu Sýslumanns, ásamt samstarfsfólki um allt land. Oft er ferðast um langan veg í mismunandi færð og veðri, enda trú á að unnið sé til gagns þar sem að allt landið þarf sömu gæði í þjónustu í þessum málaflokki en skortur er á fagfólki. Undirritaður er oftast einn á ferð í krefjandi aðstæðum enda er það bara í draumheimum að tveir sérfræðingar fari saman um landið og aðstoði hvorn annan við að veita þessa vandasömu þjónustu í flóknum málum. Þó tíðkast þau vinnubrögð í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Undirritaður er einn þeirra sex sáttamanna og sérfræðinga í málefnum barna sem starfa á landsvísu og standa í þeim sporum að miðla málum milli foreldra sem eru ósáttir við hvort annað, sjálfan sig og oft á tíðum kerfið. Þá hefur undirritaður ekki tölu á þeim börnum sem hann hefur rætt við í störfum sínum á vegum Sýslumanns, til að fá fram afstöðu þeirra og sjónarmið af nærgætni og skilningi þegar þau eru aðþrengd í tilfinningaklemmu í þessum erfiðu málum. Undirritaður er einnig í því hlutverki að meta hvort og þá hvaða umgengni eigi að fara fram en þá er um að ræða allra viðkvæmustu, flóknustu og erfiðustu málin, þar sem foreldri óskar eftir ákvörðun annarra um umgengni við barn sitt. Undirritaður sinnir eftirliti með umgengni. Í þeim aðstæðum þarf að fylgjast með hvernig barn umgengst foreldri sitt og grípa inn í þegar þörf krefur og oft á tíðum að hafa hemil á fullorðna fólkinu sem í hlut á. Undirritaður undrast framkomna tillögu til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum. Tillagan var sett var fram á Alþingi af nokkrum þingmönnum þann 6.október sl. Þar virðist eins og flutningsmenn tillögunnar hafi ekki kynnt sér málaflokkinn nema að takmörkuðu leyti, auk þess sem farið er með ýmsar rangfærslur sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum og eru jafnvel fallnar til þess að skaða þá þjónustu sem í boði er. Undirrituðum fallast hendur þegar þingmenn halda því fram að við sem störfum í fjölskyldumálum hjá Sýslumanni höfum ekki tilskilda menntun eða reynslu né kunnum til verka. Fátítt er að slíku sé haldið fram um fagfólk opinberrar þjónustu. Kröftum þessarra þingmanna væri betur varið í að setja fram uppbyggilegar framfarahugmyndir og beita sér fyrir úrbótum í fjársveltri þjónustu, meðal annars með fjölgun stöðugilda og þróun úrræða. Undirritaður hefði viljað sjá dómsmálaráðherra standa við hlið félags-og barnamálaráðherra þegar hann lagði fram frumvarp til laga þann 30. nóvember sl. um tímamótabreytingar um samþættingu þjónustu í þágu barna. Undirritaður tekur þátt í átaksvinnu hjá Sýslumanni sem nú stendur yfir til að stytta biðlista eftir framgangi mála í fjölskyldumálum. Undirritaður telur það ekki eftir sér enda alinn upp við að neita aldrei vinnu og og axla ábyrgð jafnvel í óviðunandi aðstæðum. Undirritaður telur að sjaldan sé tekið á grunnvanda þessa málaflokks. Sem fyrr segir, þarf aukið fjarmagn bæði til að fá fleira fagfólk til að sinna þjónustunni og til að vinna að þróunarverkefnum til fjölbreyttari úrræða. Eins og málum er nú háttað er vaxandi hætta á atgervisflótta frá starfseminni eða kulnun meðal fagfólksins. Undirritaður er sammála því að alltof löng bið sé eftir sáttameðferð og annarri þjónustu í fjölskyldumálum hjá sýslumanni. Við sem stöndum í auga stormsins erum sífellt að leita leiða til að gera betur og ná athygli ráðamanna og þeirra sem stjórna flæði fjármagns til opinberrar þjónustu. Það ætlunarverk gengur illa og oftast er svarað um hæl: „getið þið ekki hlaupið hraðar fyrir sama pening?“ Undirritaður vill hvetja til hugarfarsbreytingar gagnvart fjölskyldumálum hjá Sýslumanni. Stjórnvöld þurfa að gera þessum málaflokki jafn hátt undir höfði og öðrum málaflokkum sem tengjast börnum. Fjölmiðlar þurfa í auknum mæli að fjalla á jákvæðan hátt um þessa þjónustu í stað þess að segja sögur einstaklinga sem telja sig hlunnfarna í kerfinu. Bak við þessa einstaklinga eru börn sem þjást og þurfa vernd. Þau eiga betra skilið en niðurlægjandi umfjöllun í opinberri umræðu. Undirritaður er þeirrar skoðunar að fagfólk sem starfar við fjölskyldumál hjá Sýslumanni geti bætt starfshætti sína líkt og á við um önnur fagleg störf. Til þess að svo megi verða er síst þörf á neikvæðri og órökstuddri gagnrýni frá þingmönnum, heldur öllu frekar stuðningi ábyrgra yfirvalda til að endurskoða starfsrammann og miðla fagfólki þannig aukna hvatningu og meðbyr, til að mæta áskorunum í krefjandi verkefnum í fjölskyldumálum hjá Sýslumanni. Höfundur er sérfræðingur í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar