54 milljónir í uppsagnarstyrki, endurráða alla og fjárfesta í um 600 bílum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. desember 2020 21:00 Sigfús B. Sigfússon framkvæmdastjóri Bilaleigunnar Hertz. Vísir/Arnar Bílaleigan Hertz ætlar að endurráða alla 66 starfsmenn fyrirtækisins sem var sagt upp í september. Fyrirtækið hefur fengið um 54 milljón króna ríkisstuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnafresti en starfsfólk vann allan uppsagnarfrestinn. Forstjórinn segir bílasölu og langtímaleigu hafa gengið vel og býst við að fjárfest verði í um 600 bílum á næstunni. Bílaleigan Hertz sagði upp öllu starfsfólki sínu í lok september og hefðu uppsagnirnar að óbreyttu tekið gildi um næstu mánaðarmót. Sigfús B. Sigfússon forstjóri Hertz segir það hafa verið varúðarráðstöfun. „Það var erfið ákvörðun að segja öllum upp en við sjáum breytingar og bjartsýni framundan þannig að nú hefst ráðningarferlið aftur,“ segir Sigfús. Hann segir síðustu mánuði hafi skammtímaleiga bíla legið niðri en önnur verkefni gengið vel. „Skammtímaleigan hefur nánast legið niðri en langtímaleiga hefur gengið vel og við höfum selt mikið af notuðum bílum,“ segir hann. Sigfús segir að fyrirtækið hafi nýtt sér ýmis úrræði stjórnvalda vegna Covid-19. „Við höfum nýtt ríkisstyrkina þ.e. uppsagnaúrræðið og það hefur hjálpa okkur gríðarlega í þessu öllu saman. Þá var starfsfólk á hlutabótaleið áður en til uppsagna kom,“ segir hann. Samkvæmt lögum þarf fyrirtæki að hafa orðið fyrir 75% tekjufalli á ákveðni tímabili til að geta nýtt uppsagnastuðning stjórnvalda. Sigrús segir að það eigi við um Hertz. Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri Bílaleigunnar Höldurs segir að fyrirtækið hafi nánast getað haldið öllum starfsmönnum þrátt fyrir erfiða tíma.Vísir Hann er bjartsýnn á framhaldið og áætlar að kaupa fjölmarga nýja bíla á næstunni. „Við ætlum að fjárfest í um 600 bílum, plús mínus tvö hundruð bílum,“ segir hann. Ágætur innanlandsmarkaður í sumar Hertz, áður Bílaleiga Flugleiða hefur samtals fengið um 54 milljónir króna í uppsagnastyrki samkvæmt opinberum lista á Skattinum. Aðrar bílaleigur á listanum eru t.d. AVIS/Budget bílaleigan, CampEasy ehf, Kú Kú Campers ehf., MyCar ehf, Lotus Car Rental, Blue Car Rental, Touring Cars Iceland, Happy Campers ehf, Icerental 4x4 ehf, Motorhome ehf, Kynnisferðir, Berg, Geysir og Ísak. Í gær kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 að aðeins væru fjórar aðra bílaleigur á listanum en eins og kemur fram hér að ofan eru þær fleiri. Það er hlutfallslega lítið en alls voru um 140 bílaleigur í landinu 2018 samkvæmt lista frá Samgöngustofu. 388 fyrirtæki hafa nýtt sér uppsagnaúrræði stjórnvalda og ríkið greitt samtals um 11,2 milljarða króna. Bergþór Karlsson formaður bílaleigunefndar SAF og framkvæmdastjóri Höldurs sagði í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir því hvað fáar bílaleigur hafi nýtt sér úrræðið að innanlandsmarkaður hafi verið ágætur í sumar og önnur verkefni gengið þokkalega. Til að mynda hafi Höldur getað haldið í nánast alla sína 190 starfsmenn og haldið uppsögnum í lágmarki. Bílaleigur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 66 starfsmenn Hertz endurráðnir 66 starfsmenn bílaleigunnar Hertz á Íslandi, sem sagt var upp störfum í haust, verða endurráðnir. 7. desember 2020 07:20 66 manns sagt upp hjá Hertz Öllu starfsfólki bílaleigunnar Hertz á Íslandi var sagt upp fyrir helgi. Var alls um 66 manns að ræða. 29. september 2020 14:14 312 fyrirtæki fengið ríkisstuðning vegna uppsagna starfsfólks Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. 7. október 2020 15:01 Gjaldþrot í ferðaþjónustu færri en óttast var Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að gjaldþrot fyrirtækja í ferðaþjónustu á árinu 2020 verði færri en óttast var í sumar. Þá var vonast til að gjaldþrot fyrirtækja í greininni yrðu ekki fleiri en 30 til 40 prósent af heildarfjölda fyrirtækja en nú sé vonast til að hlutfallið gæti mögulega orðið lægra en svo. 3. desember 2020 07:36 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Bílaleigan Hertz sagði upp öllu starfsfólki sínu í lok september og hefðu uppsagnirnar að óbreyttu tekið gildi um næstu mánaðarmót. Sigfús B. Sigfússon forstjóri Hertz segir það hafa verið varúðarráðstöfun. „Það var erfið ákvörðun að segja öllum upp en við sjáum breytingar og bjartsýni framundan þannig að nú hefst ráðningarferlið aftur,“ segir Sigfús. Hann segir síðustu mánuði hafi skammtímaleiga bíla legið niðri en önnur verkefni gengið vel. „Skammtímaleigan hefur nánast legið niðri en langtímaleiga hefur gengið vel og við höfum selt mikið af notuðum bílum,“ segir hann. Sigfús segir að fyrirtækið hafi nýtt sér ýmis úrræði stjórnvalda vegna Covid-19. „Við höfum nýtt ríkisstyrkina þ.e. uppsagnaúrræðið og það hefur hjálpa okkur gríðarlega í þessu öllu saman. Þá var starfsfólk á hlutabótaleið áður en til uppsagna kom,“ segir hann. Samkvæmt lögum þarf fyrirtæki að hafa orðið fyrir 75% tekjufalli á ákveðni tímabili til að geta nýtt uppsagnastuðning stjórnvalda. Sigrús segir að það eigi við um Hertz. Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri Bílaleigunnar Höldurs segir að fyrirtækið hafi nánast getað haldið öllum starfsmönnum þrátt fyrir erfiða tíma.Vísir Hann er bjartsýnn á framhaldið og áætlar að kaupa fjölmarga nýja bíla á næstunni. „Við ætlum að fjárfest í um 600 bílum, plús mínus tvö hundruð bílum,“ segir hann. Ágætur innanlandsmarkaður í sumar Hertz, áður Bílaleiga Flugleiða hefur samtals fengið um 54 milljónir króna í uppsagnastyrki samkvæmt opinberum lista á Skattinum. Aðrar bílaleigur á listanum eru t.d. AVIS/Budget bílaleigan, CampEasy ehf, Kú Kú Campers ehf., MyCar ehf, Lotus Car Rental, Blue Car Rental, Touring Cars Iceland, Happy Campers ehf, Icerental 4x4 ehf, Motorhome ehf, Kynnisferðir, Berg, Geysir og Ísak. Í gær kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 að aðeins væru fjórar aðra bílaleigur á listanum en eins og kemur fram hér að ofan eru þær fleiri. Það er hlutfallslega lítið en alls voru um 140 bílaleigur í landinu 2018 samkvæmt lista frá Samgöngustofu. 388 fyrirtæki hafa nýtt sér uppsagnaúrræði stjórnvalda og ríkið greitt samtals um 11,2 milljarða króna. Bergþór Karlsson formaður bílaleigunefndar SAF og framkvæmdastjóri Höldurs sagði í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir því hvað fáar bílaleigur hafi nýtt sér úrræðið að innanlandsmarkaður hafi verið ágætur í sumar og önnur verkefni gengið þokkalega. Til að mynda hafi Höldur getað haldið í nánast alla sína 190 starfsmenn og haldið uppsögnum í lágmarki.
Í gær kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 að aðeins væru fjórar aðra bílaleigur á listanum en eins og kemur fram hér að ofan eru þær fleiri.
Bílaleigur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 66 starfsmenn Hertz endurráðnir 66 starfsmenn bílaleigunnar Hertz á Íslandi, sem sagt var upp störfum í haust, verða endurráðnir. 7. desember 2020 07:20 66 manns sagt upp hjá Hertz Öllu starfsfólki bílaleigunnar Hertz á Íslandi var sagt upp fyrir helgi. Var alls um 66 manns að ræða. 29. september 2020 14:14 312 fyrirtæki fengið ríkisstuðning vegna uppsagna starfsfólks Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. 7. október 2020 15:01 Gjaldþrot í ferðaþjónustu færri en óttast var Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að gjaldþrot fyrirtækja í ferðaþjónustu á árinu 2020 verði færri en óttast var í sumar. Þá var vonast til að gjaldþrot fyrirtækja í greininni yrðu ekki fleiri en 30 til 40 prósent af heildarfjölda fyrirtækja en nú sé vonast til að hlutfallið gæti mögulega orðið lægra en svo. 3. desember 2020 07:36 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
66 starfsmenn Hertz endurráðnir 66 starfsmenn bílaleigunnar Hertz á Íslandi, sem sagt var upp störfum í haust, verða endurráðnir. 7. desember 2020 07:20
66 manns sagt upp hjá Hertz Öllu starfsfólki bílaleigunnar Hertz á Íslandi var sagt upp fyrir helgi. Var alls um 66 manns að ræða. 29. september 2020 14:14
312 fyrirtæki fengið ríkisstuðning vegna uppsagna starfsfólks Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. 7. október 2020 15:01
Gjaldþrot í ferðaþjónustu færri en óttast var Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að gjaldþrot fyrirtækja í ferðaþjónustu á árinu 2020 verði færri en óttast var í sumar. Þá var vonast til að gjaldþrot fyrirtækja í greininni yrðu ekki fleiri en 30 til 40 prósent af heildarfjölda fyrirtækja en nú sé vonast til að hlutfallið gæti mögulega orðið lægra en svo. 3. desember 2020 07:36