Þjóðgarður er tækifæri Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. desember 2020 15:15 Við stöndum nú frammi fyrir því einstaka tækifæri að geta komið á þjóðgarði á hálendinu. Unnið hefur verið að málinu árum saman. Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sammæltust um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að á kjörtímabilinu yrði komið á miðhálendisþjóðgarði. Unnið hefur verið að því allt kjörtímabilið og skilaði þverpólitísk nefnd, með fulltrúum allra flokka, af sér tillögum fyrir sléttu ári, í desember 2019. Aðeins fulltrúi Miðflokksins studdi þær ekki. Tækifærin í stofnun þjóðgarðs eru mýmörg. Aðdráttarafl þjóðgarðsins verður mikið, ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu verða innan hans, og það skapar Íslandi sérstöðu, styrkir ímynd þess og dregur að gesti. Þjóðgarður styður við ferðaþjónustu í landinu og byggðir í jaðri hans. Þjóðgarður skapar fjölda starfa í dreifðari byggðum landsins. Sem dæmi má nefna að í Vatnajökulsþjóðgarði voru samtals 34 ársverk fastra starfsmanna haustið 2020, þar af 30 á starfssvæðum þjóðgarðsins en fjögur á höfuðborgarsvæðinu. Þá voru 114 einstaklingar við sumarstörf í þjóðgarðinum sl. sumar, allt störf úti á landsbyggðinni. Þjóðgarður skapar tekjur fyrir nærumhverfi sitt, eins og allar rannsóknir sýna. Þjóðgarður stuðlar að rannsóknum og fræðslu um miðhálendið. Þjóðgarður bætir aðgengi og stuðlar að því að almenningur geti stundað útivist innan hans í sátt við náttúruna. Þjóðgarður tryggir skýra aðkomu hagaðila að þjóðlendum og að stefnumótun svæðisins. Þjóðgarður yrði stærsta framlag Íslands til náttúruverndar í heiminum hingað til. Við, sem stöndum frammi fyrir þessu tækifæri, þurfum að standa undir þeirri ábyrgð að fylgja þeirri góðu stefnumótun sem unnið hefur verið að öll þessi ár. Málið þarf að komast sem fyrst til nefndar og til umsagnar, svo öll þau fjölmörgu sem hafa á því skoðun hafi vettvang til að koma henni á framfæri. Það er bjargföst trú mín að þegar búið er að skilja að allar þær rangfærslur og misskilning sem uppi eru í umræðunni, sé aðeins ein niðurstaða möguleg þeim sem nálgast málið faglega; Hálendisþjóðgarður skapar ótal tækifæri sem vítavert væri að nýta ekki. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Þjóðgarðar Hálendisþjóðgarður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Sjá meira
Við stöndum nú frammi fyrir því einstaka tækifæri að geta komið á þjóðgarði á hálendinu. Unnið hefur verið að málinu árum saman. Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sammæltust um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að á kjörtímabilinu yrði komið á miðhálendisþjóðgarði. Unnið hefur verið að því allt kjörtímabilið og skilaði þverpólitísk nefnd, með fulltrúum allra flokka, af sér tillögum fyrir sléttu ári, í desember 2019. Aðeins fulltrúi Miðflokksins studdi þær ekki. Tækifærin í stofnun þjóðgarðs eru mýmörg. Aðdráttarafl þjóðgarðsins verður mikið, ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu verða innan hans, og það skapar Íslandi sérstöðu, styrkir ímynd þess og dregur að gesti. Þjóðgarður styður við ferðaþjónustu í landinu og byggðir í jaðri hans. Þjóðgarður skapar fjölda starfa í dreifðari byggðum landsins. Sem dæmi má nefna að í Vatnajökulsþjóðgarði voru samtals 34 ársverk fastra starfsmanna haustið 2020, þar af 30 á starfssvæðum þjóðgarðsins en fjögur á höfuðborgarsvæðinu. Þá voru 114 einstaklingar við sumarstörf í þjóðgarðinum sl. sumar, allt störf úti á landsbyggðinni. Þjóðgarður skapar tekjur fyrir nærumhverfi sitt, eins og allar rannsóknir sýna. Þjóðgarður stuðlar að rannsóknum og fræðslu um miðhálendið. Þjóðgarður bætir aðgengi og stuðlar að því að almenningur geti stundað útivist innan hans í sátt við náttúruna. Þjóðgarður tryggir skýra aðkomu hagaðila að þjóðlendum og að stefnumótun svæðisins. Þjóðgarður yrði stærsta framlag Íslands til náttúruverndar í heiminum hingað til. Við, sem stöndum frammi fyrir þessu tækifæri, þurfum að standa undir þeirri ábyrgð að fylgja þeirri góðu stefnumótun sem unnið hefur verið að öll þessi ár. Málið þarf að komast sem fyrst til nefndar og til umsagnar, svo öll þau fjölmörgu sem hafa á því skoðun hafi vettvang til að koma henni á framfæri. Það er bjargföst trú mín að þegar búið er að skilja að allar þær rangfærslur og misskilning sem uppi eru í umræðunni, sé aðeins ein niðurstaða möguleg þeim sem nálgast málið faglega; Hálendisþjóðgarður skapar ótal tækifæri sem vítavert væri að nýta ekki. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun