Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2020 21:11 Hrefna Erlinda Valdemarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Hrefnu, með reyktan regnbogasilung úr eldiskvíum í Önundarfirði. Egill Aðalsteinsson Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. Fiskeldið er helsti vaxtarsproti Vestfjarða um þessar mundir en í kvíum í Önundarfirði er verið að ala regnbogasilung, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Fiskeldisbáturinn Aldan ÍS-47 við kvíar í Önundarfirði. Flateyri í baksýn.Egill Aðalsteinsson Í litlu húsi yst á Flateyrarodda stofnaði ungur Flateyringur Fiskvinnsluna Hrefnu í fyrra. Hún heitir Hrefna Valdemarsdóttir og fullvinnur matvæli úr eldisfiski. „Hérna er reykti laxinn og grafni laxinn úr Dýrafirði frá Arctic. Og svo er það regnboginn úr Önundarfirði, sem ég fæ bara beint hérna inn um dyrnar,“ segir Hrefna um leið og hún sýnir okkur vörurnar, sem eru áframvinnsla úr fiskeldinu. Hún er einnig að þróa nýja vöru sem hún kallar laxgæti, eða sælgæti úr laxi, sem hún segir í líkingu við „beef jerky“. Frá Flateyri við Önundarfjörð.Egill Aðalsteinsson Hún selur matvælin undir vörumerkinu Ísfirðingur. Starfsmennirnir eru orðnir þrír og Hrefna segir söluna ganga ágætlega. „Það virðist vera rosalegur áhugi og salan aðeins aukist, svona miðað við ástandið í dag. Náttúrlega covid hefur áhrif á alla. En ég myndi segja að þetta væri bara rosalega fínt í dag. Við höldum bara áfram að vinna í okkar markaðsmálum til að ná meiru,“ segir Hrefna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Einnig verður rætt við Hrefnu í þættinum Um land allt á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, sem fjallar um Flateyri og Önundarfjörð. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Ísafjarðarbær Fiskeldi Sjávarútvegur Byggðamál Matvælaframleiðsla Um land allt Tengdar fréttir Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45 Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51 Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Fiskeldið er helsti vaxtarsproti Vestfjarða um þessar mundir en í kvíum í Önundarfirði er verið að ala regnbogasilung, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Fiskeldisbáturinn Aldan ÍS-47 við kvíar í Önundarfirði. Flateyri í baksýn.Egill Aðalsteinsson Í litlu húsi yst á Flateyrarodda stofnaði ungur Flateyringur Fiskvinnsluna Hrefnu í fyrra. Hún heitir Hrefna Valdemarsdóttir og fullvinnur matvæli úr eldisfiski. „Hérna er reykti laxinn og grafni laxinn úr Dýrafirði frá Arctic. Og svo er það regnboginn úr Önundarfirði, sem ég fæ bara beint hérna inn um dyrnar,“ segir Hrefna um leið og hún sýnir okkur vörurnar, sem eru áframvinnsla úr fiskeldinu. Hún er einnig að þróa nýja vöru sem hún kallar laxgæti, eða sælgæti úr laxi, sem hún segir í líkingu við „beef jerky“. Frá Flateyri við Önundarfjörð.Egill Aðalsteinsson Hún selur matvælin undir vörumerkinu Ísfirðingur. Starfsmennirnir eru orðnir þrír og Hrefna segir söluna ganga ágætlega. „Það virðist vera rosalegur áhugi og salan aðeins aukist, svona miðað við ástandið í dag. Náttúrlega covid hefur áhrif á alla. En ég myndi segja að þetta væri bara rosalega fínt í dag. Við höldum bara áfram að vinna í okkar markaðsmálum til að ná meiru,“ segir Hrefna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Einnig verður rætt við Hrefnu í þættinum Um land allt á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, sem fjallar um Flateyri og Önundarfjörð. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Ísafjarðarbær Fiskeldi Sjávarútvegur Byggðamál Matvælaframleiðsla Um land allt Tengdar fréttir Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45 Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51 Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45
Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51
Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent