Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2020 23:45 Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf. á Patreksfirði. Egill Aðalsteinsson Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Oddi er langstærsta fyrirtæki Patreksfjarðar og það þriðja stærsta á Vestfjörðum í hefðbundnum sjávarútvegi með um áttatíu manns í vinnu. Það er núna farið að kaupa eldislax, bæði frá Arnarlaxi og Arctic Fish, til frekari vinnslu. Til þessa hafa fiskeldisfyrirtækin selt laxinn að mestu óunninn úr landi en þó slægðan. Frá laxavinnslunni á Patreksfirði.Oddi hf. Laxinn gerist vart ferskari. „Honum er slátrað að morgni. Við flökum hann innan 6-8 tíma frá því honum er slátrað. Síðan er hann fluttur ferskur í veg fyrir skip eða flug," segir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf. Fyrir vikið er þetta eftirsótt matvara, að sögn Skjaldar, sem segir fiskinn flakaðan fyrir dauðastirnun. Í laxaheiminum sé svona vara vinsæl, eins og fyrir sushi-veitingastaði og betri reykhús. Oddi hóf vinnsluna í ágúst. Ekki er unnt að nýta sömu fiskvinnsluvélar og í botnfiski og því voru keypt ný tæki frá Marel. Framkvæmdastjórinn segir áætlað að vinna tvö til þrjú þúsund tonn af laxi á ári. Heimsfaraldurinn hafi hins vegar gert markaði mjög erfiða og sökum þess fari vinnslan hægar af stað. „En við þurfum bara að vera þolinmóð.“ Frá Patreksfjarðarhöfn. Oddi er stærsta fyrirtæki byggðarinnar.Egill Aðalsteinsson Skjöldur segir þetta verða búbót fyrir samfélagið í Vesturbyggð. „Við fjölgum í kringum 10-14 manns að minnsta kosti, þegar allt er komið af stað hjá okkur, að lágmarki. Og með öðrum störfum – við þurfum að reka flutningabíl, við þurfum tæknimann og fleira – þá eru þetta svona 16-18 störf sem skapast við þetta hjá okkur,“ segir framkvæmdastjóri Odda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Oddi er langstærsta fyrirtæki Patreksfjarðar og það þriðja stærsta á Vestfjörðum í hefðbundnum sjávarútvegi með um áttatíu manns í vinnu. Það er núna farið að kaupa eldislax, bæði frá Arnarlaxi og Arctic Fish, til frekari vinnslu. Til þessa hafa fiskeldisfyrirtækin selt laxinn að mestu óunninn úr landi en þó slægðan. Frá laxavinnslunni á Patreksfirði.Oddi hf. Laxinn gerist vart ferskari. „Honum er slátrað að morgni. Við flökum hann innan 6-8 tíma frá því honum er slátrað. Síðan er hann fluttur ferskur í veg fyrir skip eða flug," segir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf. Fyrir vikið er þetta eftirsótt matvara, að sögn Skjaldar, sem segir fiskinn flakaðan fyrir dauðastirnun. Í laxaheiminum sé svona vara vinsæl, eins og fyrir sushi-veitingastaði og betri reykhús. Oddi hóf vinnsluna í ágúst. Ekki er unnt að nýta sömu fiskvinnsluvélar og í botnfiski og því voru keypt ný tæki frá Marel. Framkvæmdastjórinn segir áætlað að vinna tvö til þrjú þúsund tonn af laxi á ári. Heimsfaraldurinn hafi hins vegar gert markaði mjög erfiða og sökum þess fari vinnslan hægar af stað. „En við þurfum bara að vera þolinmóð.“ Frá Patreksfjarðarhöfn. Oddi er stærsta fyrirtæki byggðarinnar.Egill Aðalsteinsson Skjöldur segir þetta verða búbót fyrir samfélagið í Vesturbyggð. „Við fjölgum í kringum 10-14 manns að minnsta kosti, þegar allt er komið af stað hjá okkur, að lágmarki. Og með öðrum störfum – við þurfum að reka flutningabíl, við þurfum tæknimann og fleira – þá eru þetta svona 16-18 störf sem skapast við þetta hjá okkur,“ segir framkvæmdastjóri Odda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira