Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. desember 2020 12:42 Hjónin Erla og Finnbjörn fögnuðu sigrinum í gær. Þau átti ekki von á að dómurinn myndi falla þeim í hag en segja málinu að öllum líkindum ekki lokið. AÐSEND Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs (nú ÍL-sjóðs) ólögmæta í gær og gæti Ríkissjóður því þurft að greiða lántakendum hjá sjóðnum á annan tug milljarða vegna lána sem veitt voru árin 2005-2013. Erla Stefánsdóttir vann sigur í málinu í gær. Hún skellti upp úr þegar fréttamaður spurði hana hvort hún hafi verið sigurviss. „Nei við vorum ekki örugg um að niðurstaðan yrði þessi. Það eru aðrir búnir að fara í þessa vegferð, margir búnir að spyrja spurninga og oft búið að segja nei. Þannig nei við vorum það alls ekki. Ég átti engan vegin von á því að þetta myndi falla með okkur,“ sagði Erla Stefánsdóttir sem hafði mikla trú á sínum lögfræðingi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um málið. Heimild ÍL-sjóðs til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. „Þetta er eina fjármálastofnunin á Íslandi sem er að rukka uppgreiðsluþóknun með þessu tagi. Aðrar eru bara með tvö prósent frá þessum tíma, það er hæsta mögulega uppgreiðslugjald hjá öðrum fjármálastofnunum. Íbúðalánasjóður er einstakt dæmi um innheimtu uppgreiðslufjámuna,“ sagði Erla. Uppgreiðsluþóknun í tilviki Erlu var sextán prósent. Málinu mögulega ekki lokið Hún segir dóminn mikinn sigur fyrir lántakendur. „Þetta eru töluverðar fjárhæðir á mánuði fyrir fólk og þetta skiptir ótrúlega miklu fyrir væntanlega marga.“ Erla segir málinu þó að öllum líkindum ekki lokið. „Mér finnst líklegt að Íbúðalánasjóður muni áfrýja þessu þó ég sé ekki bjartsýn fyrir þeirra hönd. Ég held að það verði erfitt fyrir Landsrétt eða Hæstarétt að hafna þessari niðurstöðu. Ég trúi því. Þetta er spurning um að bíða og vera rólegur,“ sagði Erla. Dómsmál Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs (nú ÍL-sjóðs) ólögmæta í gær og gæti Ríkissjóður því þurft að greiða lántakendum hjá sjóðnum á annan tug milljarða vegna lána sem veitt voru árin 2005-2013. Erla Stefánsdóttir vann sigur í málinu í gær. Hún skellti upp úr þegar fréttamaður spurði hana hvort hún hafi verið sigurviss. „Nei við vorum ekki örugg um að niðurstaðan yrði þessi. Það eru aðrir búnir að fara í þessa vegferð, margir búnir að spyrja spurninga og oft búið að segja nei. Þannig nei við vorum það alls ekki. Ég átti engan vegin von á því að þetta myndi falla með okkur,“ sagði Erla Stefánsdóttir sem hafði mikla trú á sínum lögfræðingi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um málið. Heimild ÍL-sjóðs til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. „Þetta er eina fjármálastofnunin á Íslandi sem er að rukka uppgreiðsluþóknun með þessu tagi. Aðrar eru bara með tvö prósent frá þessum tíma, það er hæsta mögulega uppgreiðslugjald hjá öðrum fjármálastofnunum. Íbúðalánasjóður er einstakt dæmi um innheimtu uppgreiðslufjámuna,“ sagði Erla. Uppgreiðsluþóknun í tilviki Erlu var sextán prósent. Málinu mögulega ekki lokið Hún segir dóminn mikinn sigur fyrir lántakendur. „Þetta eru töluverðar fjárhæðir á mánuði fyrir fólk og þetta skiptir ótrúlega miklu fyrir væntanlega marga.“ Erla segir málinu þó að öllum líkindum ekki lokið. „Mér finnst líklegt að Íbúðalánasjóður muni áfrýja þessu þó ég sé ekki bjartsýn fyrir þeirra hönd. Ég held að það verði erfitt fyrir Landsrétt eða Hæstarétt að hafna þessari niðurstöðu. Ég trúi því. Þetta er spurning um að bíða og vera rólegur,“ sagði Erla.
Dómsmál Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent