Handbolti

Bestur í Danmörku í nóvember

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rúnar Kárason
Rúnar Kárason tophaandbold.dk

Stórskyttan Rúnar Kárason hefur farið mikinn í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta að undanförnu.

Rúnar, sem leikur fyrir Ribe-Esbjerg, var útnefndur besti leikmaður nóvembermánaðar í deildinni en hann hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu, sem er í 12.sæti deildarinnar, þó mörgum stigum frá neðstu liðum en fjórtán lið leika í dönsku úrvalsdeildinni.

Rúnar skoraði samtals 23 mörk í þremur leikjum í nóvember og þess að leggja upp níu mörk.

Hann hefur átt góðu gengi að fagna allt tímabilið og er sjötti markahæsti leikmaður deildarinnar auk þess að vera í fjórða sæti yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×