Sitja uppi með tífaldan málskostnað eftir að hafa neitað að greiða 80 þúsund króna skuld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2020 09:30 Málið má rekja til deilna um skuld vegna tjónaviðgerðar á bílaleigubíl. Vísir/Vilhelm Eignarhaldsfélagið Summus hefur verið dæmt til að greiða tryggingarfélaginu Verði 80 þúsund króna skuld sem félögin tókust á um fyrir dómi. Summus þarf einnig að greiða Verði 800 þúsund krónur í málskostnað, tífalda þá upphæð sem deilt var um. Málið má rekja til þess að Vörður greiddi fyrir viðgerð á bíl í eigu Summus, sem rekur bílaleigu, varð fyrir tjóni. Kostnaður vegna viðgerðarinnar nam 414 þúsund krónum, þar af 80.184 krónur í virðisaukaskatt. Vörður krafði Summus um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum á þeim grundvelli að það væri á virðisaukaskattskrá. Félagið gæti því talið virðisaukaskattinn af viðgerðinni til innskatts hjá sér eftir almennum reglum um frádrátt virðisaukaskatts. Miðað við þessa frádráttarheimild ætti að miða bótafjárhæð við kostnað við viðgerðina án virðisaukaskatts. Þessu vildi Summus ekki una og kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær að innheimtutilraunir Varðar hafi ekki borið árangur. Sögðust aldrei hafa haft fjárhæðina undir höndum Málsvörn Summus byggðist einkum á því að félaginu væri ekki skylt að innskatta virðisaukaskatt sem falli á tryggingarfélagið vegna tjónsviðgerða á bíla sem væru í eigu félagsins, þó svo að það kynni að vera heimilt. Félagið hafi aldrei innskattað höfuðstól kröfunnar, umræddar 80 þúsund krónur, og félagið hafi því aldrei haft undir höndum þá fjárhæð sem tryggingafélagið krafðist. Tryggingarfélagið Vörður hafði betur.Vísir/Vilhelm Í niðurstöðu héraðsdóms segir að tjónþola beri skylda til þess að takmarka tjón sitt. Í því felist að honum beri að gæta þeirra úrræða sem hann eigi rétt á samkvæmt lögum til þess að takmarka tjón sitt. Segir í niðurstöðunni að óumdeilt sé að Summus sé heimilt að telja virðisaukaskatt af viðgerðarkostnaði til innskatts. Taldi dómurinn það ekki hafa þýðingu fyrir úrlausn málsins að félaginu væri ekki skylt að nýta sér þessa heimild. Féllst dómurinn því á það að miða ætti bótafjárhæð við kostnað við viðgerðina án virðisaukaskatts. Summus þarf því að greiða Verði umræddar 80 þúsund krónur auk dráttarvaxta frá 17. ágúst á síðasta ári til greiðsludags. Þá þarf félagið einnig að greiða Verði 800 þúsund krónur í málskostnað vegna málsins, eða um tífalda þá upphæð sem deilt var um. Í fréttinni stóð í fyrstu að um tryggingafélagið Sjóvá hafi verið um að ræða. Það er rangt. Tryggingafélagið sem um ræðir er Vörður. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Stjórn AGS lýsti yfir stuðningi við Georgievu Viðskipti erlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Sjá meira
Málið má rekja til þess að Vörður greiddi fyrir viðgerð á bíl í eigu Summus, sem rekur bílaleigu, varð fyrir tjóni. Kostnaður vegna viðgerðarinnar nam 414 þúsund krónum, þar af 80.184 krónur í virðisaukaskatt. Vörður krafði Summus um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum á þeim grundvelli að það væri á virðisaukaskattskrá. Félagið gæti því talið virðisaukaskattinn af viðgerðinni til innskatts hjá sér eftir almennum reglum um frádrátt virðisaukaskatts. Miðað við þessa frádráttarheimild ætti að miða bótafjárhæð við kostnað við viðgerðina án virðisaukaskatts. Þessu vildi Summus ekki una og kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær að innheimtutilraunir Varðar hafi ekki borið árangur. Sögðust aldrei hafa haft fjárhæðina undir höndum Málsvörn Summus byggðist einkum á því að félaginu væri ekki skylt að innskatta virðisaukaskatt sem falli á tryggingarfélagið vegna tjónsviðgerða á bíla sem væru í eigu félagsins, þó svo að það kynni að vera heimilt. Félagið hafi aldrei innskattað höfuðstól kröfunnar, umræddar 80 þúsund krónur, og félagið hafi því aldrei haft undir höndum þá fjárhæð sem tryggingafélagið krafðist. Tryggingarfélagið Vörður hafði betur.Vísir/Vilhelm Í niðurstöðu héraðsdóms segir að tjónþola beri skylda til þess að takmarka tjón sitt. Í því felist að honum beri að gæta þeirra úrræða sem hann eigi rétt á samkvæmt lögum til þess að takmarka tjón sitt. Segir í niðurstöðunni að óumdeilt sé að Summus sé heimilt að telja virðisaukaskatt af viðgerðarkostnaði til innskatts. Taldi dómurinn það ekki hafa þýðingu fyrir úrlausn málsins að félaginu væri ekki skylt að nýta sér þessa heimild. Féllst dómurinn því á það að miða ætti bótafjárhæð við kostnað við viðgerðina án virðisaukaskatts. Summus þarf því að greiða Verði umræddar 80 þúsund krónur auk dráttarvaxta frá 17. ágúst á síðasta ári til greiðsludags. Þá þarf félagið einnig að greiða Verði 800 þúsund krónur í málskostnað vegna málsins, eða um tífalda þá upphæð sem deilt var um. Í fréttinni stóð í fyrstu að um tryggingafélagið Sjóvá hafi verið um að ræða. Það er rangt. Tryggingafélagið sem um ræðir er Vörður. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Stjórn AGS lýsti yfir stuðningi við Georgievu Viðskipti erlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Sjá meira