Förum ekki í sama farið – byggjum upp heilbrigðari atvinnugrein Drífa Snædal skrifar 4. desember 2020 12:01 Nú er beðið eftir að ferðaþjónustan fari á fullt aftur og greiningardeildirnar hamast við að finna tímasetninguna. Verður það næsta sumar eða ekki fyrr en næsta haust? Hvenær verður hægt að endurræsa ferðaþjónustuna? Í umræðunni liggja væntingar um afturhvarf til þess sem var; góðærisins, gjaldeyristeknanna og hás atvinnustigs. Og vissulega litu efnahagsreikningarnir betur út fyrir ári síðan. En það er eitt sem gleymdist í allri stefnumótun stjórnvalda varðandi ferðaþjónustuna - starfsfólkið. Ferðaþjónustan byggir, umfram margar aðrar greinar, á fjölda starfsfólks, viðmóti þess og þjónustulund. Nú er lag að fara ekki í sama farið heldur endurræsa þessa mikilvægu atvinnugrein á skynsamlegri nótum en áður. Það er ekki náttúrulögmál að ferðaþjónustan sé láglaunaatvinnugrein með ótryggum ráðningarsamböndum og ótrúlegum fjölda kjarasamningsbrota. Alþýðusambandið hefur gefið út árherslur um uppbyggingu ferðaþjónustunnar á nýjum grunni þar sem þess er krafist að hagsmunir launafólks verði einn af hornsteinum starfsins Að í ljósi mikilvægi greinarinnar fyrir íslenskt hagkerfi verði að mynda sátt um bætt kjör og aðbúnað starfsfólks enda verður arðsemi og sjálfbærni ekki náð örðuvísi. Lyfta verður grettistaki í að uppræta bortastarfsemi sem því miður hefur verið allt of tíð í ferðaþjónustunni. Þar ber hæst atvinnuöryggi og að þeir atvinnurekendur sem brjóta á fólki verði gerðir ábyrgir. Nýtum tímann áður en ferðaþjónustan fer á fullt skrið og búum í haginn fyrir ábyrga, mannúðlega og skynsama atvinnugrein. Fyrsta skrefið í því er að leggja áherslu á starfsfólk í allri stefnumótun. Hér má kynna sér áherslur ASÍ um uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Sjá meira
Nú er beðið eftir að ferðaþjónustan fari á fullt aftur og greiningardeildirnar hamast við að finna tímasetninguna. Verður það næsta sumar eða ekki fyrr en næsta haust? Hvenær verður hægt að endurræsa ferðaþjónustuna? Í umræðunni liggja væntingar um afturhvarf til þess sem var; góðærisins, gjaldeyristeknanna og hás atvinnustigs. Og vissulega litu efnahagsreikningarnir betur út fyrir ári síðan. En það er eitt sem gleymdist í allri stefnumótun stjórnvalda varðandi ferðaþjónustuna - starfsfólkið. Ferðaþjónustan byggir, umfram margar aðrar greinar, á fjölda starfsfólks, viðmóti þess og þjónustulund. Nú er lag að fara ekki í sama farið heldur endurræsa þessa mikilvægu atvinnugrein á skynsamlegri nótum en áður. Það er ekki náttúrulögmál að ferðaþjónustan sé láglaunaatvinnugrein með ótryggum ráðningarsamböndum og ótrúlegum fjölda kjarasamningsbrota. Alþýðusambandið hefur gefið út árherslur um uppbyggingu ferðaþjónustunnar á nýjum grunni þar sem þess er krafist að hagsmunir launafólks verði einn af hornsteinum starfsins Að í ljósi mikilvægi greinarinnar fyrir íslenskt hagkerfi verði að mynda sátt um bætt kjör og aðbúnað starfsfólks enda verður arðsemi og sjálfbærni ekki náð örðuvísi. Lyfta verður grettistaki í að uppræta bortastarfsemi sem því miður hefur verið allt of tíð í ferðaþjónustunni. Þar ber hæst atvinnuöryggi og að þeir atvinnurekendur sem brjóta á fólki verði gerðir ábyrgir. Nýtum tímann áður en ferðaþjónustan fer á fullt skrið og búum í haginn fyrir ábyrga, mannúðlega og skynsama atvinnugrein. Fyrsta skrefið í því er að leggja áherslu á starfsfólk í allri stefnumótun. Hér má kynna sér áherslur ASÍ um uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar