Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 – Með fjölskyldur í fyrirrúmi Jón Björn Hákonarson skrifar 4. desember 2020 07:31 Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2021, ásamt þriggja ára áætlun 2021 – 2024, var samþykkt eftir síðari umræðu í bæjarstjórn þann 3.desember. Eins og gefur að skilja liggur alltaf mikil vinna að baki gerðar fjárhagsáætlunar hvers árs og koma þar að bæði starfsmenn og kjörnir fulltrúar sveitarfélagsins og vil ég hér í byrjun þakka þeim góð störf. Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2021 ber þess að vissu leyti merki að Covid-19 faraldurinn, sem tekist hefur verið á við frá upphafi ársins, hefur haft og mun hafa mikil efnahagsleg áhrif á samfélagið allt. Þannig er áætlað að niðurstaða ársins 2020 verði um 150 milljón krónum lakari í rekstri sveitarfélagsins en gert var ráð fyrir. Er þar fyrst og fremst um að ræða kostnaðarauka sem tilkominn er vegna viðbragða sveitarfélagsins við faraldrinum á árinu sem nú er að verða liðið. Stærsti liðurinn var fjölgun sumarstarfa fyrir námsmenn og atvinnulausa, sem tókst afar vel, og skipti sveitarfélagið miklu máli í ýmsum verkefnum á liðnu sumri. Auk þessa þurfti að fara í kaup á ýmsum búnaði til að gera starfsemi sveitarfélagsins mögulega í samkomutakmörkunum, auka sóttvarnir í stofnunum ásamt því að launakostnaður jókst óhjákvæmilega á meðan mestu takmarkanirnar gengu yfir. Engu að síður er það til fyrirmyndar hvernig starfsfólk sveitarfélagsins hefur gengið að sínum störfum í þessu ástandi, og leyst þau af hendi, þrátt fyrir að áskoranirnar hafi verið margar. Færi ég þeim hér með bestu þakkir bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. En vegna þeirrar óvissu sem uppi er í efnahagsmálum var lagt upp með að stíga varlega til jarðar við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2021. Gert er ráð fyrir að hækkun útsvars verði talsvert lægri en spá um almenna launaþróun segir til um og er það gert til að til að borð sé fyrir báru í tekjum sveitarfélagsins. Þá er spá um tekjur hafnarsjóðs varfærin og m.a. ekki gert ráð fyrir loðnuveiðum á árinu 2021, vegna þeirrar óvissu sem uppi er í þeim efnum. Engu að síður tel ég vera ástæðu til bjartsýni miðað við fyrstu niðurstöður úr loðnuleit sem fram hafa farið síðustu daga. Öflugt fjölskyldusamfélag Líkt og undanfarin ár leggur fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar áherslu á að viðhalda, og bæta það öfluga fjölskyldusamfélag sem Fjarðabyggð er. Áfram halda gjöld fyrir skólamáltíðir að lækka og stefna okkar er sú að þær verði gjaldfrjálsar frá og með haustinu 2021. Við erum afar stolt af því aðgjaldskrár leikskóla, frístundaheimila og tónlistarskóla standast mjög vel samanburð við önnur sveitarfélög og eru þær með þeim hagstæðari sem gerast á landinu. Á árinu 2021 verður lokið við innleiðingu á Sprett, en það er verkefni sem fjölskyldusvið Fjarðabyggðar hefur unnið við að undanförnu. Með Spretti verður stoðkerfi fjölskyldusviðs stóreflt þar sem snemmtæk íhlutun er markmiðið með hag barna að leiðarljósi. Með þessu verður utanumhald um þá sem þurfa á aðstoð að halda öflugra og um leið gert ráð fyrir að kostnaður muni lækka til framtíðar. Umfangsmiklar framkvæmdir í þágu fjölskyldna og atvinnulífs Í Fjarðabyggð hefur fólki fjölgað á undanförnum árum og því fylgir aukinn krafa og þörf í framkvæmdum sem snúa að skólum og íþrótta- og æskulýðsmálum. Líkt og verið hefur síðustu ár gerir fjárhagsáætlun ársins 2021 ráð fyrir umtalsverðum fjárfestingum með þetta að leiðarljósi. Þannig er gert ráð fyrir byggingu nýs íþróttahúss á Reyðarfirði en fjármagn til þess verkefnis kemur frá sölu Rafveitu Reyðarfjarðar sem samþykkt var í árslok 2019. Samhliða byggingunni verður einnig farið í viðgerðir á sundlauginni á Reyðarfirði þannig að hún geti þjónað Grunnskóla Reyðarfjarðar sem skólasundlaug. Er þarna um að ræða fjárfestingar í íþróttamannvirkjum á Reyðarfirði fyrir rúmlega 400 milljónir króna. Einnig er gert ráð fyrir að farið verði í framkvæmdir í Félagslundi á Reyðarfirði með það í huga að félagsmiðstöðinni Zveskjan verði flutt þangað, ásamt því sem húsnæðið verði nýtt sem salur fyrir leikskólann Lyngholt. Er þetta í samræmi við stefnu bæjarstjórnar um bætta nýtingu eigna sveitarfélagsins, og verður gaman sjá Félagslund glæðast lífi að nýju. Er þetta í samræmi við þau skref sem stigin hafa verið með fjölnýtingu húsnæðis Egilsbúðar á Norðfirði á þessu ári. Þá verður hafinn vinna við lokahönnun og gerð útboðsgagna vegna stækkunar leikskólans Dalborgar á Eskifirði og munu framkvæmdir hefjast í framhaldi af því. Það verkefni er langþráð, en lengi hefur legið fyrir að húsnæði leikskólans sé of lítið og starfsmannaaðstaða ekki viðundandi. Einnig er gert ráð fyrir fjárfestingu í nýju skjalasafni Fjarðabyggðar sem kemur til með að vera í Lúðvíkshúsi í Neskaupstað, en skjalasafn Fjarðabyggðar hefur hingað til verið vistað í geymslum á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu sem ekki getur gengið til framtíðar. Jafnframt verður Skjala- og myndasafn Norðfjarðar samþætt skjalasafninu sem verið hefur í leiguhúsnæði frá upphafi. Áframhald verður á fjárfestingum í ofanflóðavörnum. Unnið verður áfram við þriðja varnargarðinn á Norðfirði og varnir við Lambeyrará á Eskifirði. Fjarðabyggð hefur lagt á það höfuðáherslu að haldið verðu áfram við gerð ofanflóðavarna í sveitarfélaginu og að þeim verði að fullu lokið á næstu árum. En gott fjölskyldusamfélag mætti sín lítils ef ekki kæmi til hið kraftmikla atvinnulíf sem hér er. Öflugur sjávarútvegur er einn af máttarstólpum atvinnulífsins í Fjarðabyggð og með sanni má segja að Fjarðabyggð sé miðstöð sjávarútvegs á Íslandi. Fjarðabyggðarhafnir hafa á undanförnum árum fjárfest mikið í bættri hafnaðstöðu. Á árinu 2021 er gert ráð fyrir að það haldi áfram og heildarfjárfesting Fjarðabyggðarhafna verði um 450 milljónir króna. Er þar stærst áframhald uppbyggingu á hafnaraðstöðu við nýtt fiskiðjuver og frystigeymslu Eskju á Eskifirði upp á 330 milljónir króna. Samtals nema fjárfestingar A- og B hluta rúmlega 1 milljarði króna sem sýna vel þann kraft og þörf sem er í okkar öfluga sveitarfélagi. Framtíðin er björt! Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar er metnaðarfullt plagg sem sýnir svo ekki verður um villst að Fjarðabyggð er framsækið fjölskyldusamfélag þar sem lögð er áhersla á veita íbúum framúrskarandi þjónustu og um leið að hlúð sé vel að atvinnulífinu. Í heildina er gert ráð fyrir að rekstur A-hluta skili um 40 milljón króna afgangi, sem er jákvæð niðurstaða miðað við þær efnahagslegu aðstæður sem nú eru uppi. En eins og áður verður aðhald í rekstri sveitarfélagsins viðvarandi á næstu árum og áfram verður leitað hagræðingartækifæra og liggja fyrir markmið í þeim efnum sem unnið verður með á næsta ári. Ávallt verður þó haft að leiðarljósi hagur íbúa í slíkri vinnu, um leið og horft er til þess að rekstur sveitarfélagsins sé sem hagstæðastur. Þannig gerum við gott samfélag enn betra. Að lokum vil ég þakka starfsmönnum og kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins kærlega fyrir vel unnin störf í fjárhagsáætlunargerð sem og í öðrum störfum sínum fyrir sveitarfélagið. Ég er þess fullviss að þrátt fyrir að nú syrti í álinn um stund í efnahagsmálum sé framtíð Fjarðabyggðar björt. Með aðventukveðju. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2021, ásamt þriggja ára áætlun 2021 – 2024, var samþykkt eftir síðari umræðu í bæjarstjórn þann 3.desember. Eins og gefur að skilja liggur alltaf mikil vinna að baki gerðar fjárhagsáætlunar hvers árs og koma þar að bæði starfsmenn og kjörnir fulltrúar sveitarfélagsins og vil ég hér í byrjun þakka þeim góð störf. Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2021 ber þess að vissu leyti merki að Covid-19 faraldurinn, sem tekist hefur verið á við frá upphafi ársins, hefur haft og mun hafa mikil efnahagsleg áhrif á samfélagið allt. Þannig er áætlað að niðurstaða ársins 2020 verði um 150 milljón krónum lakari í rekstri sveitarfélagsins en gert var ráð fyrir. Er þar fyrst og fremst um að ræða kostnaðarauka sem tilkominn er vegna viðbragða sveitarfélagsins við faraldrinum á árinu sem nú er að verða liðið. Stærsti liðurinn var fjölgun sumarstarfa fyrir námsmenn og atvinnulausa, sem tókst afar vel, og skipti sveitarfélagið miklu máli í ýmsum verkefnum á liðnu sumri. Auk þessa þurfti að fara í kaup á ýmsum búnaði til að gera starfsemi sveitarfélagsins mögulega í samkomutakmörkunum, auka sóttvarnir í stofnunum ásamt því að launakostnaður jókst óhjákvæmilega á meðan mestu takmarkanirnar gengu yfir. Engu að síður er það til fyrirmyndar hvernig starfsfólk sveitarfélagsins hefur gengið að sínum störfum í þessu ástandi, og leyst þau af hendi, þrátt fyrir að áskoranirnar hafi verið margar. Færi ég þeim hér með bestu þakkir bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. En vegna þeirrar óvissu sem uppi er í efnahagsmálum var lagt upp með að stíga varlega til jarðar við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2021. Gert er ráð fyrir að hækkun útsvars verði talsvert lægri en spá um almenna launaþróun segir til um og er það gert til að til að borð sé fyrir báru í tekjum sveitarfélagsins. Þá er spá um tekjur hafnarsjóðs varfærin og m.a. ekki gert ráð fyrir loðnuveiðum á árinu 2021, vegna þeirrar óvissu sem uppi er í þeim efnum. Engu að síður tel ég vera ástæðu til bjartsýni miðað við fyrstu niðurstöður úr loðnuleit sem fram hafa farið síðustu daga. Öflugt fjölskyldusamfélag Líkt og undanfarin ár leggur fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar áherslu á að viðhalda, og bæta það öfluga fjölskyldusamfélag sem Fjarðabyggð er. Áfram halda gjöld fyrir skólamáltíðir að lækka og stefna okkar er sú að þær verði gjaldfrjálsar frá og með haustinu 2021. Við erum afar stolt af því aðgjaldskrár leikskóla, frístundaheimila og tónlistarskóla standast mjög vel samanburð við önnur sveitarfélög og eru þær með þeim hagstæðari sem gerast á landinu. Á árinu 2021 verður lokið við innleiðingu á Sprett, en það er verkefni sem fjölskyldusvið Fjarðabyggðar hefur unnið við að undanförnu. Með Spretti verður stoðkerfi fjölskyldusviðs stóreflt þar sem snemmtæk íhlutun er markmiðið með hag barna að leiðarljósi. Með þessu verður utanumhald um þá sem þurfa á aðstoð að halda öflugra og um leið gert ráð fyrir að kostnaður muni lækka til framtíðar. Umfangsmiklar framkvæmdir í þágu fjölskyldna og atvinnulífs Í Fjarðabyggð hefur fólki fjölgað á undanförnum árum og því fylgir aukinn krafa og þörf í framkvæmdum sem snúa að skólum og íþrótta- og æskulýðsmálum. Líkt og verið hefur síðustu ár gerir fjárhagsáætlun ársins 2021 ráð fyrir umtalsverðum fjárfestingum með þetta að leiðarljósi. Þannig er gert ráð fyrir byggingu nýs íþróttahúss á Reyðarfirði en fjármagn til þess verkefnis kemur frá sölu Rafveitu Reyðarfjarðar sem samþykkt var í árslok 2019. Samhliða byggingunni verður einnig farið í viðgerðir á sundlauginni á Reyðarfirði þannig að hún geti þjónað Grunnskóla Reyðarfjarðar sem skólasundlaug. Er þarna um að ræða fjárfestingar í íþróttamannvirkjum á Reyðarfirði fyrir rúmlega 400 milljónir króna. Einnig er gert ráð fyrir að farið verði í framkvæmdir í Félagslundi á Reyðarfirði með það í huga að félagsmiðstöðinni Zveskjan verði flutt þangað, ásamt því sem húsnæðið verði nýtt sem salur fyrir leikskólann Lyngholt. Er þetta í samræmi við stefnu bæjarstjórnar um bætta nýtingu eigna sveitarfélagsins, og verður gaman sjá Félagslund glæðast lífi að nýju. Er þetta í samræmi við þau skref sem stigin hafa verið með fjölnýtingu húsnæðis Egilsbúðar á Norðfirði á þessu ári. Þá verður hafinn vinna við lokahönnun og gerð útboðsgagna vegna stækkunar leikskólans Dalborgar á Eskifirði og munu framkvæmdir hefjast í framhaldi af því. Það verkefni er langþráð, en lengi hefur legið fyrir að húsnæði leikskólans sé of lítið og starfsmannaaðstaða ekki viðundandi. Einnig er gert ráð fyrir fjárfestingu í nýju skjalasafni Fjarðabyggðar sem kemur til með að vera í Lúðvíkshúsi í Neskaupstað, en skjalasafn Fjarðabyggðar hefur hingað til verið vistað í geymslum á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu sem ekki getur gengið til framtíðar. Jafnframt verður Skjala- og myndasafn Norðfjarðar samþætt skjalasafninu sem verið hefur í leiguhúsnæði frá upphafi. Áframhald verður á fjárfestingum í ofanflóðavörnum. Unnið verður áfram við þriðja varnargarðinn á Norðfirði og varnir við Lambeyrará á Eskifirði. Fjarðabyggð hefur lagt á það höfuðáherslu að haldið verðu áfram við gerð ofanflóðavarna í sveitarfélaginu og að þeim verði að fullu lokið á næstu árum. En gott fjölskyldusamfélag mætti sín lítils ef ekki kæmi til hið kraftmikla atvinnulíf sem hér er. Öflugur sjávarútvegur er einn af máttarstólpum atvinnulífsins í Fjarðabyggð og með sanni má segja að Fjarðabyggð sé miðstöð sjávarútvegs á Íslandi. Fjarðabyggðarhafnir hafa á undanförnum árum fjárfest mikið í bættri hafnaðstöðu. Á árinu 2021 er gert ráð fyrir að það haldi áfram og heildarfjárfesting Fjarðabyggðarhafna verði um 450 milljónir króna. Er þar stærst áframhald uppbyggingu á hafnaraðstöðu við nýtt fiskiðjuver og frystigeymslu Eskju á Eskifirði upp á 330 milljónir króna. Samtals nema fjárfestingar A- og B hluta rúmlega 1 milljarði króna sem sýna vel þann kraft og þörf sem er í okkar öfluga sveitarfélagi. Framtíðin er björt! Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar er metnaðarfullt plagg sem sýnir svo ekki verður um villst að Fjarðabyggð er framsækið fjölskyldusamfélag þar sem lögð er áhersla á veita íbúum framúrskarandi þjónustu og um leið að hlúð sé vel að atvinnulífinu. Í heildina er gert ráð fyrir að rekstur A-hluta skili um 40 milljón króna afgangi, sem er jákvæð niðurstaða miðað við þær efnahagslegu aðstæður sem nú eru uppi. En eins og áður verður aðhald í rekstri sveitarfélagsins viðvarandi á næstu árum og áfram verður leitað hagræðingartækifæra og liggja fyrir markmið í þeim efnum sem unnið verður með á næsta ári. Ávallt verður þó haft að leiðarljósi hagur íbúa í slíkri vinnu, um leið og horft er til þess að rekstur sveitarfélagsins sé sem hagstæðastur. Þannig gerum við gott samfélag enn betra. Að lokum vil ég þakka starfsmönnum og kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins kærlega fyrir vel unnin störf í fjárhagsáætlunargerð sem og í öðrum störfum sínum fyrir sveitarfélagið. Ég er þess fullviss að þrátt fyrir að nú syrti í álinn um stund í efnahagsmálum sé framtíð Fjarðabyggðar björt. Með aðventukveðju. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar