Lykilatriðin á bak við sykurbrúnaðar kartöflur Stefán Árni Pálsson skrifar 2. desember 2020 11:30 Albert Eiríksson er með kartöflurnar á hreinu fyrir jólin. Í þáttunum Lífið er ljúffengt á Vísi og Stöð 2 Maraþon deila nokkrir af helstu ástríðukokkum landsins litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin. Allt frá klassískum uppstúf, sykurbrúnuðum kartöflum og gljáa á hrygginn yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, Ketó jól, 12 tíma graflax og fleira. Áherslan er sett á stóru smáatriðin sem fullkomna matinn um hátíðirnar. Í fyrsta þættinum fer matgæðingurinn Albert Eiríksson ítarlega yfir það hvernig matreiða skal fullkomnar sykurbrúnaðar kartöflur. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Klippa: Lykilatriðin á bak við sykurbrúnaðar kartöflur Hér að neðan má sjá uppskriftina sjálfa en allir þættirnir 12 eru nú þegar komnir inn á Stöð 2 Maraþon. Sykurbrúnaðar kartöflur 1 kg soðnar kartöflur (ekki forsoðnar, þær eru of vatnsmiklar) 2/3 b sykur 1/3 b púðursykur 2 msk smjör 1/2 tsk salt 1 dl rjómi, sterkt kaffi eða vatn. Flysjið kartöflurnar, best er að sjóða þær og flysja rétt áður en þær eru brúnaðar í sykrinum. Setjið sykur, púðursykur, smjör og salt á pönnu. Brúnið sykurinn og hellið rjómanum (eða kaffinu) út á þegar sykurinn er orðinn fallega brúnn, passið að hann brenni ekki. Hrærið stöðugt í en varlega. Hrærið í þangað til sykurinn hefur samlagast vökvanum, slökkvið undir og látið kartöflurnar varlega saman við (ekki láta kartöflurnar of snemma út í). Veltið þeim í sykurleginum í nokkrar mínútur. Jól Uppskriftir Lífið er ljúffengt Jólamatur Tengdar fréttir Ástríðukokkarnir fá sviðið á Vísi Nokkrir af fremstu ástríðukokkum Íslands deila litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin í nýjum þáttum á Vísi og Stöð 2 Maraþon en þættirnir bera heitir Lífið er ljúffengt. 24. nóvember 2020 14:31 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Áherslan er sett á stóru smáatriðin sem fullkomna matinn um hátíðirnar. Í fyrsta þættinum fer matgæðingurinn Albert Eiríksson ítarlega yfir það hvernig matreiða skal fullkomnar sykurbrúnaðar kartöflur. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Klippa: Lykilatriðin á bak við sykurbrúnaðar kartöflur Hér að neðan má sjá uppskriftina sjálfa en allir þættirnir 12 eru nú þegar komnir inn á Stöð 2 Maraþon. Sykurbrúnaðar kartöflur 1 kg soðnar kartöflur (ekki forsoðnar, þær eru of vatnsmiklar) 2/3 b sykur 1/3 b púðursykur 2 msk smjör 1/2 tsk salt 1 dl rjómi, sterkt kaffi eða vatn. Flysjið kartöflurnar, best er að sjóða þær og flysja rétt áður en þær eru brúnaðar í sykrinum. Setjið sykur, púðursykur, smjör og salt á pönnu. Brúnið sykurinn og hellið rjómanum (eða kaffinu) út á þegar sykurinn er orðinn fallega brúnn, passið að hann brenni ekki. Hrærið stöðugt í en varlega. Hrærið í þangað til sykurinn hefur samlagast vökvanum, slökkvið undir og látið kartöflurnar varlega saman við (ekki láta kartöflurnar of snemma út í). Veltið þeim í sykurleginum í nokkrar mínútur.
Jól Uppskriftir Lífið er ljúffengt Jólamatur Tengdar fréttir Ástríðukokkarnir fá sviðið á Vísi Nokkrir af fremstu ástríðukokkum Íslands deila litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin í nýjum þáttum á Vísi og Stöð 2 Maraþon en þættirnir bera heitir Lífið er ljúffengt. 24. nóvember 2020 14:31 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Ástríðukokkarnir fá sviðið á Vísi Nokkrir af fremstu ástríðukokkum Íslands deila litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin í nýjum þáttum á Vísi og Stöð 2 Maraþon en þættirnir bera heitir Lífið er ljúffengt. 24. nóvember 2020 14:31