Takk Ásmundur Einar! Sæunn Kjartansdóttir skrifar 1. desember 2020 13:30 Starf mitt með ungbörnum og foreldrum undanfarin ár hefur leitt mig á fundi með nokkrum ráðherrum félags- og heilbrigðismála. Tilgangurinn hefur verið að fá liðsinni við málefni ungbarnafjölskyldna í vanda. Það hefur ekki verið hlaupið að því að fá samtal við jafn upptekið fólk en sumir hafa sýnt málefninu áhuga og lagt því mikilvægt lið, til dæmis Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sem tók á síðasta ári ákvörðun um að færa starfsemi Miðstöðvar foreldra og barna til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Margir hafa talið mig skorta skilning á ríkisfjármálum og að allt tal um framtíðarávinning þess að fjárfesta í velferð barna væri falleg hugmynd en óraunhæf. Svo tók Ásmundur Einar Daðason við embætti félags- og barnamálaráðherra. Mér hafði ekki gefist ráðrúm til að panta hjá honum tíma þegar ég var boðuð á fund í félagsmálaráðuneytinu. Þar sagði ráðherra frá sýn sinni á kerfið og hverju þyrfti að breyta. Ég var satt að segja slegin út af laginu vegna þess að mér leið eins og ég hefði skrifað minnisblaðið hans. Og nú er þetta ekki lengur minnisblað heldur fullbúið frumvarp sem byggir á þeirri forsendu að okkur beri ekki einungis siðferðileg skylda til að sjá til þess að kerfið standi betur vörð um velferð barna heldur sé það fjárhagslega arðbært. Ég vil þakka Ásmundi Einari og samstarfsfólki hans fyrir barnvænu byltinguna sem þau nú boða. Úrlausnarefnin verða sjálfsagt ekki einföld í framkvæmd en leiðin er mörkuð. Ég hlakka til að vinna undir formerkjum farsældar barna en verð þó að hnykkja á að ég er enn þeirrar skoðunar að fæðingarorlofsfrumvarpið þarfnist meiri ígrundunar. Höfundur er sálgreinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Börn og uppeldi Sæunn Kjartansdóttir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Starf mitt með ungbörnum og foreldrum undanfarin ár hefur leitt mig á fundi með nokkrum ráðherrum félags- og heilbrigðismála. Tilgangurinn hefur verið að fá liðsinni við málefni ungbarnafjölskyldna í vanda. Það hefur ekki verið hlaupið að því að fá samtal við jafn upptekið fólk en sumir hafa sýnt málefninu áhuga og lagt því mikilvægt lið, til dæmis Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sem tók á síðasta ári ákvörðun um að færa starfsemi Miðstöðvar foreldra og barna til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Margir hafa talið mig skorta skilning á ríkisfjármálum og að allt tal um framtíðarávinning þess að fjárfesta í velferð barna væri falleg hugmynd en óraunhæf. Svo tók Ásmundur Einar Daðason við embætti félags- og barnamálaráðherra. Mér hafði ekki gefist ráðrúm til að panta hjá honum tíma þegar ég var boðuð á fund í félagsmálaráðuneytinu. Þar sagði ráðherra frá sýn sinni á kerfið og hverju þyrfti að breyta. Ég var satt að segja slegin út af laginu vegna þess að mér leið eins og ég hefði skrifað minnisblaðið hans. Og nú er þetta ekki lengur minnisblað heldur fullbúið frumvarp sem byggir á þeirri forsendu að okkur beri ekki einungis siðferðileg skylda til að sjá til þess að kerfið standi betur vörð um velferð barna heldur sé það fjárhagslega arðbært. Ég vil þakka Ásmundi Einari og samstarfsfólki hans fyrir barnvænu byltinguna sem þau nú boða. Úrlausnarefnin verða sjálfsagt ekki einföld í framkvæmd en leiðin er mörkuð. Ég hlakka til að vinna undir formerkjum farsældar barna en verð þó að hnykkja á að ég er enn þeirrar skoðunar að fæðingarorlofsfrumvarpið þarfnist meiri ígrundunar. Höfundur er sálgreinir.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar