Fæðingarorlof – barnamál eða vinnumarkaðsaðgerð? Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 1. desember 2020 07:30 Þar sem ég er áhugasöm um stöðu barnafjölskyldunnar í íslensku samfélagi hef ég fylgst vel með þróun nýja frumvarpsins um fæðingarorlof. Áhugi minn stafar ekki síst af því að ég hef eignast þrjú börn á síðastliðnum sex árum eða frá janúar 2015 til október 2019 og hef því talsverða reynslu af því að taka fæðingarorlof. Þessi reynsla hefur gefið mér innsýn í hugarheim foreldra ungra barna og þarfir þeirra á þessum tíma. Ég tel að nýja frumvarpið skerði frelsi foreldra og sé frekar unnið fyrir vinnumarkaðinn en fjölskyldur. Ég fagna því að fæðingarorlof verði lengt úr 9 í 12 mánuði og er ánægð með að ríkisstjórnin taki svo afgerandi skref fyrir fjölskyldur í landinu. Nýja frumvarpið gefur báðum foreldrum jafnan rétt til fæðingarorlofstöku og þar eru bundnir 6 mánuðir á hvort foreldri með möguleika á að framselja einn mánuð. Ég tel slíka tilhögun of bindandi og á erfitt með að trúa því að svona mikil binding eða kvaðir um skiptingu sé nauðsynleg. Ég tel þetta skerða frelsi foreldra til að ráðstafa sínu orlofi barninu sínu til mestra hagsbóta. Ég tel farsælla fyrir alla aðila að velja leiðina sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt til þar sem hvort foreldrið fær 4 mánuði og geta síðan skipt 4 á milli sín (4-4-4). Eftir mína reynslu að hafa átt þrjú börn á tæpum fimm árum og tekið þrjú fæðingarorlof á síðustu sex árum að þá hefði ég ekki verið tilbúin að fara frá börnunum mínum til vinnu eftir 6 eða 7 mánuði. Að mínu mati hefðu þau heldur ekki verið tilbúin til þess að vera frá mömmu sinni í 8 klst á dag. Ég hef tekið fyrstu 9-10 mánuðina og svo hefur maðurinn minn tekið við af mér. Hann hefur einnig verið í orlofi fyrsta mánuðinn eftir að börnin fæddust. Þetta fyrirkomulag virkar vel fyrir okkur og þetta er það sem við höfum ákveðið í sameiningu. Þetta hefur haft í för með sér tekjutap þar sem ég hef þurft að dreifa mínum 3 mánuðum og okkar sameiginlegu 3 í allt að 9-10 mánuði. Mér finnst það svo dýrmætur tími að ég tel það ekki eftir mér. Það eru hins vegar ekki allir foreldrar sem hafa þetta fjárhagslega val því aðstæður í sumum fjölskyldum bjóða ekki upp á þennan sveigjanleika. Því getur verið að sumar fjölskyldur verði fyrir miklu tekjutapi sem aftur bitnar á börnunum. Sjálfsmynd feðra Ég tel að samfélagið okkar sé komið lengra í jafnrétti en þetta frumvarp gefur í skyn. Í dag þykir það ekki tiltöku mál að feður taki orlof með börnum sínum. Föðurhlutverkið hefur breyst og mótast á síðustu árum og í dag er það hluti af sjálfsmynd feðra að taka fullan þátt í lífi og uppeldi barna sinna. Fæðingarorlof feðra á auðvitað sinn þátt í því en ég tel að það þurfi ekki að ganga lengra með því að auka fastan rétt þeirra. Með þessari skiptingu sem lagt er upp með í frumvarpinu finnst mér einnig verið að gera lítið úr líffræðilegri tengingu móður og barns og þeim tengslum og nánd sem myndast í móðurkviði og á fyrstu mánuðum barnsisns til dæmis í tengslum við brjóstagjöf. Það er gríðarlegt álag að ganga með og fæða barn inn í þennan heim og það tekur mæður mis langan tíma að jafna sig eftir það. Því þarf að gefa mæðrum svigrúm til að ákveða hvenær þær eru tilbúnar að hefja vinnu aftur eftir barnsburð. Er fæðingarorlof vinnumarkaðsaðgerð? Að mínu mati nei – fæðingarorlof er til að stuðla að rétti barna að hljóta ummönnum frá báðum foreldrum á fyrsta ári. Í nýju frumvarpi félags- og barnamálaráðherra sem mótað var af samráðsnefnd sem ráðherra skipaði í eru einungis fulltrúar frá hinu opinbera, ráðuneytum, Vinnumálastofnum og stéttarfélögunum. Sé litið á þessa nefndarskipun er ekki hægt að líta á nýtt frumvarp öðruvísi en sen vinnumarkaðsaðgerð og þá er einungis verið að skoða eina hlið á þessum málaflokki. Ég sakna þess að í samráðsnefndinni sé ekki fulltrúi foreldra (þeir hafa reyndar ekki hagsmunasamtök), ljósmæðra, sálfræðinga og geðlækna sem koma að ummönnum barna og foreldra á fyrstu árum barna. Þá hefðum við getað rætt þetta sem hagsmunamál barnanna okkar. Svo virðist sem aðeins hafi verið skoðaðar rannsóknir sem ýta undir sjónarmið nefndarinnar um að jöfn skipting væri betri. Mikill meirihluti athugasemda í samráðsgáttinni um frumvarpið vildi að frelsi foreldra væri meira. Meðal annars sendi okkar fremsti sálgreinir í tengslamyndum barna og foreldra, Sæunn Kjartansdóttir, inn athugasemd og hefur skrifað greinar þar sem hún segir að það sé börnunum fyrir bestu að foreldrar fái að ráðstafa orlofinu sínu sjálfir. Umboð frá foreldrum eða vinnumarkaðinum? Mér þykir furðulegt að stéttarfélög og samtök kvenna í atvinnulífinu séu að fagna þessu nýja frumvarpi fyrir hönd sinna félagsmanna. Er verið að fagna þessu í umboði félagsmanna eða atvinnurekenda? Sú umræða hefur alveg farið framhjá mér að mæður séu að biðja um að komast fyrr að vinna frá ungabarni sínu. Líklega vegna þess að sú umræða hefur ekki átt sér stað. Frekar hafa mæður jafnt sem feður verið að kalla eftir fleiri mánuðum með börnum sínum. Ég er bæði aðili að BHM og FKA og hef ekki orðið vör við umræðu þeirra við sitt félagsfólk um fæðingarorlof. Ef það eykur eða viðheldur ójafnrétti kynjanna að foreldar taki langt orlof er þá ekki frekar eitthvað að vinnumarkaðskerfinu? Gætu stéttarfélög, félag kvenna í atvinnurekstri og Samtök Iðnaðarins til dæmis unnið að því að að uppræta það innan frá en ekki með því að hvetja hið opinbera til að þvinga fólk til að taka fæðingarorlof innan ramma þessara nýju laga? Þessi sömu hagsmunaaðilar gætu einnig tekið sig saman og gert atvinnu umhverfið á Íslandi fjölskylduvænna í heild sinni því. Það er því þannig að uppeldi og tengsl við báða foreldra er ekki einskorðað við fyrstu 12 mánuðina. Það eru líka allir 216 mánuðurnir (18 ár) sem skipta gríðarlegu máli. Fjölskyldan – minnsti og mikilvægasti vinnustaðurinn Fjölskylda er eining og foreldar eru framkvæmdarstjórar yfir sínu heimili. Foreldar sjá um börnin sín, vernda þau, ala þau upp eftir sínum gildum og eru þeirra málsvarar í samfélaginu. Hvernig eiga þeir að uppfylla þær skyldur ef stjórnvöld skerða svona frelsið til að ákveða sjálf hvernig haga eigi fyrstu 12 mánuðum í lífi barns. Fjölskyldur eru eins mismunandi og þær eru margar og því þykir mér slæmt að verið sé að reyna að steypa þeim öllum í sama mót. Að ofansögðu má ljóst vera að rökin fyrir því að endurskoða þurfi þetta frumvarp eru mörg og hafa snertifleti við ólíka þætti sem ég tel varða allt samfélagið, ekki bara ungar fjölskyldur og börn heldur samélagið allt. Ég treysti því að Velferðanefnd sem hefur frumvarpið núna til umræðu stefni til sín fleiri sérfræðingum í málefnum barna og að frumvarpið komi til baka með breyttum áherslum þar sem foreldrar fá meira frelsi til að ráðstafa fæðingarorlofinu. Treystum foreldrum og leyfum þeim að ráða! Höfundur er þriggja barna móðir með mikla reynslu af fæðingarorlof og umönnun sinna eigin barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Félagsmál Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þar sem ég er áhugasöm um stöðu barnafjölskyldunnar í íslensku samfélagi hef ég fylgst vel með þróun nýja frumvarpsins um fæðingarorlof. Áhugi minn stafar ekki síst af því að ég hef eignast þrjú börn á síðastliðnum sex árum eða frá janúar 2015 til október 2019 og hef því talsverða reynslu af því að taka fæðingarorlof. Þessi reynsla hefur gefið mér innsýn í hugarheim foreldra ungra barna og þarfir þeirra á þessum tíma. Ég tel að nýja frumvarpið skerði frelsi foreldra og sé frekar unnið fyrir vinnumarkaðinn en fjölskyldur. Ég fagna því að fæðingarorlof verði lengt úr 9 í 12 mánuði og er ánægð með að ríkisstjórnin taki svo afgerandi skref fyrir fjölskyldur í landinu. Nýja frumvarpið gefur báðum foreldrum jafnan rétt til fæðingarorlofstöku og þar eru bundnir 6 mánuðir á hvort foreldri með möguleika á að framselja einn mánuð. Ég tel slíka tilhögun of bindandi og á erfitt með að trúa því að svona mikil binding eða kvaðir um skiptingu sé nauðsynleg. Ég tel þetta skerða frelsi foreldra til að ráðstafa sínu orlofi barninu sínu til mestra hagsbóta. Ég tel farsælla fyrir alla aðila að velja leiðina sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt til þar sem hvort foreldrið fær 4 mánuði og geta síðan skipt 4 á milli sín (4-4-4). Eftir mína reynslu að hafa átt þrjú börn á tæpum fimm árum og tekið þrjú fæðingarorlof á síðustu sex árum að þá hefði ég ekki verið tilbúin að fara frá börnunum mínum til vinnu eftir 6 eða 7 mánuði. Að mínu mati hefðu þau heldur ekki verið tilbúin til þess að vera frá mömmu sinni í 8 klst á dag. Ég hef tekið fyrstu 9-10 mánuðina og svo hefur maðurinn minn tekið við af mér. Hann hefur einnig verið í orlofi fyrsta mánuðinn eftir að börnin fæddust. Þetta fyrirkomulag virkar vel fyrir okkur og þetta er það sem við höfum ákveðið í sameiningu. Þetta hefur haft í för með sér tekjutap þar sem ég hef þurft að dreifa mínum 3 mánuðum og okkar sameiginlegu 3 í allt að 9-10 mánuði. Mér finnst það svo dýrmætur tími að ég tel það ekki eftir mér. Það eru hins vegar ekki allir foreldrar sem hafa þetta fjárhagslega val því aðstæður í sumum fjölskyldum bjóða ekki upp á þennan sveigjanleika. Því getur verið að sumar fjölskyldur verði fyrir miklu tekjutapi sem aftur bitnar á börnunum. Sjálfsmynd feðra Ég tel að samfélagið okkar sé komið lengra í jafnrétti en þetta frumvarp gefur í skyn. Í dag þykir það ekki tiltöku mál að feður taki orlof með börnum sínum. Föðurhlutverkið hefur breyst og mótast á síðustu árum og í dag er það hluti af sjálfsmynd feðra að taka fullan þátt í lífi og uppeldi barna sinna. Fæðingarorlof feðra á auðvitað sinn þátt í því en ég tel að það þurfi ekki að ganga lengra með því að auka fastan rétt þeirra. Með þessari skiptingu sem lagt er upp með í frumvarpinu finnst mér einnig verið að gera lítið úr líffræðilegri tengingu móður og barns og þeim tengslum og nánd sem myndast í móðurkviði og á fyrstu mánuðum barnsisns til dæmis í tengslum við brjóstagjöf. Það er gríðarlegt álag að ganga með og fæða barn inn í þennan heim og það tekur mæður mis langan tíma að jafna sig eftir það. Því þarf að gefa mæðrum svigrúm til að ákveða hvenær þær eru tilbúnar að hefja vinnu aftur eftir barnsburð. Er fæðingarorlof vinnumarkaðsaðgerð? Að mínu mati nei – fæðingarorlof er til að stuðla að rétti barna að hljóta ummönnum frá báðum foreldrum á fyrsta ári. Í nýju frumvarpi félags- og barnamálaráðherra sem mótað var af samráðsnefnd sem ráðherra skipaði í eru einungis fulltrúar frá hinu opinbera, ráðuneytum, Vinnumálastofnum og stéttarfélögunum. Sé litið á þessa nefndarskipun er ekki hægt að líta á nýtt frumvarp öðruvísi en sen vinnumarkaðsaðgerð og þá er einungis verið að skoða eina hlið á þessum málaflokki. Ég sakna þess að í samráðsnefndinni sé ekki fulltrúi foreldra (þeir hafa reyndar ekki hagsmunasamtök), ljósmæðra, sálfræðinga og geðlækna sem koma að ummönnum barna og foreldra á fyrstu árum barna. Þá hefðum við getað rætt þetta sem hagsmunamál barnanna okkar. Svo virðist sem aðeins hafi verið skoðaðar rannsóknir sem ýta undir sjónarmið nefndarinnar um að jöfn skipting væri betri. Mikill meirihluti athugasemda í samráðsgáttinni um frumvarpið vildi að frelsi foreldra væri meira. Meðal annars sendi okkar fremsti sálgreinir í tengslamyndum barna og foreldra, Sæunn Kjartansdóttir, inn athugasemd og hefur skrifað greinar þar sem hún segir að það sé börnunum fyrir bestu að foreldrar fái að ráðstafa orlofinu sínu sjálfir. Umboð frá foreldrum eða vinnumarkaðinum? Mér þykir furðulegt að stéttarfélög og samtök kvenna í atvinnulífinu séu að fagna þessu nýja frumvarpi fyrir hönd sinna félagsmanna. Er verið að fagna þessu í umboði félagsmanna eða atvinnurekenda? Sú umræða hefur alveg farið framhjá mér að mæður séu að biðja um að komast fyrr að vinna frá ungabarni sínu. Líklega vegna þess að sú umræða hefur ekki átt sér stað. Frekar hafa mæður jafnt sem feður verið að kalla eftir fleiri mánuðum með börnum sínum. Ég er bæði aðili að BHM og FKA og hef ekki orðið vör við umræðu þeirra við sitt félagsfólk um fæðingarorlof. Ef það eykur eða viðheldur ójafnrétti kynjanna að foreldar taki langt orlof er þá ekki frekar eitthvað að vinnumarkaðskerfinu? Gætu stéttarfélög, félag kvenna í atvinnurekstri og Samtök Iðnaðarins til dæmis unnið að því að að uppræta það innan frá en ekki með því að hvetja hið opinbera til að þvinga fólk til að taka fæðingarorlof innan ramma þessara nýju laga? Þessi sömu hagsmunaaðilar gætu einnig tekið sig saman og gert atvinnu umhverfið á Íslandi fjölskylduvænna í heild sinni því. Það er því þannig að uppeldi og tengsl við báða foreldra er ekki einskorðað við fyrstu 12 mánuðina. Það eru líka allir 216 mánuðurnir (18 ár) sem skipta gríðarlegu máli. Fjölskyldan – minnsti og mikilvægasti vinnustaðurinn Fjölskylda er eining og foreldar eru framkvæmdarstjórar yfir sínu heimili. Foreldar sjá um börnin sín, vernda þau, ala þau upp eftir sínum gildum og eru þeirra málsvarar í samfélaginu. Hvernig eiga þeir að uppfylla þær skyldur ef stjórnvöld skerða svona frelsið til að ákveða sjálf hvernig haga eigi fyrstu 12 mánuðum í lífi barns. Fjölskyldur eru eins mismunandi og þær eru margar og því þykir mér slæmt að verið sé að reyna að steypa þeim öllum í sama mót. Að ofansögðu má ljóst vera að rökin fyrir því að endurskoða þurfi þetta frumvarp eru mörg og hafa snertifleti við ólíka þætti sem ég tel varða allt samfélagið, ekki bara ungar fjölskyldur og börn heldur samélagið allt. Ég treysti því að Velferðanefnd sem hefur frumvarpið núna til umræðu stefni til sín fleiri sérfræðingum í málefnum barna og að frumvarpið komi til baka með breyttum áherslum þar sem foreldrar fá meira frelsi til að ráðstafa fæðingarorlofinu. Treystum foreldrum og leyfum þeim að ráða! Höfundur er þriggja barna móðir með mikla reynslu af fæðingarorlof og umönnun sinna eigin barna.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar