Skoðun

Ályktun frá LFK vegna bleika skattsins!

Landssamband Framsóknarkvenna og Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifa

Landssamband Framsóknarkvenna hvetur stjórnvöld til að hlusta á rödd ungra kvenna um land allt um að afnema „bleika skattinn“.

Skattlagning nauðsynjavara sem helmingur þjóðarinnar þarf að nota er ekki ásættanleg og er mismunun ríkisvalds á þegnum sínum í sinni einföldustu mynd. Fjárhagur heimilanna á ekki að vera valdur því að hluti landsfólks geti ekki nálgast nauðsynjavörur á við tíðavörur þegar á þarf að halda.

LFK hvetur efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að endurskoða afstöðu sína til skattlagningar á tíðavörum og horfa á málið með jafnréttisgleraugum enda starfa þingmenn í þágu alls landsfólks, ekki bara þeirra sem fara ekki á túr.

Hvetur LFK stjórnvöld enn fremur til þess að fylgja Skotum í þessu máli, en nýlega var þar samþykkt frumvarp sem skyldar sveitarfélög til að tryggja öllum þeim sem á þurfa að halda, tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst.

Í það minnsta hvetur LFK stjórnvöld til að gera skólum og öðrum opinberum stofnunum það skylt að bjóða upp á tíðavörur gjaldfrjálst þeim sem þær þurfa að nota".

Fyrir hönd Landssambands Framsóknarkvenna,

Hjördís Guðný Guðmundsdóttir, varaformaður LFK.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×