Aflaverðmæti eykst lítillega á milli ára.Mynd/Egill Aðalsteinsson
Fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins 2020 var heildarafli íslenskra skipa um 797 þúsund tonn. Verðmæti fyrstu sölu afla var tæplega 114,8 milljarðar króna á sama tímabili.
Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar þar sem segir að um þrjú prósent minni afla sé að ræða miðað við sama tímabil í fyrra. Þessi samdráttur skýrist að mestu af samdrætti í kolmunaveiðum.
Aflaverðmæti eykst hins vegar um tvö prósent miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þar af var verðmæti botnfisktegunda fyrstu þrjá ársfjóðrungana rúmir 86 milljarðar króna sem er álíka mikið og var á sama tímabili árið áður.
Afli og verðmæti fyrstu þrjá ársfjórðunga 2005-2020.Hagstofa Íslands
Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi verði 7,5 milljarðar króna á næsta ári. Sjávarútvegsráðherra segir þetta til marks um að veiðigjaldskerfið sé að virka.
Heildarafli íslenskra skipa árið 2019 var 17 prósentum minni en árið 2018 og skýrist samdráttur í aflamagni að mestu af minni uppsjávarafla.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.