Öryggi landsmanna ógnað Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Hafdís Gunnarsdóttir skrifa 27. nóvember 2020 09:01 Það er með öllu óásættanlegt að mannanna verk valdi skertu öryggi íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma og aftakaveður geisar á landinu, veðuraðstæður sem geta gert almennt sjúkraflug ómögulegt, liggur neyðarþjónusta björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar alfarið niðri. Kjaradeila flugvirkja og skipulag í kringum viðhald hefur skapað þær aðstæður að neyðaraðstoð með björgunarþyrlum er einfaldlega ekki í boði. Það mà vissulega vona það besta, að ekki komi til þess að að íbúar landsbyggðarinnar, fólk à faraldsfæti og sjófarendur þurfi ákkúrat þessa tvo sólahringa á bráðaþjónustu björgunarþyrlna að halda sem geta og hafa skipt sköpum og verið lífsspursmál. En við þessar aðstæður er einfaldlega verið að spila rússneska rúllettu með heilsu og öryggi Íslendinga. Slíkt er auðvitað með öllu óboðlegt. Bráðaþjónusta skorin niður á landsbyggðinni Á undanförnum árum hefur bráðaheilbrigðisþjónusta verið markvisst skorin niður á landsbyggðinni en á sama tíma efld í Reykjavík. Þeir einstaklingar sem þurfa sérhæfða bráðaheilbrigðisþjónustu er því vísað í auknum mæli á Landspítala háskólasjúkrahús. Þetta fyrirkomulag hefur kallað á verulega aukningu á sjúkraflugi og hafa björgunarþyrlur sinnt þeim tilfellum þegar veður hamlar för flugvéla. Aðgangur allra að heilbrigðisþjónustu Á sama tíma og veruleg aukning er á sjúkraflutningum af landsbyggðinni eru skipulagsyfirvöld höfuðborgarinnar, aftur mannanna verk, að reyna leynt og ljóst að loka Reykjavíkurflugvelli. Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er lokun flugbrauta í Vatnsmýrinni enn á áætlun og verður þeirri næstu lokað innan 13 mánaða. Reykjavíkurflugvöllur þjónar mikilvægu hlutverki sem miðstöð innanlandsflugs og með uppbyggingu nýs Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut var nauðsyn tilvistar Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri fyrir landsmenn alla fest í sessi. Væri Reykjavíkurflugvelli lokað líkt og vilji borgaryfirvalda stendur til yrði viðbragðstími sjúkraflutninga af landsbyggðinni aukinn verulega og þar með aðgengi íbúa landsbyggðarinnar og ferðalanga að sérhæfðri bráðaheilbrigðisþjónustu skert. Það væri einnig fullkomlega óboðlegt, enda er nýr Landspítali nýtt þjóðarsjúkrahús, sjúkrahús allra landsmanna en ekki bara borgarbúa. Brýn nauðsyn sérhæfðrar sjúkraþyrlu Öryggisleysið sem við búum við þessa daga sýnir okkur svo um munar hversu mikilvægt það er að öryggi íbúa sé ávallt í fyrirrúmi. Það sýnir okkur að við þurfum að læra af reynslunni og koma í veg fyrir að sambærilegar aðstæður komi upp aftur. Því þarf að tryggja sérútbúna sjúkraþyrlu með staðarvakt á Suðurlandi. Slík þyrla hefði margvíslega kosti i för með sér. Bráðaviðbragð fyrir íbúa og ferðafólk á Suðurlandi væri mun öruggara og hraðara og það myndi draga úr álagi á sjúkravélinni sem sinnir öllu sjúkraflugi á landinu frá Akureyri og þannig stytta viðbragðstíma vegna sjúkraflutninga annarra landshluta. Tryggja þarf fjármögnun sjúkraþyrlunnar Í desember á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin tillögu heilbrigðisráðherra sem felur í sér undirbúning tilraunaverkefnis um notkun sérhæfðrar sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu en lítið hefur heyrst af verkefninu síðan. Afar mikilvægt er að fjármögnun sjúkraþyrluverkefnisins verði tryggð og það komi til framkvæmda sem allra fyrst. Staðan í dag minnir okkur jafnframt á mikilvægi staðsetningar Reykjavíkurflugvallar, því áður en við vitum af munu svipaðar aðstæður blasa við okkur varðandi sjúkraflugið. Ríkisvaldið þarf með afgerandi hætti að tryggja að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni fari ekkert, amk. þar til annar sambærilegur eða betri kostur finnst því ef fram heldur sem horfir mun Reykjavíkurborg loka flugvellinum í Vatnsmýri. Samkvæmt lögum eiga allir landsmenn að eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Við skorum á stjórnvöld að bregðast við og tryggja þann lögbundna rétt landsmanna kirfilega svo þessi staða komi aldrei upp aftur. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Hafdís Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landhelgisgæslan Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er með öllu óásættanlegt að mannanna verk valdi skertu öryggi íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma og aftakaveður geisar á landinu, veðuraðstæður sem geta gert almennt sjúkraflug ómögulegt, liggur neyðarþjónusta björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar alfarið niðri. Kjaradeila flugvirkja og skipulag í kringum viðhald hefur skapað þær aðstæður að neyðaraðstoð með björgunarþyrlum er einfaldlega ekki í boði. Það mà vissulega vona það besta, að ekki komi til þess að að íbúar landsbyggðarinnar, fólk à faraldsfæti og sjófarendur þurfi ákkúrat þessa tvo sólahringa á bráðaþjónustu björgunarþyrlna að halda sem geta og hafa skipt sköpum og verið lífsspursmál. En við þessar aðstæður er einfaldlega verið að spila rússneska rúllettu með heilsu og öryggi Íslendinga. Slíkt er auðvitað með öllu óboðlegt. Bráðaþjónusta skorin niður á landsbyggðinni Á undanförnum árum hefur bráðaheilbrigðisþjónusta verið markvisst skorin niður á landsbyggðinni en á sama tíma efld í Reykjavík. Þeir einstaklingar sem þurfa sérhæfða bráðaheilbrigðisþjónustu er því vísað í auknum mæli á Landspítala háskólasjúkrahús. Þetta fyrirkomulag hefur kallað á verulega aukningu á sjúkraflugi og hafa björgunarþyrlur sinnt þeim tilfellum þegar veður hamlar för flugvéla. Aðgangur allra að heilbrigðisþjónustu Á sama tíma og veruleg aukning er á sjúkraflutningum af landsbyggðinni eru skipulagsyfirvöld höfuðborgarinnar, aftur mannanna verk, að reyna leynt og ljóst að loka Reykjavíkurflugvelli. Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er lokun flugbrauta í Vatnsmýrinni enn á áætlun og verður þeirri næstu lokað innan 13 mánaða. Reykjavíkurflugvöllur þjónar mikilvægu hlutverki sem miðstöð innanlandsflugs og með uppbyggingu nýs Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut var nauðsyn tilvistar Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri fyrir landsmenn alla fest í sessi. Væri Reykjavíkurflugvelli lokað líkt og vilji borgaryfirvalda stendur til yrði viðbragðstími sjúkraflutninga af landsbyggðinni aukinn verulega og þar með aðgengi íbúa landsbyggðarinnar og ferðalanga að sérhæfðri bráðaheilbrigðisþjónustu skert. Það væri einnig fullkomlega óboðlegt, enda er nýr Landspítali nýtt þjóðarsjúkrahús, sjúkrahús allra landsmanna en ekki bara borgarbúa. Brýn nauðsyn sérhæfðrar sjúkraþyrlu Öryggisleysið sem við búum við þessa daga sýnir okkur svo um munar hversu mikilvægt það er að öryggi íbúa sé ávallt í fyrirrúmi. Það sýnir okkur að við þurfum að læra af reynslunni og koma í veg fyrir að sambærilegar aðstæður komi upp aftur. Því þarf að tryggja sérútbúna sjúkraþyrlu með staðarvakt á Suðurlandi. Slík þyrla hefði margvíslega kosti i för með sér. Bráðaviðbragð fyrir íbúa og ferðafólk á Suðurlandi væri mun öruggara og hraðara og það myndi draga úr álagi á sjúkravélinni sem sinnir öllu sjúkraflugi á landinu frá Akureyri og þannig stytta viðbragðstíma vegna sjúkraflutninga annarra landshluta. Tryggja þarf fjármögnun sjúkraþyrlunnar Í desember á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin tillögu heilbrigðisráðherra sem felur í sér undirbúning tilraunaverkefnis um notkun sérhæfðrar sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu en lítið hefur heyrst af verkefninu síðan. Afar mikilvægt er að fjármögnun sjúkraþyrluverkefnisins verði tryggð og það komi til framkvæmda sem allra fyrst. Staðan í dag minnir okkur jafnframt á mikilvægi staðsetningar Reykjavíkurflugvallar, því áður en við vitum af munu svipaðar aðstæður blasa við okkur varðandi sjúkraflugið. Ríkisvaldið þarf með afgerandi hætti að tryggja að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni fari ekkert, amk. þar til annar sambærilegur eða betri kostur finnst því ef fram heldur sem horfir mun Reykjavíkurborg loka flugvellinum í Vatnsmýri. Samkvæmt lögum eiga allir landsmenn að eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Við skorum á stjórnvöld að bregðast við og tryggja þann lögbundna rétt landsmanna kirfilega svo þessi staða komi aldrei upp aftur. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Hafdís Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun