Viðskipti innlent

80 milljóna króna gjaldþrot Guðna bakara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jói Fel tók við rekstri á bakaríum á Selfossi og á Hellu fyrir 18 mánuðum síðan.
Jói Fel tók við rekstri á bakaríum á Selfossi og á Hellu fyrir 18 mánuðum síðan. Samsett mynd

Skiptum í þrotabú Guðna bakara sem starfrækt var um árabil við Austurveg á Selfossi er lokið. Samtals var tæplega 80 milljóna kröfum lýst í búið að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag.

Skiptum í þrotabú Guðna bakara sem starfrækt var um árabil við Austurveg á Selfossi er lokið. Samtals var tæplega 80 milljóna kröfum lýst í búið að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag.

Bakaríið var úrskurðað gjaldþrota í ágúst 2019 og Steinunn Erla Kolbeinsdóttir skipuð skiptastjóri. Bakaríið var að helmingi í eigu Jóhannesar Felixsonar. Hann tók einnig þátt í rekstri Kökuvals á Hellu sem hætt var um svipað leyti.

„Bakaríið gekk ekki vegna of mikils kostnaðar og var ákveðið að skella í lás, þar sem það var ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri,“ sagði Jóhannes í samtali við DV í september 2019

Hann lagði áherslu á að rekstur Guðna bakara væri ekki tengdur rekstri Jóa Fel bakaríanna. Jói Fel bakarískeðjan var svo úrskurðuð gjaldþrota á dögunum. Bakarameistarinn keypti eignir þrotabúsins og opnaði tvö bakarí þar sem áður voru bakarí Jóa Fel.

Veðkröfur í þrotabú Guðna bakara voru upp á rúmlega sextán milljónir og forgangskröfur námu 39 milljónum tæpum. Upp í veðkröfur fengust greiddar 1,3 milljónir króna en aðrar kröfur fengust ekki greiddar.

Í fyrri útgáfu stóð í myndatexta við mynd að bakaríið hefði verið starfrækt frá 1972. Það var hins vegar Guðnabakarí. Guðni bakari var hins vegar opnað um áramótin 2018.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
5,57
15
466.479
HAGA
4,03
13
168.408
EIM
3,27
16
820.960
ICEAIR
3,12
91
366.226
SJOVA
2,73
19
125.097

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
0
15
233.274
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.