Píparinn sem skrúfaði ekki fyrir vatnið?! Hjálmar Jónsson skrifar 26. nóvember 2020 16:01 Með fyrirsögninni móðga ég sjálfsagt alla pípara þessa lands og ég bið þá fyrir fram afsökunar. Ég á nefnilega pípara að vini, sem hefur bjargað mér og fleirum mér tengdum í gegnum tíðina. Það hefur komið fyrir að hann hefur stokkið fyrirvaralaust úr verki og ekki einu sinni haft tíma til að kasta á mig kveðju. Þá hefur borið svo við að krani hefur sprungið einhvers staðar og þá er ekki til setunnar boðið. Að sjálfsögðu byrjar hann á því að skrúfa fyrir vatnið áður en hann fer í að þurrka upp bleytuna, en ekki hvað! Getur það verið að hjá Almannavörnum og íslenskum sóttvarnayfirvöldum sé því öðru vísi farið? Það var nefnilega upplýst núna áðan á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis, 26.11.20, að um 4% þeirra sem til landsins koma afþakki að fara í tvöfalda skimun og velji 14 daga sóttkví í staðinn. Og NB 4% í þessu samhengi er risavaxin tala, 0,4% væri of mikið. Það eru sum sé 40 af hverjum 1.000 sem koma óskimaðir til landsins. Ef það eru 10 þúsund farþegar sem komið hafa til landsins frá því aðgerðirnar hófust er fjöldinn 400 manns og 2.000 manns ef 50 þúsund farþegar hafa komið til landsins. Nú veit ég ekki töluna, en förum milliveginn og miðum við 25 þúsund farþega. Þá hafa 1.000 manns komið óskimaðir til landsins á sama tíma og faraldurinn hefur verið í veldisvexti víða í löndunum í kringum okkur. Og, ótrúlegt en satt, á upplýsingafundinum kom einnig fram að félagsleg einkenni þessa hóps hafa ekkert verið skoðuð og liggja ekki fyrir?!!! Ef þetta fólk er, til dæmis, einbúar sem ekki eiga fjölskyldu hvernig aflar það sér matar í 14 daga? Eða ef þetta er einkum ungt fólk, sem veikist minna og er margt hvert einkennalítið eða einkennalaust? Virðir það 14 daga sóttkví, ef það finnur lítil eða engin einkenni? Ef þessar upplýsingar liggja ekki fyrir er engin leið að vita heldur hvaða áhrif ákvörðun heilbrigðisráðherra um að gera skimun gjaldfrjálsa hefur. Mín spá er sú að áhrifin verði lítil sem engin. Það er nokkuð augljóst að það er eitthvað annað en 7.000 króna gjald sem veldur því að fólk velur sóttkví frekar en skimun. Hvernig má það vera að þetta hafi ekki verið skoðað á sama tíma og öllu eðlilegu lífi hér innanlands eru settar sífellt þrengri skorður? Og hver hefur efni á að fara í 14 daga sóttkví og vera frá vinnu allan þann tíma fremur en að fara í 5 daga sóttkví og tvöfalda skimun. Í barnaskap mínum hélt ég að stór þáttur í sóttvörnum væri að skoða félagslegan bakgrunn fólks? Er það ekki lykilatriði þegar til dæmis kynsjúkdómar eru annars vegar? En barnaskapur minn er svo sem vel þekktur; fram að bankahruni taldi ég að bankastjórar væru ekki áhættufíklar. Ég held að svörin við þessum spurningum séu nokkuð augljós. Staða faraldursins er grafalvarleg. Eftir tölur síðustu þriggja daga er augljóst að þrátt fyrir hertar aðgerðir og gríðarlega skerðingu á lífsgæðum alls almennings er faraldurinn í vexti, sennilega örum vexti. Það er augljóst þegar horft er til þess hversu margir eru utan sóttkvíar. Í aðdraganda jóla er óðs manns æði að slaka á, svo einfalt er það. Ef vel ætti að vera þyrfti að herða aðgerðir og sennilega loka verslunarmiðstöðvum, miðað við þær upplýsingar sem komu fram á fundinum í morgun, og öðrum þeim verslunum sem ekki eru með nauðsynjar. Það eru leiðir sem nágrannalönd okkar hafa þurft að fara. Við erum því miður í þeirri stöðu að þurfa áfram að ausa bátinn, land ekki í augsýn og stefnan tekin á haf út! Höfundur er blaðamaður sem hefur of lengi verið í fríi frá blaðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Jónsson Tengdar fréttir Sísýfos - Nokkrar spurningar til sóttvarnarlæknis Hjálmar Jónsson vill fá svör frá sóttvarnalækni við ákveðnum spurningum. 25. nóvember 2020 20:31 Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Með fyrirsögninni móðga ég sjálfsagt alla pípara þessa lands og ég bið þá fyrir fram afsökunar. Ég á nefnilega pípara að vini, sem hefur bjargað mér og fleirum mér tengdum í gegnum tíðina. Það hefur komið fyrir að hann hefur stokkið fyrirvaralaust úr verki og ekki einu sinni haft tíma til að kasta á mig kveðju. Þá hefur borið svo við að krani hefur sprungið einhvers staðar og þá er ekki til setunnar boðið. Að sjálfsögðu byrjar hann á því að skrúfa fyrir vatnið áður en hann fer í að þurrka upp bleytuna, en ekki hvað! Getur það verið að hjá Almannavörnum og íslenskum sóttvarnayfirvöldum sé því öðru vísi farið? Það var nefnilega upplýst núna áðan á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis, 26.11.20, að um 4% þeirra sem til landsins koma afþakki að fara í tvöfalda skimun og velji 14 daga sóttkví í staðinn. Og NB 4% í þessu samhengi er risavaxin tala, 0,4% væri of mikið. Það eru sum sé 40 af hverjum 1.000 sem koma óskimaðir til landsins. Ef það eru 10 þúsund farþegar sem komið hafa til landsins frá því aðgerðirnar hófust er fjöldinn 400 manns og 2.000 manns ef 50 þúsund farþegar hafa komið til landsins. Nú veit ég ekki töluna, en förum milliveginn og miðum við 25 þúsund farþega. Þá hafa 1.000 manns komið óskimaðir til landsins á sama tíma og faraldurinn hefur verið í veldisvexti víða í löndunum í kringum okkur. Og, ótrúlegt en satt, á upplýsingafundinum kom einnig fram að félagsleg einkenni þessa hóps hafa ekkert verið skoðuð og liggja ekki fyrir?!!! Ef þetta fólk er, til dæmis, einbúar sem ekki eiga fjölskyldu hvernig aflar það sér matar í 14 daga? Eða ef þetta er einkum ungt fólk, sem veikist minna og er margt hvert einkennalítið eða einkennalaust? Virðir það 14 daga sóttkví, ef það finnur lítil eða engin einkenni? Ef þessar upplýsingar liggja ekki fyrir er engin leið að vita heldur hvaða áhrif ákvörðun heilbrigðisráðherra um að gera skimun gjaldfrjálsa hefur. Mín spá er sú að áhrifin verði lítil sem engin. Það er nokkuð augljóst að það er eitthvað annað en 7.000 króna gjald sem veldur því að fólk velur sóttkví frekar en skimun. Hvernig má það vera að þetta hafi ekki verið skoðað á sama tíma og öllu eðlilegu lífi hér innanlands eru settar sífellt þrengri skorður? Og hver hefur efni á að fara í 14 daga sóttkví og vera frá vinnu allan þann tíma fremur en að fara í 5 daga sóttkví og tvöfalda skimun. Í barnaskap mínum hélt ég að stór þáttur í sóttvörnum væri að skoða félagslegan bakgrunn fólks? Er það ekki lykilatriði þegar til dæmis kynsjúkdómar eru annars vegar? En barnaskapur minn er svo sem vel þekktur; fram að bankahruni taldi ég að bankastjórar væru ekki áhættufíklar. Ég held að svörin við þessum spurningum séu nokkuð augljós. Staða faraldursins er grafalvarleg. Eftir tölur síðustu þriggja daga er augljóst að þrátt fyrir hertar aðgerðir og gríðarlega skerðingu á lífsgæðum alls almennings er faraldurinn í vexti, sennilega örum vexti. Það er augljóst þegar horft er til þess hversu margir eru utan sóttkvíar. Í aðdraganda jóla er óðs manns æði að slaka á, svo einfalt er það. Ef vel ætti að vera þyrfti að herða aðgerðir og sennilega loka verslunarmiðstöðvum, miðað við þær upplýsingar sem komu fram á fundinum í morgun, og öðrum þeim verslunum sem ekki eru með nauðsynjar. Það eru leiðir sem nágrannalönd okkar hafa þurft að fara. Við erum því miður í þeirri stöðu að þurfa áfram að ausa bátinn, land ekki í augsýn og stefnan tekin á haf út! Höfundur er blaðamaður sem hefur of lengi verið í fríi frá blaðamennsku.
Sísýfos - Nokkrar spurningar til sóttvarnarlæknis Hjálmar Jónsson vill fá svör frá sóttvarnalækni við ákveðnum spurningum. 25. nóvember 2020 20:31
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun