Röð tilviljana leiddi Þröst óvart inn á heimabanka ókunnugrar konu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 15:24 Þröstur lenti inn á heimabanka Ingu Steinu Sædísardóttur, ungrar konu frá Akureyri. Aðsend/Vilhelm Þröstur Þorsteinsson rak upp stór augu í sumar þegar hann hugðist skrá sig inn á heimabanka sinn en lenti, að því er virðist án vandkvæða, inn á heimabanka ókunnugrar konu. Röð tilviljana virðist hafa leitt Þröst inn á reikninginn; þar á meðal símanúmer sem var vitlaust slegið inn og móðir sem umhugað er um fjármál dóttur sinnar. „Ég taldi mig hafa sett símanúmerið mitt og fékk beiðni um rafrænu skilríkin í símann hjá mér. Ég svara því og set tölurnar mínar þar. Svo biður appið mig um fjórar öryggistölur sem ég er með og ég slæ þær inn og þá kemur þessi stelpa upp,“ segir Þröstur í samtali við Vísi. Hann minnist þess ekki að innskráningin hafi verið óvenjuleg á neinn hátt, allt hafi komið upp eins og venjulega. Hann kveðst hafa sett sig í samband við bankann, sem hafi gefið þau svör að konan sjálf virtist hafa samþykkt innskráninguna. Símanúmerin lík og samþykki á hinni línunni Þá gagnrýnir Þröstur að ekki sé hægt að loka alveg á aðgang að reikningum í gegnum smáforrit bankans. „Ég eyddi appinu úr símanum og fór svo í gegnum tölvuna inn á heimabankann en þurfti að setja appið aftur inn. Þetta hefur ekki gerst aftur en ef ég vil loka fyrir aðgang gegnum app þá finnst mér að ég eigi að geta það,“ segir Þröstur. Fram kemur í skriflegu svari Íslandsbanka við fyrirspurn Vísis að málið hafi verið sett í hæsta forgang þegar það kom upp. Í ljós hafi komið að viðkomandi viðskiptavinur, þ.e. Þröstur, hafi slegið inn rangt símanúmer, en þó afar líkt sínu eigin, í rafrænni auðkenningu. Eigandi þess númers hafi svo staðfest innskráninguna. „Þannig komst viðskiptavinur inn í upplýsingar hjá öðrum viðskiptavin,“ segir í svari Íslandsbanka. Mæðgurnar bættu við símtali Inga Steina Sædísardóttir, unga konan sem á reikninginn sem um ræðir, hafði ekki heyrt af málinu þegar Vísir náði tali af henni í dag. Þegar bornar voru undir hana skýringar bankans taldi hún þær þó sennilegar – hún hefði oft veitt móður sinni aðgang að heimabankanum sínum með þessum hætti þar sem sú síðarnefnda aðstoðaði hana gjarnan með fjármál. Í sumar hafi hún fengið slíka beiðni en síðar komið í ljós að þar var mamma hennar ekki að verki. „En ég spáði svo ekkert meira í því svo sem,“ segir Inga. Þær mæðgur hafi þó gert varúðarráðstafanir í kjölfar málsins. „Í framhaldinu, þar sem móðir mín kannaðist ekki við að hafa verið að fara inn á bankann, ákváðum við að hún léti mig ávallt vita símleiðis ef hún þyrfti að fara inn á reikninginn fyrir mig þar sem við könnuðumst ekki við virknina.“ Neytendur Íslenskir bankar Netöryggi Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Röð tilviljana virðist hafa leitt Þröst inn á reikninginn; þar á meðal símanúmer sem var vitlaust slegið inn og móðir sem umhugað er um fjármál dóttur sinnar. „Ég taldi mig hafa sett símanúmerið mitt og fékk beiðni um rafrænu skilríkin í símann hjá mér. Ég svara því og set tölurnar mínar þar. Svo biður appið mig um fjórar öryggistölur sem ég er með og ég slæ þær inn og þá kemur þessi stelpa upp,“ segir Þröstur í samtali við Vísi. Hann minnist þess ekki að innskráningin hafi verið óvenjuleg á neinn hátt, allt hafi komið upp eins og venjulega. Hann kveðst hafa sett sig í samband við bankann, sem hafi gefið þau svör að konan sjálf virtist hafa samþykkt innskráninguna. Símanúmerin lík og samþykki á hinni línunni Þá gagnrýnir Þröstur að ekki sé hægt að loka alveg á aðgang að reikningum í gegnum smáforrit bankans. „Ég eyddi appinu úr símanum og fór svo í gegnum tölvuna inn á heimabankann en þurfti að setja appið aftur inn. Þetta hefur ekki gerst aftur en ef ég vil loka fyrir aðgang gegnum app þá finnst mér að ég eigi að geta það,“ segir Þröstur. Fram kemur í skriflegu svari Íslandsbanka við fyrirspurn Vísis að málið hafi verið sett í hæsta forgang þegar það kom upp. Í ljós hafi komið að viðkomandi viðskiptavinur, þ.e. Þröstur, hafi slegið inn rangt símanúmer, en þó afar líkt sínu eigin, í rafrænni auðkenningu. Eigandi þess númers hafi svo staðfest innskráninguna. „Þannig komst viðskiptavinur inn í upplýsingar hjá öðrum viðskiptavin,“ segir í svari Íslandsbanka. Mæðgurnar bættu við símtali Inga Steina Sædísardóttir, unga konan sem á reikninginn sem um ræðir, hafði ekki heyrt af málinu þegar Vísir náði tali af henni í dag. Þegar bornar voru undir hana skýringar bankans taldi hún þær þó sennilegar – hún hefði oft veitt móður sinni aðgang að heimabankanum sínum með þessum hætti þar sem sú síðarnefnda aðstoðaði hana gjarnan með fjármál. Í sumar hafi hún fengið slíka beiðni en síðar komið í ljós að þar var mamma hennar ekki að verki. „En ég spáði svo ekkert meira í því svo sem,“ segir Inga. Þær mæðgur hafi þó gert varúðarráðstafanir í kjölfar málsins. „Í framhaldinu, þar sem móðir mín kannaðist ekki við að hafa verið að fara inn á bankann, ákváðum við að hún léti mig ávallt vita símleiðis ef hún þyrfti að fara inn á reikninginn fyrir mig þar sem við könnuðumst ekki við virknina.“
Neytendur Íslenskir bankar Netöryggi Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira