Saga Tryggva eiginlega sama sagan og í myndinni „The Air Up There“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 14:01 Tryggvi Snær Hlinason við Svartárvatn rétt frá æskuheimili sínu í Bárðardalnum. Skjámynd/S2 Tryggvi Snær Hlinason verður í eldlínunni á morgun þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar á móti Lúxemborg í forkeppni fyrir HM 202. Á dögunum sýndi sjónvarpsmaðurinn Kristján Már Unnarsson þátt sinn „Um land allt“ þar sem hann heimsótti íslenska landsliðsmiðherjann á sínar heimaslóðir í Svartárkoti i Bárðardal sem er næsthæsta byggða ból landsins. Domino´s Körfuboltakvöld fékk að sýna frá viðtalinu við Tryggva Snæ í þættinum og þá sérstaklega þegar kappinn talaði um helstu leikstaði sína í æskunni. Kristján Már hitti Tryggva þar sem hann var í stuttu sumarfríi frá atvinnumennskunni á Spáni. Hann spurði Tryggvi hvar honum hafi fundist skemmtilegast að leika sér í æsku. Tryggvi sýndi Kristjáni þá Svartárvatn og lónið við útfall þess í Svartá. „Vatnið var leikvöllurinn og það eru margar sögur af þessu vatni,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason við Kristján Már Unnarsson. „Ég nota hvert tækifæri til að fara í vatnið og maður hefur oft lent í því að detta. Bara í gær var ég að leika mér aðeins og hrundi ofan í vatnið. Þau dóu úr hlátri sem voru í bátnum. Það er bara gaman af því og minningarnar frá þessu vatni eru endalausar,“ sagði Tryggvi Snær. „Það er mjög mikið sport að hoppa hér fram af brúnni og synda undir hana og í land hérna megin,“ sagði Tryggvi. Kjartan Atli Kjartansson tók við boltanum eftir innslagið og ræddi Tryggva við sérfræðinga sína í þættinum sem voru þeir Teitur Örlygsson og Hermann Hauksson. „Þetta minnir mig á mynd. Munið eftir myndinni ‚The Air Up There' með Kevin Bacon þegar hann fann einhvern leikmann í Afríku. Þetta er eiginlega saman sagan nema hún er á Norðurlandi,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. Kjartan Atli, Hermann og Teitur fóru síðan betur yfir sögu Tryggva sem má sjá í innslaginu hér fyrir neðan. Andstæðingar íslenska landsliðsins hafa sérstakar áhyggjur af Tryggvi Snæ Hlinasyni fyrir leikina tvo í þessari undankeppni enda var hann frábær í leikjum liðsins í febrúar. Tryggvi Snær var þá með 21,0 stig, 14,5 fráköst og 5,5 varin skot á meðaltali í tveimur leikjum íslenska liðsins á móti Slóvakíu og Kósóvó. Hér fyrir neðan má sjá myndbrotið úr þættinum um Tryggva sem og umræðuna um kappann í Körfuboltakvöldinu. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Heimsókn til Tryggva í Svartárkot Körfubolti Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason verður í eldlínunni á morgun þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar á móti Lúxemborg í forkeppni fyrir HM 202. Á dögunum sýndi sjónvarpsmaðurinn Kristján Már Unnarsson þátt sinn „Um land allt“ þar sem hann heimsótti íslenska landsliðsmiðherjann á sínar heimaslóðir í Svartárkoti i Bárðardal sem er næsthæsta byggða ból landsins. Domino´s Körfuboltakvöld fékk að sýna frá viðtalinu við Tryggva Snæ í þættinum og þá sérstaklega þegar kappinn talaði um helstu leikstaði sína í æskunni. Kristján Már hitti Tryggva þar sem hann var í stuttu sumarfríi frá atvinnumennskunni á Spáni. Hann spurði Tryggvi hvar honum hafi fundist skemmtilegast að leika sér í æsku. Tryggvi sýndi Kristjáni þá Svartárvatn og lónið við útfall þess í Svartá. „Vatnið var leikvöllurinn og það eru margar sögur af þessu vatni,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason við Kristján Már Unnarsson. „Ég nota hvert tækifæri til að fara í vatnið og maður hefur oft lent í því að detta. Bara í gær var ég að leika mér aðeins og hrundi ofan í vatnið. Þau dóu úr hlátri sem voru í bátnum. Það er bara gaman af því og minningarnar frá þessu vatni eru endalausar,“ sagði Tryggvi Snær. „Það er mjög mikið sport að hoppa hér fram af brúnni og synda undir hana og í land hérna megin,“ sagði Tryggvi. Kjartan Atli Kjartansson tók við boltanum eftir innslagið og ræddi Tryggva við sérfræðinga sína í þættinum sem voru þeir Teitur Örlygsson og Hermann Hauksson. „Þetta minnir mig á mynd. Munið eftir myndinni ‚The Air Up There' með Kevin Bacon þegar hann fann einhvern leikmann í Afríku. Þetta er eiginlega saman sagan nema hún er á Norðurlandi,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. Kjartan Atli, Hermann og Teitur fóru síðan betur yfir sögu Tryggva sem má sjá í innslaginu hér fyrir neðan. Andstæðingar íslenska landsliðsins hafa sérstakar áhyggjur af Tryggvi Snæ Hlinasyni fyrir leikina tvo í þessari undankeppni enda var hann frábær í leikjum liðsins í febrúar. Tryggvi Snær var þá með 21,0 stig, 14,5 fráköst og 5,5 varin skot á meðaltali í tveimur leikjum íslenska liðsins á móti Slóvakíu og Kósóvó. Hér fyrir neðan má sjá myndbrotið úr þættinum um Tryggva sem og umræðuna um kappann í Körfuboltakvöldinu. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Heimsókn til Tryggva í Svartárkot
Körfubolti Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira