Handbolti

Ómar með stórleik í svekkjandi tapi gegn Aroni og félögum

Ísak Hallmundarson skrifar
Ómar stendur sig vel.
Ómar stendur sig vel. getty/Ronny Hartmann

Ómar Ingi Magnússon átti stórgóðan leik fyrir þýska liðið Magdeburg þegar liðið mætti Alingsas í Svíþjóð í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. 

Ómar skoraði átta mörk og gaf þrjár stoðsendingar í 30-29 tapi. Gísli Þorgeir Kristjánsson spilaði ekki með Magdeburg í kvöld.

Aron Dagur Pálsson átti fínan leik fyrir Alingsas, en hann skoraði þrjú mörk og gaf fjórar stoðsendingar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.