Tónlist

Daði og Gagna­magnið á lista Time yfir bestu lög ársins

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Daði og Gagnamagnið hafa verið að gera góða hluti.
Daði og Gagnamagnið hafa verið að gera góða hluti.

Tímaritið Time hefur tekið saman lista yfir bestu lög ársins 2020. Meðal laga sem komast á listann, nánar til tekið í 6. sæti, er lagið Think About Things með Daða og Gagnamagninu, sem átti að vera framlag Íslands í Eurovision í ár. Keppnin var þó blásin af vegna kórónuveirufaraldursins en Daði og Gagnamagnið taka þátt fyrir Íslands hönd á næsta ári með nýtt lag.

Hér að neðan má hlusta á lagið og sjá tónlistarmyndbandið, en það hefur fengið yfir 21 milljón spilana á YouTube.

Í lýsingu Times á laginu segir að lagið sé „í senn taktfast og framtíðarlegt.“

„Hlý, ástrík sneið af rafpoppi, með laumulegum hljómagangi, grípandi viðlagi og magnaðri bassalínu,“ segir Time meðal annars um lagið.

Daði hefur sjálfur birt viðbrögð sín á valinu á Twitter:

Meðal annarra laga sem finna má á listanum eru WAP með Cardi B og Megan Thee Stallion, People I‘ve Been Sad með Christine and the Queens og Good News með Mac Miller.

Hér má nálgast lista Time yfir bestu lög ársins 2020.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.