Handbolti

Nýja heimahöll handboltalandsliðsins verður á Ásvöllum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
ísland vann Litháen í eina heimaleik liðsins sem verður spilaður í Laugardalshöll.
ísland vann Litháen í eina heimaleik liðsins sem verður spilaður í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun eiga sér samastað á Ásvöllum á meðan verið er að laga gólfið í Laugardalshöllinni.

Handknattleikssamband Íslands fékk í dag staðfestingu frá því að evrópska handboltasambandið hafi samþykkt undanþágu íslenska sambandsins.

EHF samþykkti undanþágu vegna Ásvalla sem keppnishús fyrir landsleiki Íslands á meðan Laugardalshöllin er lokuð vegna viðgerða.

A-landslið kvenna hefur spilað sína síðustu þrjá heimaleiki á Ásvöllum og mun A-landslið karla færa sína leiki þangað og má búast við því að hið minnsta heimaleikir strákana okkar í janúar og mars verði spilaðir í Hafnarfirði.

HSÍ þakkar Haukum fyrir að bregðast vel við beiðni sambandsins um að leikir landsliðsins færist á Ásvelli.

HSÍ barst í dag staðfesting á því að EHF hefði samþykkt undanþágu vegna Ásvalla sem keppnishús fyrir landsleiki Íslands...

Posted by HSÍ - Handknattleikssamband Íslands on Mánudagur, 23. nóvember 2020Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.