Handbolti

Aron skoraði eitt í enn einum risasigrinum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aron Pálmarsson Barcelona.jfif

Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona þurfa ekki að hafa mikið fyrir hlutunum í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Í dag var það lið Cuenca sem lág í valnum þegar það heimsótti Katalóniustórveldið í Barcelona en strax var ljóst í hvað stefndi þar sem Barcelona hafði þrettán marka forystu í leikhléi, 22-9.

Fór að lokum svo að Barcelona vann tólf marka sigur, 38-26.

Aron skoraði eitt mark í leiknum en markahæstur var Alex García með sjö mörk og næstur á eftir honum Jure Dolenec með sex mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.