Leikjavísir

Bein útsending: Steindi og félagar spila inn í nóttina

Samúel Karl Ólason skrifar
Steindi og félagar. Þátturinn Rauðvín og klakar er sýndur á Stöð 2 Esport
Steindi og félagar. Þátturinn Rauðvín og klakar er sýndur á Stöð 2 Esport

Þættirnir „Rauðvín og klakar“ snúa aftur á Stöð 2 Esport klukkan 21:00 í kvöld en þar spilar Steinþór Hróar Steinþórsson tölvuleiki með vinum sínum og drekkur eina rauðvínsflösku með.

Áhorfendur geta fylgst með í gegnum Stöð 2 Esport og einnig hér á Vísi og Twitch.

Klippa: Rauðvín og klakar

Streymi Steinda og félaga á Twitch er stærsta íslenska leikjarstreymið landsins og lofa þeir félagar flugeldasýningu öll fimmtudagskvöld kl 21 í haust. Steindi hvetur fólk til þess að ekki bara fylgjast með heldur einnig að taka þátt í umræðunni í spjallinu við útsendinguna en þeir félagar spila í rauntíma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.