Leysanlegt kolefnisklúður Daði Már Kristófersson skrifar 19. nóvember 2020 11:45 10. nóvember síðastliðinn gerði Fréttablaðið að umtalefni fyrirsjáanleg kaup ríkisins á kolefniskvótum til að uppfylla skuldbindingar Íslands gagnvart Kyoto bókuninni. Samkvæmt frétt blaðsins nemur þörf íslenskra stjórnvalda um 3 milljónum tonna af koltvísýringsjafngildi (CO2 equivalent). Miðað við núverandi verð losunarheimilda gæti þetta jafngilt um 17 milljarða króna útgjöldum. Blaðið telur fyrirsjáanlegt að losunarheimildirnar verði að kaupa af erlendum aðilum. Þessi staða er vandræðaleg fyrir stjórnvöld, sérstaklega í ljósi áherslu sumra stjórnarflokkanna á aðgerðir í loftslagsmálum. Tækifærin ekki nýtt Fjölmargar skýrslur hafa fjallað um möguleika Íslands til að draga úr losun, t.d. skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands „Ísland og loftslagsmál“ frá árinu 2017. Niðurstöður þeirrar skýrslu sýna umtalsverða möguleika hér á landi til að draga úr losun með lægri tilkostnaði en kaupum á kvótum erlendis. Samkvæmt skýrslunni hefðu ódýrari aðgerðir getað dregið úr losun um rúmlega 1,6 milljónir tonna. Aðgerðirnar voru hins vegar ekki virkjaðar með fyrrnefndum afleiðingum. Stjórnvöld þurfa að svara fyrir hvers vegna þetta var ekki gert. Notum hvatana sem sköpuðu vandan til að leysa hann Of seint er að grípa til aðgerða núna. Aðgerðir innanlands hefðu krafist þess að stjórnvöld hefðu brugðist við mun fyrr. Áhyggjuefni er að í nýlega kynntri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum virðist ekki gert ráð fyrir að setja upp nauðsynlega hvata til að virkja þessa möguleika. Loftslagsvandinn skapast vegna þess að þeim sem menga er leyft að velta kostnaðnum af því yfir á samfélagið. Verðlagning losunar veltir þessum kostnaði aftur yfir á þann sem mengar. Tækifæri Íslands til að draga úr losun felast einkum í bindingu. Greiðslur fyrir bindingu skapa hvata til bindingar. Augljós leið til þess að Ísland nái markmiðum sínum í loftslagsmálum er því að beita tvíhliða verðlagningu kolefnis. Sá sem mengar greiðir gjald en sá sem bindur fær greiddar tekjur. Þessir hvatar þurfa ekki að vera mjög umfangsmiklir. Sem dæmi mundu núverandi tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi á eldsneyti duga til að skapa hvata til bindingar mundi uppfylla helming skuldbindinga Íslands samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Þegar leysanlegt vandamál er ekki leyst hlýtur að vakna sú spurning hvort stjórnvöldum á Íslandi sé alvara í að takast á við loftslagsvandann. Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
10. nóvember síðastliðinn gerði Fréttablaðið að umtalefni fyrirsjáanleg kaup ríkisins á kolefniskvótum til að uppfylla skuldbindingar Íslands gagnvart Kyoto bókuninni. Samkvæmt frétt blaðsins nemur þörf íslenskra stjórnvalda um 3 milljónum tonna af koltvísýringsjafngildi (CO2 equivalent). Miðað við núverandi verð losunarheimilda gæti þetta jafngilt um 17 milljarða króna útgjöldum. Blaðið telur fyrirsjáanlegt að losunarheimildirnar verði að kaupa af erlendum aðilum. Þessi staða er vandræðaleg fyrir stjórnvöld, sérstaklega í ljósi áherslu sumra stjórnarflokkanna á aðgerðir í loftslagsmálum. Tækifærin ekki nýtt Fjölmargar skýrslur hafa fjallað um möguleika Íslands til að draga úr losun, t.d. skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands „Ísland og loftslagsmál“ frá árinu 2017. Niðurstöður þeirrar skýrslu sýna umtalsverða möguleika hér á landi til að draga úr losun með lægri tilkostnaði en kaupum á kvótum erlendis. Samkvæmt skýrslunni hefðu ódýrari aðgerðir getað dregið úr losun um rúmlega 1,6 milljónir tonna. Aðgerðirnar voru hins vegar ekki virkjaðar með fyrrnefndum afleiðingum. Stjórnvöld þurfa að svara fyrir hvers vegna þetta var ekki gert. Notum hvatana sem sköpuðu vandan til að leysa hann Of seint er að grípa til aðgerða núna. Aðgerðir innanlands hefðu krafist þess að stjórnvöld hefðu brugðist við mun fyrr. Áhyggjuefni er að í nýlega kynntri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum virðist ekki gert ráð fyrir að setja upp nauðsynlega hvata til að virkja þessa möguleika. Loftslagsvandinn skapast vegna þess að þeim sem menga er leyft að velta kostnaðnum af því yfir á samfélagið. Verðlagning losunar veltir þessum kostnaði aftur yfir á þann sem mengar. Tækifæri Íslands til að draga úr losun felast einkum í bindingu. Greiðslur fyrir bindingu skapa hvata til bindingar. Augljós leið til þess að Ísland nái markmiðum sínum í loftslagsmálum er því að beita tvíhliða verðlagningu kolefnis. Sá sem mengar greiðir gjald en sá sem bindur fær greiddar tekjur. Þessir hvatar þurfa ekki að vera mjög umfangsmiklir. Sem dæmi mundu núverandi tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi á eldsneyti duga til að skapa hvata til bindingar mundi uppfylla helming skuldbindinga Íslands samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Þegar leysanlegt vandamál er ekki leyst hlýtur að vakna sú spurning hvort stjórnvöldum á Íslandi sé alvara í að takast á við loftslagsvandann. Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun