Leysanlegt kolefnisklúður Daði Már Kristófersson skrifar 19. nóvember 2020 11:45 10. nóvember síðastliðinn gerði Fréttablaðið að umtalefni fyrirsjáanleg kaup ríkisins á kolefniskvótum til að uppfylla skuldbindingar Íslands gagnvart Kyoto bókuninni. Samkvæmt frétt blaðsins nemur þörf íslenskra stjórnvalda um 3 milljónum tonna af koltvísýringsjafngildi (CO2 equivalent). Miðað við núverandi verð losunarheimilda gæti þetta jafngilt um 17 milljarða króna útgjöldum. Blaðið telur fyrirsjáanlegt að losunarheimildirnar verði að kaupa af erlendum aðilum. Þessi staða er vandræðaleg fyrir stjórnvöld, sérstaklega í ljósi áherslu sumra stjórnarflokkanna á aðgerðir í loftslagsmálum. Tækifærin ekki nýtt Fjölmargar skýrslur hafa fjallað um möguleika Íslands til að draga úr losun, t.d. skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands „Ísland og loftslagsmál“ frá árinu 2017. Niðurstöður þeirrar skýrslu sýna umtalsverða möguleika hér á landi til að draga úr losun með lægri tilkostnaði en kaupum á kvótum erlendis. Samkvæmt skýrslunni hefðu ódýrari aðgerðir getað dregið úr losun um rúmlega 1,6 milljónir tonna. Aðgerðirnar voru hins vegar ekki virkjaðar með fyrrnefndum afleiðingum. Stjórnvöld þurfa að svara fyrir hvers vegna þetta var ekki gert. Notum hvatana sem sköpuðu vandan til að leysa hann Of seint er að grípa til aðgerða núna. Aðgerðir innanlands hefðu krafist þess að stjórnvöld hefðu brugðist við mun fyrr. Áhyggjuefni er að í nýlega kynntri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum virðist ekki gert ráð fyrir að setja upp nauðsynlega hvata til að virkja þessa möguleika. Loftslagsvandinn skapast vegna þess að þeim sem menga er leyft að velta kostnaðnum af því yfir á samfélagið. Verðlagning losunar veltir þessum kostnaði aftur yfir á þann sem mengar. Tækifæri Íslands til að draga úr losun felast einkum í bindingu. Greiðslur fyrir bindingu skapa hvata til bindingar. Augljós leið til þess að Ísland nái markmiðum sínum í loftslagsmálum er því að beita tvíhliða verðlagningu kolefnis. Sá sem mengar greiðir gjald en sá sem bindur fær greiddar tekjur. Þessir hvatar þurfa ekki að vera mjög umfangsmiklir. Sem dæmi mundu núverandi tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi á eldsneyti duga til að skapa hvata til bindingar mundi uppfylla helming skuldbindinga Íslands samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Þegar leysanlegt vandamál er ekki leyst hlýtur að vakna sú spurning hvort stjórnvöldum á Íslandi sé alvara í að takast á við loftslagsvandann. Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
10. nóvember síðastliðinn gerði Fréttablaðið að umtalefni fyrirsjáanleg kaup ríkisins á kolefniskvótum til að uppfylla skuldbindingar Íslands gagnvart Kyoto bókuninni. Samkvæmt frétt blaðsins nemur þörf íslenskra stjórnvalda um 3 milljónum tonna af koltvísýringsjafngildi (CO2 equivalent). Miðað við núverandi verð losunarheimilda gæti þetta jafngilt um 17 milljarða króna útgjöldum. Blaðið telur fyrirsjáanlegt að losunarheimildirnar verði að kaupa af erlendum aðilum. Þessi staða er vandræðaleg fyrir stjórnvöld, sérstaklega í ljósi áherslu sumra stjórnarflokkanna á aðgerðir í loftslagsmálum. Tækifærin ekki nýtt Fjölmargar skýrslur hafa fjallað um möguleika Íslands til að draga úr losun, t.d. skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands „Ísland og loftslagsmál“ frá árinu 2017. Niðurstöður þeirrar skýrslu sýna umtalsverða möguleika hér á landi til að draga úr losun með lægri tilkostnaði en kaupum á kvótum erlendis. Samkvæmt skýrslunni hefðu ódýrari aðgerðir getað dregið úr losun um rúmlega 1,6 milljónir tonna. Aðgerðirnar voru hins vegar ekki virkjaðar með fyrrnefndum afleiðingum. Stjórnvöld þurfa að svara fyrir hvers vegna þetta var ekki gert. Notum hvatana sem sköpuðu vandan til að leysa hann Of seint er að grípa til aðgerða núna. Aðgerðir innanlands hefðu krafist þess að stjórnvöld hefðu brugðist við mun fyrr. Áhyggjuefni er að í nýlega kynntri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum virðist ekki gert ráð fyrir að setja upp nauðsynlega hvata til að virkja þessa möguleika. Loftslagsvandinn skapast vegna þess að þeim sem menga er leyft að velta kostnaðnum af því yfir á samfélagið. Verðlagning losunar veltir þessum kostnaði aftur yfir á þann sem mengar. Tækifæri Íslands til að draga úr losun felast einkum í bindingu. Greiðslur fyrir bindingu skapa hvata til bindingar. Augljós leið til þess að Ísland nái markmiðum sínum í loftslagsmálum er því að beita tvíhliða verðlagningu kolefnis. Sá sem mengar greiðir gjald en sá sem bindur fær greiddar tekjur. Þessir hvatar þurfa ekki að vera mjög umfangsmiklir. Sem dæmi mundu núverandi tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi á eldsneyti duga til að skapa hvata til bindingar mundi uppfylla helming skuldbindinga Íslands samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Þegar leysanlegt vandamál er ekki leyst hlýtur að vakna sú spurning hvort stjórnvöldum á Íslandi sé alvara í að takast á við loftslagsvandann. Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun