Eldklár Eyrún Viktorsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 13:01 Árið er 2020 og það hefur boðið okkur upp í krappan dans. Við höfum horft upp á veðurofsa, snjóflóð, rafmagnstruflanir, heimsfaraldur, jarðskjálfta og síðast en ekki síst tíða og mannskæða eldsvoða. Þetta hljómar kunnuglega á einhvern hátt ekki satt? Eins og skáldsaga eftir Stephen King eða nýjasta og vinsælasta þáttaröðin á Netflix sem bönnuð er börnum. Hljómar eins og eitthvað sem er algjörlega úr takti við þann heim sem við höfum þekkt hingað til. Þegar þetta er skrifað hafa slökkvilið landsins farið í 279 brunatengd útköll og þar af eru 90 útköll sem flokkast í hæsta stig alvarleika, eða F1. Árið er ekki búið og tölurnar halda áfram að blása út sem aldrei fyrr. Síðustu misseri höfum við horft upp á alvarlega, tíða og hreint út sagt skelfilega bruna sem dregið hafa sex manns til dauða. Áður en lengra er haldið vill undirrituð koma einlægum samúðarkveðjum til fjölskyldu og vina þeirra sem látist hafa sökum eldsvoða. Það er auðvelt að senda samúðarkveðjur og líða illa við tilhugsunina eina um eldsvoða og sorgina sem þeim fylgja. Það er líka auðvelt að gleyma og halda áfram með daglegt líf á meðan brunarústir standa eftir óhreyfðar. Hingað og ekki lengra – brjótum hringinn og snúum brunavörn í sókn. Í dag kynnum við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til leiks átakið Eldklár. Við ætlum að fræða Ísland eins og það leggur sig um brunavarnir og hvernig hægt er að bæta þær, en við þurfum að standa saman og því bið ég um aðstoð. Við Íslendingar erum seig þjóð með einstaka aðlögunarhæfni. Til að svara þeim ósköpum sem yfir okkur dynja grátum við ekki í koddann. Við stöndum upp og dönsum við 2020 með því að byggja snjóflóðagarða, senda fólkið okkar út í ofsa til að gera við rafmagnsbilanir, við eigum einstakar björgunarsveitir, fordæmalaust þríeyki og magnað heilbrigðisstarfsfólk. Við klárum bókina hans King og skilum henni á bókasafnið. Slökkviliðin í landinu eru sömuleiðis öflug en álagið er gríðarlegt og við þurfum því að sameinast í að létta á verkefnum þeirra. Það getum við m.a. gert með því að hafa eigin brunavarnir á hreinu, sama hvaða nafni við heitum – einstaklingar eða lögaðilar. Við berum okkur öll vel þegar við ákveðum að setja vilja í verk. Eldsvoðar eru voðaverk og því hvetjum við landsmenn alla til að staldra við og hugsa um þessa tölu. Sex. Við getum ekki breytt fortíðinni en við getum svo sannarlega breytt framtíðinni saman. Vertu eldklár með okkur. Eldklár er átak á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem hefur það að markmiði að fræða Ísland eins og það leggur sig um brunavarnir. Á næstu misserum munu birtast stutt fræðslumyndbönd, hagnýtur fróðleikur og annað gagnlegt sem almenningur getur sótt í. Okkar einlæga von er að átakið muni koma í veg fyrir alvarlega og mannskæða bruna, að almenningur standi með okkur í baráttunni gegn eldsvoðum og standi vel að vígi komi upp eldur í þeirra nánasta umhverfi. Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slökkvilið Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2020 og það hefur boðið okkur upp í krappan dans. Við höfum horft upp á veðurofsa, snjóflóð, rafmagnstruflanir, heimsfaraldur, jarðskjálfta og síðast en ekki síst tíða og mannskæða eldsvoða. Þetta hljómar kunnuglega á einhvern hátt ekki satt? Eins og skáldsaga eftir Stephen King eða nýjasta og vinsælasta þáttaröðin á Netflix sem bönnuð er börnum. Hljómar eins og eitthvað sem er algjörlega úr takti við þann heim sem við höfum þekkt hingað til. Þegar þetta er skrifað hafa slökkvilið landsins farið í 279 brunatengd útköll og þar af eru 90 útköll sem flokkast í hæsta stig alvarleika, eða F1. Árið er ekki búið og tölurnar halda áfram að blása út sem aldrei fyrr. Síðustu misseri höfum við horft upp á alvarlega, tíða og hreint út sagt skelfilega bruna sem dregið hafa sex manns til dauða. Áður en lengra er haldið vill undirrituð koma einlægum samúðarkveðjum til fjölskyldu og vina þeirra sem látist hafa sökum eldsvoða. Það er auðvelt að senda samúðarkveðjur og líða illa við tilhugsunina eina um eldsvoða og sorgina sem þeim fylgja. Það er líka auðvelt að gleyma og halda áfram með daglegt líf á meðan brunarústir standa eftir óhreyfðar. Hingað og ekki lengra – brjótum hringinn og snúum brunavörn í sókn. Í dag kynnum við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til leiks átakið Eldklár. Við ætlum að fræða Ísland eins og það leggur sig um brunavarnir og hvernig hægt er að bæta þær, en við þurfum að standa saman og því bið ég um aðstoð. Við Íslendingar erum seig þjóð með einstaka aðlögunarhæfni. Til að svara þeim ósköpum sem yfir okkur dynja grátum við ekki í koddann. Við stöndum upp og dönsum við 2020 með því að byggja snjóflóðagarða, senda fólkið okkar út í ofsa til að gera við rafmagnsbilanir, við eigum einstakar björgunarsveitir, fordæmalaust þríeyki og magnað heilbrigðisstarfsfólk. Við klárum bókina hans King og skilum henni á bókasafnið. Slökkviliðin í landinu eru sömuleiðis öflug en álagið er gríðarlegt og við þurfum því að sameinast í að létta á verkefnum þeirra. Það getum við m.a. gert með því að hafa eigin brunavarnir á hreinu, sama hvaða nafni við heitum – einstaklingar eða lögaðilar. Við berum okkur öll vel þegar við ákveðum að setja vilja í verk. Eldsvoðar eru voðaverk og því hvetjum við landsmenn alla til að staldra við og hugsa um þessa tölu. Sex. Við getum ekki breytt fortíðinni en við getum svo sannarlega breytt framtíðinni saman. Vertu eldklár með okkur. Eldklár er átak á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem hefur það að markmiði að fræða Ísland eins og það leggur sig um brunavarnir. Á næstu misserum munu birtast stutt fræðslumyndbönd, hagnýtur fróðleikur og annað gagnlegt sem almenningur getur sótt í. Okkar einlæga von er að átakið muni koma í veg fyrir alvarlega og mannskæða bruna, að almenningur standi með okkur í baráttunni gegn eldsvoðum og standi vel að vígi komi upp eldur í þeirra nánasta umhverfi. Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar