Baráttan við að ná heilsu: Sjúkraþjálfun eftir Covid-19 Unnur Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2020 09:30 Baráttan við Covid-19 er eitt stærsta verkefni þjóðarinnar og verður enn um sinn. Við fögnum öll fréttum af því að bóluefni séu á leiðinni, sem vonir standa til að veiti góðar varnir gegn veirunni. En jafnvel þó að faraldrinum fari að linna og að lífið færist smám saman í eðlilegt horf á ný þurfum við að takast áfram á við afleiðingar hans. Það er þungbært að hugsa til þess hversu marga veiran hefur lagt að velli og að enn fleiri þurfi að kljást við flókin einkenni og eftirköst þessa sjúkdóms. Við erum að læra hvernig veiran hagar sér – hvaða áhrif hún hefur á fólk. Þó margt hafi lærst og áunnist eigum við enn langa leið fyrir höndum. Að vera skugginn af sjálfum sér Það sem við vitum nú þegar er að þeir sem veikst hafa af Covid-19 geta þurft að stríða lengi við afleiðingar sjúkdómsins og þær verið af ýmsum toga. Leiðin til betri heilsu getur orðið löng en þá er mikilvægt að njóta stuðnings og sérþekkingar fagstétta. Í nýjum hlaðvarpsþætti „Frá toppi til táar,“ sem Félag sjúkraþjálfara hefur gert, lýsir kraftmikil kona á besta aldri, Margrét Gauja Magnúsdóttir, hvernig hún veiktist snemma í fyrstu bylgju faraldursins og baráttunni fyrir endurheimt heilsunnar. „Ofvirka mamman og fertugi jöklaleiðsögumaðurinn er bara skugginn af sjálfri sér í dag,“ segir Margrét Gauja, sem hefur allan þennan tíma tekist á við flókin einkenni sjúkdómsins. Hún lýsir því hvernig hún fer yfir einhver óskýr mörk í daglegu lífi, verður óskaplega þreytt og missir allt þrek. Fram kemur í viðtalinu að þeir sem eru að takast á við afleiðingar Covid-19 hafi myndað samfélag á Facebook og miðli þar af reynslu sinni. Margrét Gauja segir þennan jafningjastuðning mikilvægan, engar töfralausnir séu komnar, en hún lýsir um leið eftir leiðsögn, eftirfylgni og stuðningi samfélagsins við þá sem hafa veikst og takast nú á við snúnar afleiðingar sjúkdómsins. Það er erfitt að berjast einn Lýsingar fólks á afleiðingum Covid-19 eru ólíkar eftir einstaklingum. Því er mikilvægt að skrá þær sögur, safna upplýsingum um einkennin og fylgjast vel með árangri markvissrar þjálfunar. Þessu lýsir Garðar Guðnason, sjúkraþjálfari á Reykjalundi, vel í áðurnefndum hlaðvarpsþætti. Á Reykjalundi hefur þverfaglegur hópur heilbrigðisstarfsmanna haldið utan um endurhæfingu Covid-sjúklinga. Staða hvers og eins er metin, spurt um einkenni, mælt þol og styrkur kannaður. Verkefnið er vandasamt og bataferlið getur tekið langan tíma. Fólk lýsir mæði og andþrengslum, mikilli þreytu, svima, vöðva- og liðverkjum. Einkennin breytast frá einum tíma til annars og enn vitum við ekki hver áhrifin verða til lengri tíma. Það verður að gefa sér að þetta taki tíma, segir Garðar. Mikilvægt sé að leita aðstoðar fagaðila. „Það er erfitt að standa í þessu einn.“ Endurhæfing skilar árangri Þó að við séum enn að læra á veiruna og um áhrif hennar getum við fagnað því að árangur hefur náðst. Bóluefni eru á leiðinni og stöðugt verður til ný þekking sem nýtist við endurhæfingu sjúklinga. Þar gegnir markviss sjúkraþjálfun stóru hlutverki. Sérþekking sjúkraþjálfara og ekki síður reynsla af nánd við sjúklinga og bataferil þeirra, er dýrmæt í þessu sambandi. Miðað er við að endurhæfing geti hafist um hálfu ári eftir að viðkomandi veikist. Margir sem hafa veikst lenda á vegg þegar þeir hefja bataferilinn, hafa farið of geyst af stað og ofreynt sig. Þá kemur bakslag, bæði líkamlegt og andlegt. Við þessu vara sjúkraþjálfarar og hvetja fólk til að byrja rólega, byggja upp þrek smám saman undir góðri og faglegri leiðsögn. Mikilvægt er að mæla árangurinn: Svona var ástandið. Nú get ég þetta. Þá öðlast maður trú á að heilsan komi aftur og lífið færist í eðlilegt horf. Slóð á hlaðvarpsþáttinn „Frá toppi til táar“. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Unnur Pétursdóttir Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Sjá meira
Baráttan við Covid-19 er eitt stærsta verkefni þjóðarinnar og verður enn um sinn. Við fögnum öll fréttum af því að bóluefni séu á leiðinni, sem vonir standa til að veiti góðar varnir gegn veirunni. En jafnvel þó að faraldrinum fari að linna og að lífið færist smám saman í eðlilegt horf á ný þurfum við að takast áfram á við afleiðingar hans. Það er þungbært að hugsa til þess hversu marga veiran hefur lagt að velli og að enn fleiri þurfi að kljást við flókin einkenni og eftirköst þessa sjúkdóms. Við erum að læra hvernig veiran hagar sér – hvaða áhrif hún hefur á fólk. Þó margt hafi lærst og áunnist eigum við enn langa leið fyrir höndum. Að vera skugginn af sjálfum sér Það sem við vitum nú þegar er að þeir sem veikst hafa af Covid-19 geta þurft að stríða lengi við afleiðingar sjúkdómsins og þær verið af ýmsum toga. Leiðin til betri heilsu getur orðið löng en þá er mikilvægt að njóta stuðnings og sérþekkingar fagstétta. Í nýjum hlaðvarpsþætti „Frá toppi til táar,“ sem Félag sjúkraþjálfara hefur gert, lýsir kraftmikil kona á besta aldri, Margrét Gauja Magnúsdóttir, hvernig hún veiktist snemma í fyrstu bylgju faraldursins og baráttunni fyrir endurheimt heilsunnar. „Ofvirka mamman og fertugi jöklaleiðsögumaðurinn er bara skugginn af sjálfri sér í dag,“ segir Margrét Gauja, sem hefur allan þennan tíma tekist á við flókin einkenni sjúkdómsins. Hún lýsir því hvernig hún fer yfir einhver óskýr mörk í daglegu lífi, verður óskaplega þreytt og missir allt þrek. Fram kemur í viðtalinu að þeir sem eru að takast á við afleiðingar Covid-19 hafi myndað samfélag á Facebook og miðli þar af reynslu sinni. Margrét Gauja segir þennan jafningjastuðning mikilvægan, engar töfralausnir séu komnar, en hún lýsir um leið eftir leiðsögn, eftirfylgni og stuðningi samfélagsins við þá sem hafa veikst og takast nú á við snúnar afleiðingar sjúkdómsins. Það er erfitt að berjast einn Lýsingar fólks á afleiðingum Covid-19 eru ólíkar eftir einstaklingum. Því er mikilvægt að skrá þær sögur, safna upplýsingum um einkennin og fylgjast vel með árangri markvissrar þjálfunar. Þessu lýsir Garðar Guðnason, sjúkraþjálfari á Reykjalundi, vel í áðurnefndum hlaðvarpsþætti. Á Reykjalundi hefur þverfaglegur hópur heilbrigðisstarfsmanna haldið utan um endurhæfingu Covid-sjúklinga. Staða hvers og eins er metin, spurt um einkenni, mælt þol og styrkur kannaður. Verkefnið er vandasamt og bataferlið getur tekið langan tíma. Fólk lýsir mæði og andþrengslum, mikilli þreytu, svima, vöðva- og liðverkjum. Einkennin breytast frá einum tíma til annars og enn vitum við ekki hver áhrifin verða til lengri tíma. Það verður að gefa sér að þetta taki tíma, segir Garðar. Mikilvægt sé að leita aðstoðar fagaðila. „Það er erfitt að standa í þessu einn.“ Endurhæfing skilar árangri Þó að við séum enn að læra á veiruna og um áhrif hennar getum við fagnað því að árangur hefur náðst. Bóluefni eru á leiðinni og stöðugt verður til ný þekking sem nýtist við endurhæfingu sjúklinga. Þar gegnir markviss sjúkraþjálfun stóru hlutverki. Sérþekking sjúkraþjálfara og ekki síður reynsla af nánd við sjúklinga og bataferil þeirra, er dýrmæt í þessu sambandi. Miðað er við að endurhæfing geti hafist um hálfu ári eftir að viðkomandi veikist. Margir sem hafa veikst lenda á vegg þegar þeir hefja bataferilinn, hafa farið of geyst af stað og ofreynt sig. Þá kemur bakslag, bæði líkamlegt og andlegt. Við þessu vara sjúkraþjálfarar og hvetja fólk til að byrja rólega, byggja upp þrek smám saman undir góðri og faglegri leiðsögn. Mikilvægt er að mæla árangurinn: Svona var ástandið. Nú get ég þetta. Þá öðlast maður trú á að heilsan komi aftur og lífið færist í eðlilegt horf. Slóð á hlaðvarpsþáttinn „Frá toppi til táar“. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun