Hvers vegna Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna? Hólmfriður Árnadóttir skrifar 17. nóvember 2020 13:30 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér 20. febrúar árið 2013 og varð hluti af íslenskri löggjöf. Sáttmálinn er þó miklu eldri og við skuldbundin að virða og uppfylla ákvæði hans í tæp 30 ár. Hann felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn eru sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi óháð réttindum fullorðinna. En hvers vegna að lögfesta sáttmálann og erum við að nota hann sem skyldi? Jú við lögfestum hann vegna þess að börn eiga að njóta sömu mannréttinda og fullorðnir, börn eru manneskjur með langanir, þrár, þarfir og áhugamál sem eiga sannarlega rétt á sér enda það viðhorf sem speglast í lögum og reglum um skólastarf og barnavernd. Börn eiga rétt á samvistum við foreldra sína, þau eiga rétt á leikskólagöngu þar sem fagfólk sinnir þörfum þeirra á sem mestan og bestan hátt og þau eiga rétt að grunnskólagöngu þar sem sérþarfir þeirra, áhugasvið og hæfileikar njóta sín. Hvernig má vera að þjóð fari ekki eftir sáttmálanum þegar ákvarðanir um líf og framtíð barna flóttafólks er að ræða? Þegar barn hefur alist upp hér á landi, tileinkað sér tungumálið, eignast vini og á líf í föstum skorðum byggt á margra ára búsetu hér á landi? Það er ótækt að reglulega þurfti undirskriftalista og blaðaumfjöllun svo sáttmálinn sé virtur þegar kemur að brottvísun barna. Aldrei má svo vera að aðstæður foreldra, athafnir eins og umsókn um hæli, trúarskoðanir eða litarháttur þeirra verði til þess að barni eða börnum sé vísað úr landi. Ef við viljum sjá nýsköpun, þróun og framfarir þurfum við að hlúa sem best að börnum, á þeim hvílir ábyrgð á þjóðfélaginu í framtíðinni og hlutverk okkar er að berjast fyrir bættum hag allra barna og að þau fái að þroskast og dafna í skjóli okkar fullorðinna. Þar sem börn eru sérstaklega viðkvæmur þjóðfélagshópur er þeim þó tryggð aukin vernd og stuðningur í ýmsum alþjóðlegum mannréttindasamningum. Þannig lítum við ekki á að börn séu „litlir fullorðnir” eins og sjá má í sögunni heldur einstaklingar sem við sem samfélag höfum sammælst að standa vörð um og tryggja réttlæti. Í sáttmálanum góða eru grundvallarreglur sem við þurfum að horfa til, það er jafnræði og bann við mismunun barna út frá kynþætti, litarhætti, tungu, trú, kynferði, stjórnmálaskoðunum, ætterni, fötlun, félagslegrar stöðu eða aðstæðum, stöðu eða athöfnum forráðamanna þeirra. Þá ber að taka ákvarðanirer varða börn út frá því sem barninu er fyrir bestu og það eiga yfirvöld, stofnanir og þjónusta ætíð að hafa í forgrunni þegar umönnun barna eða velferð er í húfi og um leið eiga þau að fá tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif um eigin velferð. Ef tilfellið er vanmönnun stofnanna sem fjalla eiga um málefni flóttafólks svo það dragist árum saman, ber að meta vinnu stofnunarinnar, ferli mála og hæfi þeirra sem um þau fjalla. Að fram fari ytra mat á störfum hennar, heill og hamingju börnum til handa, það hljótum við sem þjóð að geta sammælst um. Höfundur er formaður svæðafélags VG á Suðurnesjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Hælisleitendur Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Sjá meira
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér 20. febrúar árið 2013 og varð hluti af íslenskri löggjöf. Sáttmálinn er þó miklu eldri og við skuldbundin að virða og uppfylla ákvæði hans í tæp 30 ár. Hann felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn eru sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi óháð réttindum fullorðinna. En hvers vegna að lögfesta sáttmálann og erum við að nota hann sem skyldi? Jú við lögfestum hann vegna þess að börn eiga að njóta sömu mannréttinda og fullorðnir, börn eru manneskjur með langanir, þrár, þarfir og áhugamál sem eiga sannarlega rétt á sér enda það viðhorf sem speglast í lögum og reglum um skólastarf og barnavernd. Börn eiga rétt á samvistum við foreldra sína, þau eiga rétt á leikskólagöngu þar sem fagfólk sinnir þörfum þeirra á sem mestan og bestan hátt og þau eiga rétt að grunnskólagöngu þar sem sérþarfir þeirra, áhugasvið og hæfileikar njóta sín. Hvernig má vera að þjóð fari ekki eftir sáttmálanum þegar ákvarðanir um líf og framtíð barna flóttafólks er að ræða? Þegar barn hefur alist upp hér á landi, tileinkað sér tungumálið, eignast vini og á líf í föstum skorðum byggt á margra ára búsetu hér á landi? Það er ótækt að reglulega þurfti undirskriftalista og blaðaumfjöllun svo sáttmálinn sé virtur þegar kemur að brottvísun barna. Aldrei má svo vera að aðstæður foreldra, athafnir eins og umsókn um hæli, trúarskoðanir eða litarháttur þeirra verði til þess að barni eða börnum sé vísað úr landi. Ef við viljum sjá nýsköpun, þróun og framfarir þurfum við að hlúa sem best að börnum, á þeim hvílir ábyrgð á þjóðfélaginu í framtíðinni og hlutverk okkar er að berjast fyrir bættum hag allra barna og að þau fái að þroskast og dafna í skjóli okkar fullorðinna. Þar sem börn eru sérstaklega viðkvæmur þjóðfélagshópur er þeim þó tryggð aukin vernd og stuðningur í ýmsum alþjóðlegum mannréttindasamningum. Þannig lítum við ekki á að börn séu „litlir fullorðnir” eins og sjá má í sögunni heldur einstaklingar sem við sem samfélag höfum sammælst að standa vörð um og tryggja réttlæti. Í sáttmálanum góða eru grundvallarreglur sem við þurfum að horfa til, það er jafnræði og bann við mismunun barna út frá kynþætti, litarhætti, tungu, trú, kynferði, stjórnmálaskoðunum, ætterni, fötlun, félagslegrar stöðu eða aðstæðum, stöðu eða athöfnum forráðamanna þeirra. Þá ber að taka ákvarðanirer varða börn út frá því sem barninu er fyrir bestu og það eiga yfirvöld, stofnanir og þjónusta ætíð að hafa í forgrunni þegar umönnun barna eða velferð er í húfi og um leið eiga þau að fá tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif um eigin velferð. Ef tilfellið er vanmönnun stofnanna sem fjalla eiga um málefni flóttafólks svo það dragist árum saman, ber að meta vinnu stofnunarinnar, ferli mála og hæfi þeirra sem um þau fjalla. Að fram fari ytra mat á störfum hennar, heill og hamingju börnum til handa, það hljótum við sem þjóð að geta sammælst um. Höfundur er formaður svæðafélags VG á Suðurnesjum.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun