Viðskipti innlent

Fyrr­verandi bæjar­stjórar í hópi um­sækj­enda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nýr framkvæmdastjóri mun taka við starfinu af Birni H. Halldórssyni sem sagt var upp í febrúar.
Nýr framkvæmdastjóri mun taka við starfinu af Birni H. Halldórssyni sem sagt var upp í febrúar. Vísir/Vilhelm

Alls sóttu 32 um stöðu framkvæmdastjóra Sorpu sem nýverið var auglýst laust til umsóknar.

Nýr framkvæmdastjóri mun taka við starfinu af Birni H. Halldórssyni sem sagt var upp í febrúar síðastliðinn, en Björn hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnarinnar líkt og greint var frá í sumar.

Listi yfir umsækjendur var birtur á heimasíðu Sorpu í síðustu viku, en þar má meðal annars finna Guðmund Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, og Karl Óttar Pétursson, fyrrverandi bæjarstjóra Fjarðabyggðar. 

Sömuleiðis má þar sjá verkfræðinginn og Ólympíufarann Þóreyju Eddu Elísdóttur stangastökkvara.

Helgi Þór Ingason, prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra síðan í febrúar. Hann er ekki á meðal umsækjenda.

Umsækjendur um starfið eru, í starfrófsröð:

  • A. Fanney Magnúsdóttir, verkefnastjóri
  • Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi
  • Ásmundur Einarsson, framkvæmdastjóri
  • Brynhildur Georgsdóttir, ráðgjafi
  • Einar Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri
  • Elísabet Katrín Friðriksdóttir, rekstrarstjóri
  • Elísabet Pálmadóttir, framkvæmdastjóri
  • Finnur Sveinsson, sjálfstætt starfandi
  • Guðmundur Gunnarsson, fyrrv. bæjarstjóri
  • Guðný Atladóttir Hraunfjörð, framkvæmdastjóri
  • Gunnar Örn Benediktsson, sölu- og markaðsstjóri
  • Hafsteinn Hörður Gunnarsson, fyrrv. framkvæmdastjóri
  • Hrafnhildur Jónsdóttir, verkfræðingur
  • Inga Dóra Hrólfsdóttir, verkefnastjóri
  • Ingunn Gunnarsdóttir, doktorsnemi
  • Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnastjóri
  • Jón Ólafur Gestsson, deildarstjóri
  • Jón Viggó Gunnarsson, deildarstjóri
  • Karl Eðvaldsson, forstjóri
  • Karl Óttar Pétursson, fyrrv. bæjarstjóri
  • Matthías Ólafsson, sérfræðingur
  • Michele Rebora, gæðastjóri
  • Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri
  • Ragna Ingibjörg Halldórsdóttir, deildarstjóri
  • Salvör Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur
  • Sigurður Einarsson, verkefnastjóri
  • Sigurður Sigurðsson, rekstrarstjóri
  • Sturla Fanndal Birkisson, verkfræðingur
  • Valdimar Björnsson, MBA
  • Valur Stefánsson, framkvæmdastjóri
  • Þorbjörn Ólafsson, sölustjóri
  • Þórey Edda Elísdóttir, verkfræðingur




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×