Dustin Johnson sigurvegari á Masters í fyrsta sinn Ísak Hallmundarson skrifar 15. nóvember 2020 20:00 Dustin Johnson hefur átt magnað ár. Getty/Patrick Smith Dustin Johnson er sigurvegari Masters mótsins í golfi þetta árið. Þetta er í fyrsta sinn sem hann vinnur á mótinu og annað sinn sem hann vinnur á risamóti. Johnson lék stórkostlega allt mótið og endaði á 20 höggum undir pari. Hann spilaði lokahringinn í dag á þremur höggum undir pari. Árið 2020 er svo sannarlega búið að vera árið hans Dustin Johnson. Hann var í öðru sæti á PGA Championship, er búinn að vinna þrjú mót á PGA-mótaröðinni, þar af tvö í FedEx umspilinu sem tryggði honum FedEx bikarinn, auk þess að hafa verið valinn PGA-kylfingur ársins 2020. Sigurinn á Masters er því kærkomin viðbót við þetta magnaða ár hjá kappanum. Ástralinn Cameron Smith og Suður-Kóreu maðurinn Sungjae Im hrepptu silfurverðlaunin í ár, en báðir léku þeir á fimmtán höggum undir pari. Rory McIlroy, sem byrjaði mótið skelfilega, endaði að lokum í 5. sæti eftir að hafa spilað vel síðustu þrjá hringina. Hann spilaði fyrsta hringinn þremur höggum yfir pari en endaði mótið samtals á ellefu höggum undir pari. Tiger Woods, sem átti titil að verja, lauk mótinu í 38. sæti á einu höggi undir pari. Hann lék lokahringinn í dag á fjórum höggum yfir pari, en það sem stendur upp úr á lokahringnum hjá þessum magnaða kylfingi er líklega að það ótrúlega atvik átti sér stað að hann lék Par 3 holu á tíu höggum, eða sjö yfir pari á einni holu. Eftir að hafa fengið þennan rosalega skell á tólftu holu tókst Tiger þó að svara fyrir sig og sína sitt rétta andlit, en hann náði í fimm fugla á síðustu sex holunum og bjargaði þar með andlitinu. Golf Bandaríkin Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Dustin Johnson er sigurvegari Masters mótsins í golfi þetta árið. Þetta er í fyrsta sinn sem hann vinnur á mótinu og annað sinn sem hann vinnur á risamóti. Johnson lék stórkostlega allt mótið og endaði á 20 höggum undir pari. Hann spilaði lokahringinn í dag á þremur höggum undir pari. Árið 2020 er svo sannarlega búið að vera árið hans Dustin Johnson. Hann var í öðru sæti á PGA Championship, er búinn að vinna þrjú mót á PGA-mótaröðinni, þar af tvö í FedEx umspilinu sem tryggði honum FedEx bikarinn, auk þess að hafa verið valinn PGA-kylfingur ársins 2020. Sigurinn á Masters er því kærkomin viðbót við þetta magnaða ár hjá kappanum. Ástralinn Cameron Smith og Suður-Kóreu maðurinn Sungjae Im hrepptu silfurverðlaunin í ár, en báðir léku þeir á fimmtán höggum undir pari. Rory McIlroy, sem byrjaði mótið skelfilega, endaði að lokum í 5. sæti eftir að hafa spilað vel síðustu þrjá hringina. Hann spilaði fyrsta hringinn þremur höggum yfir pari en endaði mótið samtals á ellefu höggum undir pari. Tiger Woods, sem átti titil að verja, lauk mótinu í 38. sæti á einu höggi undir pari. Hann lék lokahringinn í dag á fjórum höggum yfir pari, en það sem stendur upp úr á lokahringnum hjá þessum magnaða kylfingi er líklega að það ótrúlega atvik átti sér stað að hann lék Par 3 holu á tíu höggum, eða sjö yfir pari á einni holu. Eftir að hafa fengið þennan rosalega skell á tólftu holu tókst Tiger þó að svara fyrir sig og sína sitt rétta andlit, en hann náði í fimm fugla á síðustu sex holunum og bjargaði þar með andlitinu.
Golf Bandaríkin Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira