Golf

Fjórir jafnir á toppnum að loknum degi tvö

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dustin Johnson er meðal efstu kylfingu á Masters-mótinu.
Dustin Johnson er meðal efstu kylfingu á Masters-mótinu. Rob Carr/Getty Images

Dagur tvö á Masters-mótinu í golfi var heldur betur viðburðarríkur. Efsti kylfingur heimslistans, Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson, er meðal þeirra fjögurra sem leiða mótið að loknum 2. keppnisdegi.

Ekki nóg með að það séu fimm keppendur jafnir í 1. sæti heldur eru fjórir jafnir í 2. sæti. Ásamt Johnson eru þeir Abraham Ancer, Cameron Smith og Justin Thomas allir á níu höggum undir pari að svo stöddu.

Jon Rahm er svo meðal þeirra fjögurra sem koma jafnir þar á eftir á átta höggum undir pari. Hann getur jafnað efstu menn strax með fyrsta höggi á morgun en hann er einn þeirra sem fór seint af stað í dag og náði ekki að klára sinn hring. 

Hann þarf bara að smella pútti á 13. holu ofan í og hann er jafn efstu mönnum. Þá er Tiger Woods sem stendur á fjórum höggum undir pari.

Sýnt er frá öllum mótsdögum Masters á Golfstöð Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×