Spyrja hvort móðurfélag Norðuráls reyni að þvinga niður raforkuverð Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 18:26 Norðurál rekur álver á Grundartanga. Vísir Landsvirkjun hafnar ásökunum Norðuráls um að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á skammtímamarkaði með raforku. Í yfirlýsingu Landsvirkjunar er krafa Norðuráls sett í samhengi við að móðurfélag þess virðist reyna að þvinga niður raforkuverð á starfssvæðum sínum. Norðurál sendi Samkeppniseftirlitinu erindi þar sem fyrirtækið óskaði íhlutunar vegna þess sem telur misnotkun Landsvirkjunar á markaðsráðandi stöðu þegar það falaðist eftir að kaupa raforku á skammtímamarkaði í sumar. Landsvirkjun hafi sett upp yfirverð á orkunni. Í yfirlýsingu sem Landsvirkjun sendi frá sér síðdegis er þeim ásökunum vísað á bug og fullyrt að fyrirtækið hafi farið að samkeppnislögum, þar á meðal ákvæðum sem banna sölu á orku undir kostnaðarverði sem hafi neikvæð áhrif á samkeppni. Gerir Landsvirkjun einnig athugasemdir við rökstuðning Norðuráls um að fyrirtækið hafi ekki haft nægjanlega orku í gegnum langtímasamninga til þess að halda uppi fullri framleiðslu í álverinu á Grundartanga í allnokkur ár. Landsvirkjun bendir á að hún sjái Norðuráli aðeins fyrir um 35% af orkuþörf álversins. Verð Landsvirkjunar á skammtímaorku hafi verið við kostnaðarverð undanfarin misseri og því hafi ekki verið borð fyrir báru að selja það lægra verði. „Landsvirkjun ber að sjálfsögðu ekki ábyrgð á skerðingum annarra raforkuframleiðanda og er ekki eini raforkubirginn sem álver og aðrir viðskiptavinir geta leitað til vegna kaupa á skammtímaorku,“ segir í yfirlýsingunni. Orkufyrirtækið setur erindi Norðuráls í samhengi við fréttir af því að Century Aluminium, móðurfélag þess, ætli að loka álveri sínu í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum í desember fáið það ekki lægra raforkuverð. „Vekur það óneitanlega spurningu um hvort erindið sé liður í áætlun móðurfélagsins um að þvinga niður raforkuverð á starfssvæðum sínum,“ segir Landsvirkjun í yfirlýsingunni. Landsvirkjun Orkumál Stóriðja Samkeppnismál Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka „Þær eru bara of dýrar“ Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Vaka stýrir Collab Greiðsluáskorun Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Landsvirkjun hafnar ásökunum Norðuráls um að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á skammtímamarkaði með raforku. Í yfirlýsingu Landsvirkjunar er krafa Norðuráls sett í samhengi við að móðurfélag þess virðist reyna að þvinga niður raforkuverð á starfssvæðum sínum. Norðurál sendi Samkeppniseftirlitinu erindi þar sem fyrirtækið óskaði íhlutunar vegna þess sem telur misnotkun Landsvirkjunar á markaðsráðandi stöðu þegar það falaðist eftir að kaupa raforku á skammtímamarkaði í sumar. Landsvirkjun hafi sett upp yfirverð á orkunni. Í yfirlýsingu sem Landsvirkjun sendi frá sér síðdegis er þeim ásökunum vísað á bug og fullyrt að fyrirtækið hafi farið að samkeppnislögum, þar á meðal ákvæðum sem banna sölu á orku undir kostnaðarverði sem hafi neikvæð áhrif á samkeppni. Gerir Landsvirkjun einnig athugasemdir við rökstuðning Norðuráls um að fyrirtækið hafi ekki haft nægjanlega orku í gegnum langtímasamninga til þess að halda uppi fullri framleiðslu í álverinu á Grundartanga í allnokkur ár. Landsvirkjun bendir á að hún sjái Norðuráli aðeins fyrir um 35% af orkuþörf álversins. Verð Landsvirkjunar á skammtímaorku hafi verið við kostnaðarverð undanfarin misseri og því hafi ekki verið borð fyrir báru að selja það lægra verði. „Landsvirkjun ber að sjálfsögðu ekki ábyrgð á skerðingum annarra raforkuframleiðanda og er ekki eini raforkubirginn sem álver og aðrir viðskiptavinir geta leitað til vegna kaupa á skammtímaorku,“ segir í yfirlýsingunni. Orkufyrirtækið setur erindi Norðuráls í samhengi við fréttir af því að Century Aluminium, móðurfélag þess, ætli að loka álveri sínu í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum í desember fáið það ekki lægra raforkuverð. „Vekur það óneitanlega spurningu um hvort erindið sé liður í áætlun móðurfélagsins um að þvinga niður raforkuverð á starfssvæðum sínum,“ segir Landsvirkjun í yfirlýsingunni.
Landsvirkjun Orkumál Stóriðja Samkeppnismál Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka „Þær eru bara of dýrar“ Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Vaka stýrir Collab Greiðsluáskorun Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun