Stórstjörnur fara með hlutverk í nýrri mynd Gríms Hákonarsonar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 23:43 Miles Teller og Shailene Woodley eru meðal annarra sögð fara með hlutverk í nýrri mynd Gríms Hákonarsonar. Samsett/Getty Leikararnir Miles Teller, Shailene Woodley og William Hurt eru sögð fara með aðalhlutverk í nýrri kvikmynd leikstjórans Gríms Hákonarsonar ef marka má frétt bandaríska Hollywood-fréttamiðilsins Deadline. Myndin sem um ræðir, The Fence, er pólitísk-satíra og fjallar um nýgift hjón með frjálslyndar skoðanir sem lenda upp á kant við íhaldssaman nágranna sinn, vegna deilna um háa girðingu milli lóða þeirra sem nágranninn segist hafa byggt til að verja heimili sitt fyrir hryðjuverkaárásum, að því er fram kemur í frétt Deadline. Þá sé stefnt að því að tökur á myndinni hefjist í mars á næsta ári. Myndin verður ekki sú fyrsta sem Teller og Woodley leika saman í heldur sú fimmta, en þau hafa meðal annars áður sést saman á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni The Spectacular Now, og í Divergent-myndunum. Margir kannast einnig við Woodley úr þáttunum Big Little Lies og Teller þekkja eflaust sumir úr Whiplash og Fantastic Four. Óskarsverðlaunaleikarann William Hurt ætti að vera flestu áhugafólki um kvikmyndir kunnugur en hann gerði garðinn til að mynda frægan í kvikmyndinni Kiss of the Spider Women. Klippa: Hrútar - sýnishorn Grímur Hákonarson er einna þekktastur utan landsteinanna fyrir mynd sína Hrúta, sem hlaut verðlaun á hinni virtu kvikmyndahátíð í Cannes í Frakklandi. Grímur verður ekki fyrsti íslenski leikstjórinn sem Woodley vinnur með en hún lék til að mynda aðalhlutverk í mynd Baltasar Kormáks, Adrift, sem kom út 2018. Hollywood Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Leikararnir Miles Teller, Shailene Woodley og William Hurt eru sögð fara með aðalhlutverk í nýrri kvikmynd leikstjórans Gríms Hákonarsonar ef marka má frétt bandaríska Hollywood-fréttamiðilsins Deadline. Myndin sem um ræðir, The Fence, er pólitísk-satíra og fjallar um nýgift hjón með frjálslyndar skoðanir sem lenda upp á kant við íhaldssaman nágranna sinn, vegna deilna um háa girðingu milli lóða þeirra sem nágranninn segist hafa byggt til að verja heimili sitt fyrir hryðjuverkaárásum, að því er fram kemur í frétt Deadline. Þá sé stefnt að því að tökur á myndinni hefjist í mars á næsta ári. Myndin verður ekki sú fyrsta sem Teller og Woodley leika saman í heldur sú fimmta, en þau hafa meðal annars áður sést saman á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni The Spectacular Now, og í Divergent-myndunum. Margir kannast einnig við Woodley úr þáttunum Big Little Lies og Teller þekkja eflaust sumir úr Whiplash og Fantastic Four. Óskarsverðlaunaleikarann William Hurt ætti að vera flestu áhugafólki um kvikmyndir kunnugur en hann gerði garðinn til að mynda frægan í kvikmyndinni Kiss of the Spider Women. Klippa: Hrútar - sýnishorn Grímur Hákonarson er einna þekktastur utan landsteinanna fyrir mynd sína Hrúta, sem hlaut verðlaun á hinni virtu kvikmyndahátíð í Cannes í Frakklandi. Grímur verður ekki fyrsti íslenski leikstjórinn sem Woodley vinnur með en hún lék til að mynda aðalhlutverk í mynd Baltasar Kormáks, Adrift, sem kom út 2018.
Hollywood Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira