Stórstjörnur fara með hlutverk í nýrri mynd Gríms Hákonarsonar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 23:43 Miles Teller og Shailene Woodley eru meðal annarra sögð fara með hlutverk í nýrri mynd Gríms Hákonarsonar. Samsett/Getty Leikararnir Miles Teller, Shailene Woodley og William Hurt eru sögð fara með aðalhlutverk í nýrri kvikmynd leikstjórans Gríms Hákonarsonar ef marka má frétt bandaríska Hollywood-fréttamiðilsins Deadline. Myndin sem um ræðir, The Fence, er pólitísk-satíra og fjallar um nýgift hjón með frjálslyndar skoðanir sem lenda upp á kant við íhaldssaman nágranna sinn, vegna deilna um háa girðingu milli lóða þeirra sem nágranninn segist hafa byggt til að verja heimili sitt fyrir hryðjuverkaárásum, að því er fram kemur í frétt Deadline. Þá sé stefnt að því að tökur á myndinni hefjist í mars á næsta ári. Myndin verður ekki sú fyrsta sem Teller og Woodley leika saman í heldur sú fimmta, en þau hafa meðal annars áður sést saman á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni The Spectacular Now, og í Divergent-myndunum. Margir kannast einnig við Woodley úr þáttunum Big Little Lies og Teller þekkja eflaust sumir úr Whiplash og Fantastic Four. Óskarsverðlaunaleikarann William Hurt ætti að vera flestu áhugafólki um kvikmyndir kunnugur en hann gerði garðinn til að mynda frægan í kvikmyndinni Kiss of the Spider Women. Klippa: Hrútar - sýnishorn Grímur Hákonarson er einna þekktastur utan landsteinanna fyrir mynd sína Hrúta, sem hlaut verðlaun á hinni virtu kvikmyndahátíð í Cannes í Frakklandi. Grímur verður ekki fyrsti íslenski leikstjórinn sem Woodley vinnur með en hún lék til að mynda aðalhlutverk í mynd Baltasar Kormáks, Adrift, sem kom út 2018. Hollywood Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fleiri fréttir Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leikararnir Miles Teller, Shailene Woodley og William Hurt eru sögð fara með aðalhlutverk í nýrri kvikmynd leikstjórans Gríms Hákonarsonar ef marka má frétt bandaríska Hollywood-fréttamiðilsins Deadline. Myndin sem um ræðir, The Fence, er pólitísk-satíra og fjallar um nýgift hjón með frjálslyndar skoðanir sem lenda upp á kant við íhaldssaman nágranna sinn, vegna deilna um háa girðingu milli lóða þeirra sem nágranninn segist hafa byggt til að verja heimili sitt fyrir hryðjuverkaárásum, að því er fram kemur í frétt Deadline. Þá sé stefnt að því að tökur á myndinni hefjist í mars á næsta ári. Myndin verður ekki sú fyrsta sem Teller og Woodley leika saman í heldur sú fimmta, en þau hafa meðal annars áður sést saman á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni The Spectacular Now, og í Divergent-myndunum. Margir kannast einnig við Woodley úr þáttunum Big Little Lies og Teller þekkja eflaust sumir úr Whiplash og Fantastic Four. Óskarsverðlaunaleikarann William Hurt ætti að vera flestu áhugafólki um kvikmyndir kunnugur en hann gerði garðinn til að mynda frægan í kvikmyndinni Kiss of the Spider Women. Klippa: Hrútar - sýnishorn Grímur Hákonarson er einna þekktastur utan landsteinanna fyrir mynd sína Hrúta, sem hlaut verðlaun á hinni virtu kvikmyndahátíð í Cannes í Frakklandi. Grímur verður ekki fyrsti íslenski leikstjórinn sem Woodley vinnur með en hún lék til að mynda aðalhlutverk í mynd Baltasar Kormáks, Adrift, sem kom út 2018.
Hollywood Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fleiri fréttir Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning