Byggja lúxushótel í Eyjafirði: „Bjartsýnir fyrir framtíð Íslands“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 18:17 Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein hefja byggingu á lúxushóteli á Þengilhöfða í Eyjafirði næsta vor. Aðsend Félagarnir Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein, fyrrverandi landsliðsmenn á skíðum og eigendur Viking Heliskiing og Scandic Guides, hafa ákveðið að hefja byggingu á lúxushóteli rétt við Grenivík í Eyjafirði. Ferðamannaiðnaðurinn hefur tekið mikla dýfu undanfarna mánuði frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands en Björgvin segir þá félaga bjartsýna á að fólk verði byrjað að ferðast aftur þegar hótelið verður tilbúið, en stefnt er að opna það í árslok 2022. „Við erum bara bjartsýnir fyrir framtíð Íslands og viljum meina að þetta sé góð tímasetning að byrja framkvæmdum,“ segir Björgvin í samtali við fréttastofu. Svona mun hótelið líta út þegar það verður tilbúið.Aðsend „Það er enn fólk í dag að bóka ferðir hjá okkur og eftir svona langan tíma hef ég trú á því að við verðum búin að gleyma þessari veiru.“ Hótelið hefur fengið heitið Höfði Lodge og verður það 5.500 fermetrar að stærð og verða fjörutíu herbergi þar fyrir gesti. Þá verður bar, veitingastaður, heilsurækt, funda- og ráðstefnusalur og önnur þjónursta. Hótelið mun rísa fyrir ofan fimmtíu metra háan klettavegg á Þengilhöfða sem gengur út í austanveran Eyjafjörðinn. Björgvin segir þá félaga hafa fundið besta staðinn í Evrópu til að reisa hótel. Fyrsta skóflustungan að hótelinu var tekin á dögunum.Aðsend „Ég er frá Dalvík og Jóhann er frá Reykjavík. Við teljum að við höfum fundið besta stað á Íslandi og í Evrópu með útsýni yfir sjó, á fimmtíu metra háum kletti. Þetta er bara eins og við sáum fyrir þegar við ákváðum þetta fyrir sex árum síðan.“ Þeir Jóhann eru að sögn Björgvins stærstu fjárfestarnir í verkefninu en þeir eru einnig í samstarfi við erlenda fjárfesta. Stefnt er að því að hefja byggingaframkvæmdir næsta vor en Björgvin sagðist ekki geta greint frá því hvað verkefnið mun kosta að svo stöddu. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grýtubakkahreppur Mest lesið Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Sjá meira
Félagarnir Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein, fyrrverandi landsliðsmenn á skíðum og eigendur Viking Heliskiing og Scandic Guides, hafa ákveðið að hefja byggingu á lúxushóteli rétt við Grenivík í Eyjafirði. Ferðamannaiðnaðurinn hefur tekið mikla dýfu undanfarna mánuði frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands en Björgvin segir þá félaga bjartsýna á að fólk verði byrjað að ferðast aftur þegar hótelið verður tilbúið, en stefnt er að opna það í árslok 2022. „Við erum bara bjartsýnir fyrir framtíð Íslands og viljum meina að þetta sé góð tímasetning að byrja framkvæmdum,“ segir Björgvin í samtali við fréttastofu. Svona mun hótelið líta út þegar það verður tilbúið.Aðsend „Það er enn fólk í dag að bóka ferðir hjá okkur og eftir svona langan tíma hef ég trú á því að við verðum búin að gleyma þessari veiru.“ Hótelið hefur fengið heitið Höfði Lodge og verður það 5.500 fermetrar að stærð og verða fjörutíu herbergi þar fyrir gesti. Þá verður bar, veitingastaður, heilsurækt, funda- og ráðstefnusalur og önnur þjónursta. Hótelið mun rísa fyrir ofan fimmtíu metra háan klettavegg á Þengilhöfða sem gengur út í austanveran Eyjafjörðinn. Björgvin segir þá félaga hafa fundið besta staðinn í Evrópu til að reisa hótel. Fyrsta skóflustungan að hótelinu var tekin á dögunum.Aðsend „Ég er frá Dalvík og Jóhann er frá Reykjavík. Við teljum að við höfum fundið besta stað á Íslandi og í Evrópu með útsýni yfir sjó, á fimmtíu metra háum kletti. Þetta er bara eins og við sáum fyrir þegar við ákváðum þetta fyrir sex árum síðan.“ Þeir Jóhann eru að sögn Björgvins stærstu fjárfestarnir í verkefninu en þeir eru einnig í samstarfi við erlenda fjárfesta. Stefnt er að því að hefja byggingaframkvæmdir næsta vor en Björgvin sagðist ekki geta greint frá því hvað verkefnið mun kosta að svo stöddu.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grýtubakkahreppur Mest lesið Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Sjá meira