Handbolti

Sam­herji Arons og danskur lands­liðs­maður frá í fimm mánuði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mortensen í leik gegn Szeged á síðustu leiktíð. Stefán Rafn Sigurmannsson fylgist með.
Mortensen í leik gegn Szeged á síðustu leiktíð. Stefán Rafn Sigurmannsson fylgist með. Jeroen Meuwsen/Soccrates/Getty Images

Danski handboltamaðurinn Casper U. Mortensen verður frá í um það bil fimm mánuði vegna meiðsla á hné.

Casper leikur með Barcelona og er þar samherji Arons Pálmarssonar en Barcelona greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni í dag.

Daninn verður því ekki í danska landsliðshópnum sem keppir á HM sem fer fram í Egyptalandi í janúar.

Fyrr í vikunni skrifaði fyrr í vikunni að Casper hafi lent í meiðslum og það yrði að skoða meiðslin nánar. Það endaði með aðgerð.

Hann hefur spilað þrettán leiki og skorað í þeim 48 mörk á leiktíðinni með Barcelona en hann hefur verið fastamaður í danska landsliðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.