Handbolti

Alfreð fagnaði torsóttum sigri í fyrsta leiknum með þýska landsliðinu

Sindri Sverrisson skrifar
Alfreð Gíslasyni var hætt að lítast á blikuna í fyrri hálfleik.
Alfreð Gíslasyni var hætt að lítast á blikuna í fyrri hálfleik. Getty/Christof Koepsel

Þýskaland vann Bosníu 25-21 í dag í undankeppni EM. Þetta var fyrsti leikur Þjóðverja undir stjórn Alfreðs Gíslasonar sem tók við þjálfun liðsins í febrúar.

Sigurinn var ansi torsóttur því Bosníumenn voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13-9, þrátt fyrir að vera aðeins með 11 manna hóp og enga örvhenta skyttu, vegna kórónuveiruvandræða.

Í seinni hálfleik voru hinir nýju lærisveinar Alfreðs fljótir að jafna metin og komast yfir. Spenna var þó í leiknum allt til enda og aðeins 2-3 marka munur á lokamínútunum, þar til að Þjóðverjar skoruðu síðasta markið og tryggðu sér fjögurra marka sigur.

Hendrik Pekeler var markahæstur Þjóðverja með 5 mörk en Kai Häfner og Uwe Gensheimer skoruðu 4 mörk hvor. Hjá Bosníu var Nikola Prce markahæstur með 8 mörk.

Þýskaland er því með tvö stig líkt og Austurríki sem vann Eistland 31-28 í gær í sama riðli. Á sunnudag mæta Þjóðverjar Eistlendingum í Tallin en Bosnía tekur á móti Austurríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×