Milljarðakröfu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar vísað frá í héraðsdómi Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 18:04 Hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir kröfðust alls þriggja milljarða í skaðabóta frá Sýn. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá milljarðakröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur og félags hennar, 365 hf., gegn fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess Heiðari Guðjónssyni og öllum stjórnarmönnum. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Jón Ásgeir, Ingibjörg og 365 hf. kröfðu áðurnefnda aðila hvert um sig um milljarð króna í skaðabætur, alls þrjá milljarða króna. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. Aðdraganda málsins má einmitt rekja til þess að í ársreikningi Sýnar fyrir árið 2019 kom fram að til stæði að höfða umrætt mál á hendur Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu. Hjónin byggðu málsókn sína gegn Sýn og stjórnendum fyrirtækisins á því að þau hefðu orðið fyrir tjóni vegna ummælana er lytu að málsókninni, auk málsóknarinnar sjálfrar sem þau töldu tilhæfulausa. Héraðsdómur taldi dómkröfur Jóns Ásgeirs og Ingibjargar „óljósar og óskýrar“, auk þess sem annmarkar væru á málatilbúnaði þeirra. Ekki verði hjá því komist að vísa málinu frá dómi. Þá var hjónunum gert að greiða stefndu, hverju um sig, 55 þúsund krónur í málskostnað, alls rúma hálfa milljón króna. Búið er að kæra úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Sýn keypti stóran hluta eigna 365 miðla, þar á meðal fjölmiðlana Stöð 2, Bylgjuna og Vísi, í mars árið 2017. Fréttablaðið varð eftir hjá 365 miðlum. Í kaupsamningi var ákvæði um samkeppnisbann. Í desember í fyrra sendi Sýn Jóni Ásgeiri, Ingibjörgu, 365 og Torgi, núverandi útgáfufélagi Fréttablaðsins, bréf þar sem þeirri skoðun var lýst að hluti af starfsemi vefmiðils Fréttablaðsins bryti gegn samkeppnisákvæði kaupsamningsins. Það ákvæði veitti rétt til að krefjast dagsekta upp á fimm milljónir króna. Í umræddum árshlutareikningi sem var birtur í maí kemur fram að Jón Ásgeir og Ingibjörg hafi skuldbundið sig persónulega til að greiða dagsektir ef til brota á samkeppnisbanni kæmi. Dómkrafa Sýnar gegn þeim byggði á dagsektarákvæðum og nam um 1,7 milljörðum króna auk vaxta, líkt og áður segir. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir er í eigu Sýnar. Fjarskipti Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Jón Ásgeir og Ingibjörg vilja þrjá milljarða í bætur frá Sýn Þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir og félag hennar 365 hf. hefur stefnt fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess og öllum stjórnarmönnum til að greiða þeim alls þrjá milljarða í skaðabætur. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. 13. maí 2020 17:52 Sýn mun stefna Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri og krefst milljarðs Sýn hf. hefur falið lögmanni sínum að undirbúa höfðun dómsmáls á hendur hjónunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, 365 miðlum hf. og Torgi ehf. 26. febrúar 2020 19:00 365 fær ekki að fara með tveggja milljóna orlofsdeilu fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni 365 hf um að rétturinn taki fyrir launadeilumál fyrirtækisins við fyrrverandi framkvæmdastjóra sem sagt var upp störfum fyrir fjórum árum. 6. febrúar 2020 09:58 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá milljarðakröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur og félags hennar, 365 hf., gegn fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess Heiðari Guðjónssyni og öllum stjórnarmönnum. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Jón Ásgeir, Ingibjörg og 365 hf. kröfðu áðurnefnda aðila hvert um sig um milljarð króna í skaðabætur, alls þrjá milljarða króna. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. Aðdraganda málsins má einmitt rekja til þess að í ársreikningi Sýnar fyrir árið 2019 kom fram að til stæði að höfða umrætt mál á hendur Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu. Hjónin byggðu málsókn sína gegn Sýn og stjórnendum fyrirtækisins á því að þau hefðu orðið fyrir tjóni vegna ummælana er lytu að málsókninni, auk málsóknarinnar sjálfrar sem þau töldu tilhæfulausa. Héraðsdómur taldi dómkröfur Jóns Ásgeirs og Ingibjargar „óljósar og óskýrar“, auk þess sem annmarkar væru á málatilbúnaði þeirra. Ekki verði hjá því komist að vísa málinu frá dómi. Þá var hjónunum gert að greiða stefndu, hverju um sig, 55 þúsund krónur í málskostnað, alls rúma hálfa milljón króna. Búið er að kæra úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Sýn keypti stóran hluta eigna 365 miðla, þar á meðal fjölmiðlana Stöð 2, Bylgjuna og Vísi, í mars árið 2017. Fréttablaðið varð eftir hjá 365 miðlum. Í kaupsamningi var ákvæði um samkeppnisbann. Í desember í fyrra sendi Sýn Jóni Ásgeiri, Ingibjörgu, 365 og Torgi, núverandi útgáfufélagi Fréttablaðsins, bréf þar sem þeirri skoðun var lýst að hluti af starfsemi vefmiðils Fréttablaðsins bryti gegn samkeppnisákvæði kaupsamningsins. Það ákvæði veitti rétt til að krefjast dagsekta upp á fimm milljónir króna. Í umræddum árshlutareikningi sem var birtur í maí kemur fram að Jón Ásgeir og Ingibjörg hafi skuldbundið sig persónulega til að greiða dagsektir ef til brota á samkeppnisbanni kæmi. Dómkrafa Sýnar gegn þeim byggði á dagsektarákvæðum og nam um 1,7 milljörðum króna auk vaxta, líkt og áður segir. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjarskipti Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Jón Ásgeir og Ingibjörg vilja þrjá milljarða í bætur frá Sýn Þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir og félag hennar 365 hf. hefur stefnt fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess og öllum stjórnarmönnum til að greiða þeim alls þrjá milljarða í skaðabætur. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. 13. maí 2020 17:52 Sýn mun stefna Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri og krefst milljarðs Sýn hf. hefur falið lögmanni sínum að undirbúa höfðun dómsmáls á hendur hjónunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, 365 miðlum hf. og Torgi ehf. 26. febrúar 2020 19:00 365 fær ekki að fara með tveggja milljóna orlofsdeilu fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni 365 hf um að rétturinn taki fyrir launadeilumál fyrirtækisins við fyrrverandi framkvæmdastjóra sem sagt var upp störfum fyrir fjórum árum. 6. febrúar 2020 09:58 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Jón Ásgeir og Ingibjörg vilja þrjá milljarða í bætur frá Sýn Þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir og félag hennar 365 hf. hefur stefnt fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess og öllum stjórnarmönnum til að greiða þeim alls þrjá milljarða í skaðabætur. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. 13. maí 2020 17:52
Sýn mun stefna Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri og krefst milljarðs Sýn hf. hefur falið lögmanni sínum að undirbúa höfðun dómsmáls á hendur hjónunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, 365 miðlum hf. og Torgi ehf. 26. febrúar 2020 19:00
365 fær ekki að fara með tveggja milljóna orlofsdeilu fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni 365 hf um að rétturinn taki fyrir launadeilumál fyrirtækisins við fyrrverandi framkvæmdastjóra sem sagt var upp störfum fyrir fjórum árum. 6. febrúar 2020 09:58