Skoðun

Áfram Heiða!

Hópur femínista skrifar

Femínískar framfarir hafa alltaf byggt á kvennasamstöðu, þar sem konur úr ólíkum áttum hafa unnið saman að því sem þarf. Á undanförnum árum höfum við undirritaðar starfað með Heiðu Björgu Hilmisdóttur að femínískum aðgerðum og verkefnum á formlegum og óformlegum vettvangi. Þar hefur hún beitt sér sem borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar sem er ómetanlegt, enda allt of sjaldgæft að konur í stjórnmálum hafi kjark og/eða stöðu til að beita sér með femínískum hætti.

Í anda þessarar kvennasamstöðu, þar sem konum úr ólíkum áttum vinna saman að því sem þarf, viljum við koma á framfæri stuðningsyfirlýsingu við Heiðu Björgu, enda er algert lykilatriði fyrir Samfylkinguna að hafa sterka, kjarkmikla og femíníska konu í forystu flokksins. Trúverðugleiki jafnaðarstefnunnar byggir ekki síst á femínískum gildum, og um þau stendur engin betri vörð en Heiða Björg.

Heiða er einlæg, heiðarleg og vinnusöm. Hún hefur hæfileika til að leiða saman ólíkt fólk og ólík sjónarmið með gleði og samstöðu að leiðarljósi. Henni þykir vænt um flokkinn sinn, stefnuna sem hann er myndaður um og fólkið sem vinnur með henni við að stuðla að betra samfélagi. Við skorum á Samfylkingarfólk að styðja Heiðu Björgu og munum gera það sem í okkar valdi stendur til að flokkurinn fái áfram að njóta krafta hennar. Það er brýnt að konur og jaðarsett fólk hafi trúverðugan valkost í lýðræðissamfélaginu okkar.

Áfram Heiða!

Aldís Coquillon, Anna Lind Vignisdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Edda Ýr Garðarsdóttir, Eija Jansdotter, Elfa Jónsdóttir, Emma Ásudóttir Árnadóttir, Erla Guðrún Gísladóttir, Erla Kr Bergmann, Guðrún C. Emilsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Gunnhildur Kona Jónsdóttir, Gunnur Vilborg, Halldóra Jónasdóttir, Halldóra Jónasdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Helga Dís Ísfold Sigurðardóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, Hildur Ýr Ísberg, Hlíf Steinsdóttir, Hugrún Jónsdóttir, Kolbrún Dögg Arnardóttir, Kristín Arna Ingólfsdóttir, Kristín Elfa Guðnadóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Kristín Vilhjálmsdóttir, Linda Björk Einarsdóttir, María Hjálmtýsdóttir, Sigrún Sif Jóelsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Sólrún Einarsdóttir, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, Steinunn Ýr Einarsdóttir, Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir, Tara Margrét Vilhjálmsdóttir og Þóra Kristín Þórsdóttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×