Gagnrýni og heilbrigðisþjónusta Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar 30. október 2020 16:06 Ég finn mig knúna til að bregðast við þegar ég sé virtan kollega minn í ábyrgðarstöðu lýsa því yfir að það sé „voða auðvelt“ að gagnrýna heilbrigðisþjónustuna, þar talar hún sérstaklega um atburðina á Landakoti. Vera má að það sé auðvelt fyrir suma, og þá sennilega þá sem fjarri standa þjónustunni og þekkja lítið til hennar. En fyrir notendur þjónustunnar er það sannarlega erfitt og kvíðvænlegt spor. Séu þeir í ofanálag tengdir þjónustunni sem starfsmenn er það enn erfiðara. Þegar dóttir mín ákvað að koma í viðtal og gagnrýna viðbrögð Landakots við Covid sýkingunni leið henni sannarlega ekki vel. Hún átti í baráttu við sjálfa sig og var andvaka af kvíða. En þá var staða hennar sú að hún hafði ekki hugmynd um hvort hún og tvö systkini hennar væru smituð ásamt tíu börnum þeirra þar af tveimur sem eru sérlega viðkvæm vegna fötlunar. Enginn frá Landakoti hafði haft samband í tvo sólarhringa (og þegar samband var haft voru þau skilaboð þveröfug við það sem smitrakningarteymi sóttvarnalæknis sagði deginum síðar). Flutningur föður hennar til Stykkishólms var óskiljanlegur - og er enn þótt stjórnendur hafi komið með skýringar á því eftir að málið fór í fjölmiðla þá finnst okkur þær ekki alveg sannfærandi.En á þessum tíma virtist heldur ekki von um skýringar yfirleitt. Upplýsingagjöf varðandi föður hennar hafði þá um nokkurt skeið verið með þeim hætti að traust hennar (en hún var sú sem stóð mest í samskiptunum) til starfseiningarinnar var hreint út sagt ekki mikið. Er það hennar sök? Ætti hún af einhverjum annarlegum ástæðum að óska eftir að faðir hennar liggi á deild þar sem þjónustan er ekki fullnægjandi? Hvaða afstöðu hefur Landspítali til notenda þjónustu hans? Bara að þeir þegi og þakki?! Svo það sé sagt var margt vel gert líka á Landakoti. Þessi einstaklingur átti hins vegar aldrei að fara þangað, því hann var með nýlega helftarlömun og alvarlega fötlun eftir heilablóðfall. Hann fékk hins vegar ekki að fara á Grensásdeild þar sem aðal sérþekkingin er - og vitið þið hvers vegna? Jú, hann er fæddur 1949. Hefði hann bara verið fæddur 1954 þá hefði hann farið á Grensásdeild. Honum var sagt að Landakot væri albesti staðurinn fyrir hann. Hann varð því að vonum hissa þegar þangað kom. Hann sagði við mig (sem er fv. eiginkona hans): „Hér eru allir miklu eldri en ég og þeir labba allir af stað með göngugrindur! Hér er enginn nema ég sem er lamaður öðrum megin, enginn sem er bundinn við hjólastól.“ Förum (um leið og hægt er fyrir covid 19) að horfa í alvöru á þessa mismunun einstaklinga til heilbrigðisþjónustu vegna aldurs. Förum í alvöru að hætta henni. Það er mikilvægara en að taka gagnrýni sem einhverju pirrandi sem notendur og/eða aðstandendur þeirra komi með nánast að gamin sínu. Það bað enginn heilbrigðisstarfsmenn um að gera þetta að lífsstarfi sínu. Þeir völdu það sjálfir - ég og aðrir. En dóttir mín valdi ekki að vera miður sín af áhyggjum vikum og mánuðum saman vegna þess að alvarlega fatlaður faðir hennar var ekki á rétta staðnum og að stöðugt þurfti að vera á vaktinni til að sjá um að hann virkilega fengi þjónustu og endurhæfingu eins og hann þurfti. Faðir hennar valdi ekki að fá heilablæðingu og missa máttinn í helmingi líkamans. Hann var nýkominn í góða íbúð, búinn að fá góða vinnuaðstöðu sem myndlistarmaður og allt brosti við honum. Hann var á 71. aldursári þegar áfallið dundi yfir, hann var virkur, með stórfjölskylduna allt í kring og naut lífsins. Hann hefði valið allt annað. Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Hópsýking á Landakoti Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég finn mig knúna til að bregðast við þegar ég sé virtan kollega minn í ábyrgðarstöðu lýsa því yfir að það sé „voða auðvelt“ að gagnrýna heilbrigðisþjónustuna, þar talar hún sérstaklega um atburðina á Landakoti. Vera má að það sé auðvelt fyrir suma, og þá sennilega þá sem fjarri standa þjónustunni og þekkja lítið til hennar. En fyrir notendur þjónustunnar er það sannarlega erfitt og kvíðvænlegt spor. Séu þeir í ofanálag tengdir þjónustunni sem starfsmenn er það enn erfiðara. Þegar dóttir mín ákvað að koma í viðtal og gagnrýna viðbrögð Landakots við Covid sýkingunni leið henni sannarlega ekki vel. Hún átti í baráttu við sjálfa sig og var andvaka af kvíða. En þá var staða hennar sú að hún hafði ekki hugmynd um hvort hún og tvö systkini hennar væru smituð ásamt tíu börnum þeirra þar af tveimur sem eru sérlega viðkvæm vegna fötlunar. Enginn frá Landakoti hafði haft samband í tvo sólarhringa (og þegar samband var haft voru þau skilaboð þveröfug við það sem smitrakningarteymi sóttvarnalæknis sagði deginum síðar). Flutningur föður hennar til Stykkishólms var óskiljanlegur - og er enn þótt stjórnendur hafi komið með skýringar á því eftir að málið fór í fjölmiðla þá finnst okkur þær ekki alveg sannfærandi.En á þessum tíma virtist heldur ekki von um skýringar yfirleitt. Upplýsingagjöf varðandi föður hennar hafði þá um nokkurt skeið verið með þeim hætti að traust hennar (en hún var sú sem stóð mest í samskiptunum) til starfseiningarinnar var hreint út sagt ekki mikið. Er það hennar sök? Ætti hún af einhverjum annarlegum ástæðum að óska eftir að faðir hennar liggi á deild þar sem þjónustan er ekki fullnægjandi? Hvaða afstöðu hefur Landspítali til notenda þjónustu hans? Bara að þeir þegi og þakki?! Svo það sé sagt var margt vel gert líka á Landakoti. Þessi einstaklingur átti hins vegar aldrei að fara þangað, því hann var með nýlega helftarlömun og alvarlega fötlun eftir heilablóðfall. Hann fékk hins vegar ekki að fara á Grensásdeild þar sem aðal sérþekkingin er - og vitið þið hvers vegna? Jú, hann er fæddur 1949. Hefði hann bara verið fæddur 1954 þá hefði hann farið á Grensásdeild. Honum var sagt að Landakot væri albesti staðurinn fyrir hann. Hann varð því að vonum hissa þegar þangað kom. Hann sagði við mig (sem er fv. eiginkona hans): „Hér eru allir miklu eldri en ég og þeir labba allir af stað með göngugrindur! Hér er enginn nema ég sem er lamaður öðrum megin, enginn sem er bundinn við hjólastól.“ Förum (um leið og hægt er fyrir covid 19) að horfa í alvöru á þessa mismunun einstaklinga til heilbrigðisþjónustu vegna aldurs. Förum í alvöru að hætta henni. Það er mikilvægara en að taka gagnrýni sem einhverju pirrandi sem notendur og/eða aðstandendur þeirra komi með nánast að gamin sínu. Það bað enginn heilbrigðisstarfsmenn um að gera þetta að lífsstarfi sínu. Þeir völdu það sjálfir - ég og aðrir. En dóttir mín valdi ekki að vera miður sín af áhyggjum vikum og mánuðum saman vegna þess að alvarlega fatlaður faðir hennar var ekki á rétta staðnum og að stöðugt þurfti að vera á vaktinni til að sjá um að hann virkilega fengi þjónustu og endurhæfingu eins og hann þurfti. Faðir hennar valdi ekki að fá heilablæðingu og missa máttinn í helmingi líkamans. Hann var nýkominn í góða íbúð, búinn að fá góða vinnuaðstöðu sem myndlistarmaður og allt brosti við honum. Hann var á 71. aldursári þegar áfallið dundi yfir, hann var virkur, með stórfjölskylduna allt í kring og naut lífsins. Hann hefði valið allt annað. Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar