Gagnrýni og heilbrigðisþjónusta Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar 30. október 2020 16:06 Ég finn mig knúna til að bregðast við þegar ég sé virtan kollega minn í ábyrgðarstöðu lýsa því yfir að það sé „voða auðvelt“ að gagnrýna heilbrigðisþjónustuna, þar talar hún sérstaklega um atburðina á Landakoti. Vera má að það sé auðvelt fyrir suma, og þá sennilega þá sem fjarri standa þjónustunni og þekkja lítið til hennar. En fyrir notendur þjónustunnar er það sannarlega erfitt og kvíðvænlegt spor. Séu þeir í ofanálag tengdir þjónustunni sem starfsmenn er það enn erfiðara. Þegar dóttir mín ákvað að koma í viðtal og gagnrýna viðbrögð Landakots við Covid sýkingunni leið henni sannarlega ekki vel. Hún átti í baráttu við sjálfa sig og var andvaka af kvíða. En þá var staða hennar sú að hún hafði ekki hugmynd um hvort hún og tvö systkini hennar væru smituð ásamt tíu börnum þeirra þar af tveimur sem eru sérlega viðkvæm vegna fötlunar. Enginn frá Landakoti hafði haft samband í tvo sólarhringa (og þegar samband var haft voru þau skilaboð þveröfug við það sem smitrakningarteymi sóttvarnalæknis sagði deginum síðar). Flutningur föður hennar til Stykkishólms var óskiljanlegur - og er enn þótt stjórnendur hafi komið með skýringar á því eftir að málið fór í fjölmiðla þá finnst okkur þær ekki alveg sannfærandi.En á þessum tíma virtist heldur ekki von um skýringar yfirleitt. Upplýsingagjöf varðandi föður hennar hafði þá um nokkurt skeið verið með þeim hætti að traust hennar (en hún var sú sem stóð mest í samskiptunum) til starfseiningarinnar var hreint út sagt ekki mikið. Er það hennar sök? Ætti hún af einhverjum annarlegum ástæðum að óska eftir að faðir hennar liggi á deild þar sem þjónustan er ekki fullnægjandi? Hvaða afstöðu hefur Landspítali til notenda þjónustu hans? Bara að þeir þegi og þakki?! Svo það sé sagt var margt vel gert líka á Landakoti. Þessi einstaklingur átti hins vegar aldrei að fara þangað, því hann var með nýlega helftarlömun og alvarlega fötlun eftir heilablóðfall. Hann fékk hins vegar ekki að fara á Grensásdeild þar sem aðal sérþekkingin er - og vitið þið hvers vegna? Jú, hann er fæddur 1949. Hefði hann bara verið fæddur 1954 þá hefði hann farið á Grensásdeild. Honum var sagt að Landakot væri albesti staðurinn fyrir hann. Hann varð því að vonum hissa þegar þangað kom. Hann sagði við mig (sem er fv. eiginkona hans): „Hér eru allir miklu eldri en ég og þeir labba allir af stað með göngugrindur! Hér er enginn nema ég sem er lamaður öðrum megin, enginn sem er bundinn við hjólastól.“ Förum (um leið og hægt er fyrir covid 19) að horfa í alvöru á þessa mismunun einstaklinga til heilbrigðisþjónustu vegna aldurs. Förum í alvöru að hætta henni. Það er mikilvægara en að taka gagnrýni sem einhverju pirrandi sem notendur og/eða aðstandendur þeirra komi með nánast að gamin sínu. Það bað enginn heilbrigðisstarfsmenn um að gera þetta að lífsstarfi sínu. Þeir völdu það sjálfir - ég og aðrir. En dóttir mín valdi ekki að vera miður sín af áhyggjum vikum og mánuðum saman vegna þess að alvarlega fatlaður faðir hennar var ekki á rétta staðnum og að stöðugt þurfti að vera á vaktinni til að sjá um að hann virkilega fengi þjónustu og endurhæfingu eins og hann þurfti. Faðir hennar valdi ekki að fá heilablæðingu og missa máttinn í helmingi líkamans. Hann var nýkominn í góða íbúð, búinn að fá góða vinnuaðstöðu sem myndlistarmaður og allt brosti við honum. Hann var á 71. aldursári þegar áfallið dundi yfir, hann var virkur, með stórfjölskylduna allt í kring og naut lífsins. Hann hefði valið allt annað. Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Hópsýking á Landakoti Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ég finn mig knúna til að bregðast við þegar ég sé virtan kollega minn í ábyrgðarstöðu lýsa því yfir að það sé „voða auðvelt“ að gagnrýna heilbrigðisþjónustuna, þar talar hún sérstaklega um atburðina á Landakoti. Vera má að það sé auðvelt fyrir suma, og þá sennilega þá sem fjarri standa þjónustunni og þekkja lítið til hennar. En fyrir notendur þjónustunnar er það sannarlega erfitt og kvíðvænlegt spor. Séu þeir í ofanálag tengdir þjónustunni sem starfsmenn er það enn erfiðara. Þegar dóttir mín ákvað að koma í viðtal og gagnrýna viðbrögð Landakots við Covid sýkingunni leið henni sannarlega ekki vel. Hún átti í baráttu við sjálfa sig og var andvaka af kvíða. En þá var staða hennar sú að hún hafði ekki hugmynd um hvort hún og tvö systkini hennar væru smituð ásamt tíu börnum þeirra þar af tveimur sem eru sérlega viðkvæm vegna fötlunar. Enginn frá Landakoti hafði haft samband í tvo sólarhringa (og þegar samband var haft voru þau skilaboð þveröfug við það sem smitrakningarteymi sóttvarnalæknis sagði deginum síðar). Flutningur föður hennar til Stykkishólms var óskiljanlegur - og er enn þótt stjórnendur hafi komið með skýringar á því eftir að málið fór í fjölmiðla þá finnst okkur þær ekki alveg sannfærandi.En á þessum tíma virtist heldur ekki von um skýringar yfirleitt. Upplýsingagjöf varðandi föður hennar hafði þá um nokkurt skeið verið með þeim hætti að traust hennar (en hún var sú sem stóð mest í samskiptunum) til starfseiningarinnar var hreint út sagt ekki mikið. Er það hennar sök? Ætti hún af einhverjum annarlegum ástæðum að óska eftir að faðir hennar liggi á deild þar sem þjónustan er ekki fullnægjandi? Hvaða afstöðu hefur Landspítali til notenda þjónustu hans? Bara að þeir þegi og þakki?! Svo það sé sagt var margt vel gert líka á Landakoti. Þessi einstaklingur átti hins vegar aldrei að fara þangað, því hann var með nýlega helftarlömun og alvarlega fötlun eftir heilablóðfall. Hann fékk hins vegar ekki að fara á Grensásdeild þar sem aðal sérþekkingin er - og vitið þið hvers vegna? Jú, hann er fæddur 1949. Hefði hann bara verið fæddur 1954 þá hefði hann farið á Grensásdeild. Honum var sagt að Landakot væri albesti staðurinn fyrir hann. Hann varð því að vonum hissa þegar þangað kom. Hann sagði við mig (sem er fv. eiginkona hans): „Hér eru allir miklu eldri en ég og þeir labba allir af stað með göngugrindur! Hér er enginn nema ég sem er lamaður öðrum megin, enginn sem er bundinn við hjólastól.“ Förum (um leið og hægt er fyrir covid 19) að horfa í alvöru á þessa mismunun einstaklinga til heilbrigðisþjónustu vegna aldurs. Förum í alvöru að hætta henni. Það er mikilvægara en að taka gagnrýni sem einhverju pirrandi sem notendur og/eða aðstandendur þeirra komi með nánast að gamin sínu. Það bað enginn heilbrigðisstarfsmenn um að gera þetta að lífsstarfi sínu. Þeir völdu það sjálfir - ég og aðrir. En dóttir mín valdi ekki að vera miður sín af áhyggjum vikum og mánuðum saman vegna þess að alvarlega fatlaður faðir hennar var ekki á rétta staðnum og að stöðugt þurfti að vera á vaktinni til að sjá um að hann virkilega fengi þjónustu og endurhæfingu eins og hann þurfti. Faðir hennar valdi ekki að fá heilablæðingu og missa máttinn í helmingi líkamans. Hann var nýkominn í góða íbúð, búinn að fá góða vinnuaðstöðu sem myndlistarmaður og allt brosti við honum. Hann var á 71. aldursári þegar áfallið dundi yfir, hann var virkur, með stórfjölskylduna allt í kring og naut lífsins. Hann hefði valið allt annað. Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun