Handbolti

Bæði Ís­lendinga­liðin lönduðu sigrum í Evrópu­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson og Teitur Örn Einarsson komu báðir við sögu í sigrum liða sinna í kvöld.
Viktor Gísli Hallgrímsson og Teitur Örn Einarsson komu báðir við sögu í sigrum liða sinna í kvöld. EPA/Getty

Kristianstad og GOG unnu leiki sína í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Sænska liðið Kristianstad vann öruggan níu marka sigur á Dinamo Búkarest Rúmeníu. Þá vann danska liðið GOG eins marks sigur á Pelister frá Norður-Makedóníu fyrr í kvöld.

Í B-riðli mættust Kristianstad og Búkarest í Svíþjóð. Sigur Kristianstad var aldrei í hættu en liðið var fjórum mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 16-12. Þeir bættu svo við í síðari hálfleik og unnu leikinn á endanum níu marka sigur, lokatölur 31-22.

Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk í liði Kristianstad í kvöld. Ólafur Andrés Guðmundsson kom ekki við sögu í sigri kvöldsins. Kristianstad hefur nú unnið einn leik og tapað einum og er í 3. sæti riðilsins, af sex liðum.

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í danska handknattleiksliðinu GOG fögnuðu sínum fyrsta sigri í D-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Fengu þeir Pelister frá Norður-Makedóníu í heimsókn. Vann GOG einkar nauman eins marks sigur, lokatölur 30-29.

Viktor Gísli varði alls fimm skot í marki GOG í kvöld eða alls 26 prósent skota gestanna, sem rötuðu á markið þar að segja. Þá lagði Viktor upp eitt mark og spilaði hann því sinn þátt í sigri kvöldsins.

Danska liðið er nú með tvö stig í 2. sæti D-riðils. Eru það jafn mörg stig og svissneska liðið Kadetten er með en Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari liðsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.