Körfubolti

Þórsarar fundið arftaka Andrew

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Ármann Oddsson er nýjasti þjálfari Dominos deildar karla.
Bjarki Ármann Oddsson er nýjasti þjálfari Dominos deildar karla. THORSPORT

Bjarki Ármann Oddsson er tekinn við Þór Akureyri í Domino's deild karla en hann tekur við starfinu af Andrew Johnston.

Andrew lét af störfum á dögunum er Þórsarar gátu ekki staðið við gerða samninga við Andrew vegna kórónuveirufaraldursins.

Bjarki hefur áður þjálfað meistaraflokka hjá Þór því tímabilin 2007-2008 og 2008-2009 þjálfaði hann meistaraflokk kvenna.

Sumarið 2012 tók Bjarki að sér þjálfun meistaraflokks karla og stýrði liðinu í tvö tímabil þ.e. 2012-2013 og 2013-2014 en þá lék Þór í 1. deild.

Bjarki hefur búið á Eskifirði undanfarin ár og starfað þar sem Íþrótta- og frístundastjóri hjá Fjarðabyggð.

Samhliða því hefur hann unnið mikið starf við uppbyggingu á körfubolta í Fjarðabyggð en hann stýrði sinni fyrstu æfingu í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.