Handbolti

Fimm mörk frá Óðni og sigur hjá Sveini, Aroni og Elvari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk fyrir Holstebro í dag.
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk fyrir Holstebro í dag. mynd/hsí

Ágúst Elí Björgvinsson var með rúmlega 30% markvörslu er Kolding tapaði fyrir Skjern í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Leiknum lauk með 27-26 sigri gestanna frá Skjern eftir að þeir höfðu leitt með einu marki í hálfleik, 15-14.

Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk úr sjö skotum hjá Skjern sem situr í 2. til 3. sæti deildarinnar en Kolding er í því tíunda.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk er TTH Holstebro gerði jafntefli við Ringsted, 32-32, einnig í danska boltanum.

Jafnteflið var nokkuð óvænt enda Holstebro í 5. sætinu og þetta var fyrsta stig Ringsted í ár.

Aron Elís Þrándarson kom inn af bekknum er OB vann 3-0 sigur á Lyngby á útivelli. Hann kom inn af bekknum á 68. mínútu.

Sveinn Aron Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekknum hjá OB sem er í 8. sætinu með sjö stig. Lyngby er hins vegar með tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×