Margar grímur Félags atvinnurekenda Ingvar Smári Birgisson skrifar 21. október 2020 20:07 Þegar ég las umsögn Félags atvinnurekenda við frumvarpsdrög dómsmálaráðherra að breytingum á áfengislögum brá mér í brún. Félag atvinnurekenda lýsti yfir áhyggjum af skorti á ítarlegri greiningu á áhrifum frumvarpsins á rekstur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Komst félagið svo að orði að ríkiseinokunarverslunin hefði „engin úrræði“ til að bregðast við samkeppni netverslana, yrði frumvarpið að lögum. Með öðrum orðum hefur Félag atvinnurekenda áhyggjur af því að rekstur ríkiseinokunarverslunar muni laskast. Þetta hefði verið forsíðufrétt í einhverjum löndum! En svona geta grímur Félags atvinnurekenda verið margar. Einn daginn ber félagið gunnfána frelsis og þann næsta hefur félagið áhyggjur af afdrifum ríkiseinokunarverslunar. Sem dæmi um hið fyrrnefnda má nefna þau tilvik þegar Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna innflutningsfyrirtækja á matvælum. Félagið hefur lengi vel barist gegn tollum á innfluttum matvælum og tekið margan slaginn við Bændasamtök Íslands og landbúnaðarráðherra. Félagið beitir fyrir sig hagsmunum neytenda í þessari baráttu og skeytir lítið um hagsmuni bænda, en þeir eru einmitt atvinnurekendur sem greiða ekki í sjóði Félags atvinnurekenda. Því er básúnað af hálfu félagsins að auka megi úrval og lækka verð, neytendum til hagsbóta, með minni ríkisafskiptum og niðurfellingu tolla af landbúnaðarvörum. Félag atvinnurekenda, ekki neytenda Já - með þessum hætti getur málflutningur félagsins verið fyrir hádegi. En eftir hádegi kann að vera allt annar hljómur í félaginu. Meðal félagsmanna í Félagi atvinnurekenda eru einnig stærstu áfengisframleiðendur landsins sem og áfengisinnflytjendur. Nær allir minni áfengisframleiðendur standa utan samtakanna og eru t.d. í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa. Félag atvinnurekenda hefur í yfir áratug staðið gegn öllum frumvörpum á Alþingi sem hafa haft það að markmiði að færa fyrirkomulag á sölu áfengis í frjálsræðisátt. Þetta er engin tilviljun og hafa samtökin hafa beitt ýmsum rökum fyrir sig í þeim efnum. Alveg sama hvers konar áfengisfrumvarp lítur dagsins ljós, þá telja samtökin alltaf nauðsynlegt að „heildstætt mat“ fari fram og engu megi breyta án þess að fallist sé á allar tillögur félagsins. Breyta þarf álagningu áfengisgjalds, reglum um áfengisauglýsingar og jafnvel auka eftirlit hins opinbera eftir atvikum svo eitthvað sé nefnt. Augljóslega er um fyrirslátt að ræða, enda veit félagið að það er fullkomlega óraunhæft fyrir nokkurn þingmann að keyra í gegnum Alþingi allar tillögur félagsins. Grímulaus hagsmunabarátta Athygli vekur að í þessu máli virðist engu skipta fyrir félagið að frumvarp dómsmálaráðherra leiðir til aukins úrvals og lægri verða fyrir neytendur. Slíkt hið sama skiptir þó félagið miklu máli þegar rætt er um innflutning á matvælum. Það fer ekki á milli mála í hvaða erindagjörðum Félag atvinnurekenda er, enda fara allar viðvörunarbjöllur í gang þegar fyrirtæki með milljarðaveltu beita hagsmunasamtökum fyrir sig í þeim tilgangi að festa í sessi ríkiseinokunarkerfi. Í umsagnargerð félagsins réðu hagsmunir neytenda ekki för, heldur hagsmunir félagsmanna, og félagsmenn eru ekki spenntir fyrir því að semja um verð og hillupláss við Bónus og Krónuna. Náðarfaðmur Ríkisins er þægilegur, hilluplássið aðgengilegt fyrir stærstu áfengisframleiðendurna og óþægilegt er að laga sig að breyttum aðstæðum. Þetta kallast á mínu heimili grímulaus hagsmunabarátta. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Ingvar Smári Birgisson Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég las umsögn Félags atvinnurekenda við frumvarpsdrög dómsmálaráðherra að breytingum á áfengislögum brá mér í brún. Félag atvinnurekenda lýsti yfir áhyggjum af skorti á ítarlegri greiningu á áhrifum frumvarpsins á rekstur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Komst félagið svo að orði að ríkiseinokunarverslunin hefði „engin úrræði“ til að bregðast við samkeppni netverslana, yrði frumvarpið að lögum. Með öðrum orðum hefur Félag atvinnurekenda áhyggjur af því að rekstur ríkiseinokunarverslunar muni laskast. Þetta hefði verið forsíðufrétt í einhverjum löndum! En svona geta grímur Félags atvinnurekenda verið margar. Einn daginn ber félagið gunnfána frelsis og þann næsta hefur félagið áhyggjur af afdrifum ríkiseinokunarverslunar. Sem dæmi um hið fyrrnefnda má nefna þau tilvik þegar Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna innflutningsfyrirtækja á matvælum. Félagið hefur lengi vel barist gegn tollum á innfluttum matvælum og tekið margan slaginn við Bændasamtök Íslands og landbúnaðarráðherra. Félagið beitir fyrir sig hagsmunum neytenda í þessari baráttu og skeytir lítið um hagsmuni bænda, en þeir eru einmitt atvinnurekendur sem greiða ekki í sjóði Félags atvinnurekenda. Því er básúnað af hálfu félagsins að auka megi úrval og lækka verð, neytendum til hagsbóta, með minni ríkisafskiptum og niðurfellingu tolla af landbúnaðarvörum. Félag atvinnurekenda, ekki neytenda Já - með þessum hætti getur málflutningur félagsins verið fyrir hádegi. En eftir hádegi kann að vera allt annar hljómur í félaginu. Meðal félagsmanna í Félagi atvinnurekenda eru einnig stærstu áfengisframleiðendur landsins sem og áfengisinnflytjendur. Nær allir minni áfengisframleiðendur standa utan samtakanna og eru t.d. í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa. Félag atvinnurekenda hefur í yfir áratug staðið gegn öllum frumvörpum á Alþingi sem hafa haft það að markmiði að færa fyrirkomulag á sölu áfengis í frjálsræðisátt. Þetta er engin tilviljun og hafa samtökin hafa beitt ýmsum rökum fyrir sig í þeim efnum. Alveg sama hvers konar áfengisfrumvarp lítur dagsins ljós, þá telja samtökin alltaf nauðsynlegt að „heildstætt mat“ fari fram og engu megi breyta án þess að fallist sé á allar tillögur félagsins. Breyta þarf álagningu áfengisgjalds, reglum um áfengisauglýsingar og jafnvel auka eftirlit hins opinbera eftir atvikum svo eitthvað sé nefnt. Augljóslega er um fyrirslátt að ræða, enda veit félagið að það er fullkomlega óraunhæft fyrir nokkurn þingmann að keyra í gegnum Alþingi allar tillögur félagsins. Grímulaus hagsmunabarátta Athygli vekur að í þessu máli virðist engu skipta fyrir félagið að frumvarp dómsmálaráðherra leiðir til aukins úrvals og lægri verða fyrir neytendur. Slíkt hið sama skiptir þó félagið miklu máli þegar rætt er um innflutning á matvælum. Það fer ekki á milli mála í hvaða erindagjörðum Félag atvinnurekenda er, enda fara allar viðvörunarbjöllur í gang þegar fyrirtæki með milljarðaveltu beita hagsmunasamtökum fyrir sig í þeim tilgangi að festa í sessi ríkiseinokunarkerfi. Í umsagnargerð félagsins réðu hagsmunir neytenda ekki för, heldur hagsmunir félagsmanna, og félagsmenn eru ekki spenntir fyrir því að semja um verð og hillupláss við Bónus og Krónuna. Náðarfaðmur Ríkisins er þægilegur, hilluplássið aðgengilegt fyrir stærstu áfengisframleiðendurna og óþægilegt er að laga sig að breyttum aðstæðum. Þetta kallast á mínu heimili grímulaus hagsmunabarátta. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar