Viðskipti innlent

Ætlar að fylla vél af Íslendingum til Alicante yfir jólin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alicante á Spáni hefur löngum verið einn vinsælasti áfangastaðurinn meðal íslenskra ferðalanga.
Alicante á Spáni hefur löngum verið einn vinsælasti áfangastaðurinn meðal íslenskra ferðalanga. Vísir/getty

Andri Már Ingólfsson, eigandi ferðaskrifstofunnar Aventura Holidays, segist finna fyrir miklum áhuga Íslendinga sem eiga hús á Spáni að fljúga beint til Alicante yfir jólin. Aventura bjóði flug utan með Icelandair þann 19. desember en vélin bíði svo á flugvellinum yfir hátíðirnar og fram að heimflugi þann 3. janúar.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem eiga húseignir á Spáni og kjósa að eyða jólunum í frábæru veðri og öruggum aðstæðum,“ segir Andri Már í tilkynningu.

Andri Már Ingólfsson, eigandi Aventura.Aðsend

„Eins og komið hefur fram í fjölda viðtala við Íslendinga á Spáni undanfarna daga, þá er öll nálgun Spánverja gagnvart Covid til fyrirmyndar og suður-Spánn með öruggustu stöðum í Evrópu í dag. Hér gengur lífið sinn vanagang, allar verslanir og veitingastaðir opnir, líkamsræktir, golfvellir og almenn þjónusta. Hér gildir grímuskylda á götum úti og í skólum sem allir virða.“

Vélin frá Icelandair mun lenda á Murcia flugvelli við Alicante, fimmtíu kílómetra frá Torrevieja, og mun bíða eftir farþegum yfir jólin.

Aventura hóf rekstur fyrr á árinu en Andri var áður eigandi ferðaskrifstofunnar Primera Travel og þar áður Heimsferða til 28 ára.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,77
18
654.460
VIS
1,62
15
256.765
SYN
1,21
6
15.650
REITIR
0,83
8
71.159
SIMINN
0,65
4
127.431

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,09
4
148.355
TM
-1,96
6
144.833
ICESEA
-1,12
3
19.596
REGINN
-1,06
3
134.733
SKEL
-1,04
11
253.157
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.